Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 8
Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfr.: Ofaníburðar- og sfeypuefnarannsóknir í síðasta liefti Frjálsrar Verzlunar birtist grein eftir Sverri Sch. Thorsteinsson, jarðfræðing, um þróun vegamála á Islandi. Eftirfarandi grein er framhald greinarinnar í síðasta liefti, og fjallar hún m. a. um svo almennt áhugaefni ferðafólks hér, sem rykbindingu þjóðveganna. Eins og kunnugt er, eru nær allir vegir á íslandi malarvegir. Lauslega er áætlað, að til vegaviðhalds hér á landi sé notuð rúmlega 1 millj. m3 árlega af sandi, möl og mulningi, og mun það magn þó hvergi nærri fullnægja þörf veganna nú fyrir ofaníburð. Ótalið er þá efnismagn til steinsteypu og gatnagerð- ar í bæjum og kauptúnum. Fyrirsjáanlegt er, að of- aníburðarþörf okkar mun aukast verulega næstu ár- in, og er líklegt, að víða verði svo mikill skortur lausra jarðefna, s. s. malar, sands og gjalls, að óhjá- kvæmilegt reynist að mylja í sérstökum vélum, meir en gert hefur verið, grófgerðar fjallaskriður og grjót úr klettum til þess að fullnægja. nauðsynleg- ustu þörf. Mestur hluti viðhaldskostnaðarins fer í vinnslu ofaníburðar, flutning efnisins og dreifingu á veg- ina. Lengi framan af var lítt vandað til ofaní- burðarefna og gjarnan notazt við fyrstu sand- eða malargryfju, sem fyrir varð — og það látið duga. Með auknum kröfum um betri vegi varð þó brátt Ijóst, að vanda varð betur til vegagerðarinnar en áður, og að því kom að lokum, að nokkur vega- gerðarefni voru rannsökuð, áður en þau voru not- uð, enda má segja, að frumskilyrði endingargóðra vega, sem standast eiga þungaumferð, jafnt vetur sem sumar, séu rannsóknir og nákvæm þekking á efninu, sem í veginn er valið. Útbreiðsla ofaníburðarefna Dreifing og magn hinna lausu jarðlaga, sem not- uð eru til ofaníburðar og steypugerðar, er mjög mis- munandi í hinum ýmsu landshlutum. í einstökum héruðum má heita, að algjör þurrð sé slíkra efna, en gnægð ofaníburðarefna í öðrum. Má t. d. nefna annars vegar Skaftafellssýslur, þar sem mikið er af lausum jarðefnum, en hins vegar má benda á Mýra- sýslu, þar sem mikill skortur er á ofaníburðar- og steypuefnum. Víða er þó nægilegt af allgóðum ofaní- burðarefnum, en skortur steypuefna — eða öfugt. Þessi dreifing er háð staðháttum og ýmsum land- mótunaröflum. Námur eru sífellt að ganga til þurrðar og aðflutn- ingur efna verður lengri og kostnaðarsamari. Það er því mikils um vert, að námurnar séu vel nýtt- ar (rétt unnar) og góð steypuefnanáma sé ekki nýtt til ofaníburðar í vegi, eða ofaníburðarefni til steypu- gerðar. Það er einnig gagnslítið að sáldra ofaníburð- arefni, sem er hæfilegt á 1 km langan veg (ef nýt- ing á að vera fullkkomin) á 10 km langan veg. Þannig má oft sjá, þegar ofaníburði er dreift á miðjan veginn í 5—10 cm lögum, að steinarnir (þumlungur í þvermál), sem eiga að mynda slit- sterkustu einingarnar í 15—25 cm þykku ofaní- burðarlagi, lenda ýmist strax í afrakstri eða fyrstu bílar, sem um veginn fara, þeyta þeim út í nær- liggjandi skurði, þar sem þeir verða engum að gagni. Vinnsla ofaníburðar er dýr, það er alkunnugt, en dýrara er og jafnvel hættulegt, að nýta ofaníburð á þann hátt, sem að ofan getur. Um nýtingu ofaníburðarefna almennt, skal þess getið að bergtegundir hér á landi hafa mun minna veðrunar- og slitþol en bergefni í Skandinavíu, og verður því slitlagsendingin mun verri hér og ofaní- burðarþörfin tilfinnanlegri. Það er því æskilegt, að allt aðgengilegt efni til bygginga og vegagerðar verði kannað með tilliti til dreifingar og magns. Og í þessu sambandi vil ég að gefnu tilefni hvetja menn til, bæði einstaklinga og opinbera aðila, að taka fullt tillit til liinna nýju náttúruverndarlaga, áður en vinnsla efnanna er haf- in. „í upphafi eru flestir vegir mjög veikbyggðir, víð- ast moldar- eða leirfyllingar með mjög misjafnlega haldgóðu malarlagi til Jress að bera umferðina og til slits. Má heita, að þetta sé ódýrasta gerð malar- vega, því venjulega er burðar- og slitlagið þynnra en æskilegt væri. Valda því annars vegar kröfur um Jænslu vegakerfisins, en hins vegar of lítil fjárfram- lög. Þá hafa bifreiðir þyngzt mjög hin síðari ár og 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.