Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 26
bátana (sem allir gengu fyrir gufu) „Hovgaard“, „Nordenskjold“ og Nansen“. Thor E. Tulinius átti mörg gufuskip og hóf reglubundnar siglingar til íslands, er hann stofnaði Thorefélagið. — Nokkur skip voru gerð út á fiskveiðar við Island, svo sem „Jason“, sem Bryde átti og stundaði hákarlaveiðar frá Vestmannaeyjum, og annað skip átti hann til þorskveiða. Auk þeirra tekna, sem runnu til hinna mörgu, er unnu við þessar siglingar, verður að geta þeirra tekna, sem flutu af hinum miklu vörukaupum í Danmörku, en þaðan kom um langa stund megin- þorri alls varnings, er til íslands fór. Þeir voru ekki fáir kaupmennirnir, sem seldu vörur til íslands í stórum stíl, og það draup einnig í aska hinna smærri kaupmanna. Ég vil til dæmis geta þeirra manna, sem smíðuðu spunarokka, klossa eða saum- uðu derhúfur og „kaskeiti“, veiðarfæri komu einnig víðar frá en vélgengum verksmiðjum. Ég man vel cftir litlu kaðlarafyrirtæki á Kolatorgi í Kaup- mannahöfn, sem seldi álitlegar birgðir til íslands. — Eftir því sem á leið dró þó úr viðskiptunum við heildsölufyrirtæki hér í Kaupmannahöfn, sérstak- lega í álnavöru og járnvöruverzlun. Samkeppnin gerði það að verkum, að menn urðu að leita til annarra staða og að mikill varningur var keyptur erlendis frá fyrir meðalgöngu umboðsmanna. Um- boðssölufélagið Ottesen & Meyer, sem hafði áunnið sér viðlíka traust og Simmelhag & Holm í sölu ís- lenzkra afurða, tók að sér innkaup á öllum „stærri“ varningi, svo sem korni og nýlenduvörum. Islands- kaupmaður verzlaði með allar tegundir varnings og hann aflaði sér viðskiptaþekkingar af j)ví tagi, sem Englendingar kalla „a smattering of every- thing and a knowledge of nothing.“ — Verzlunin með íslenzkar útflutningsvörur var mikil, og J)að var ekkert smáræði, sem flutt var hingað á níunda og tíunda tug aldarinnar. Árs- skýrslur þær, sem Simmclhag & Ilolm birtu á ári hverju um innflutningsmagn á hinum sundurleitu vörutegundum fram á tíunda tug aldarinnar, eru ljósast vitni um þetta. Ég skal birta hér skýrslu um árið 1881, er greinir frá innflutningnum frá ís- landi til Kaupmannahafnar: uu Lýsi Saltfiskur Harðfiskur Saltkjöt Tólg Saltaðar gœrur Hreins. æðard. 1.300.000 pund 8.300 tunnur 4.390.000 pund 270.000 pund 9.300 tunnur 359.000 pund 31.900 pör 5.800 pund 300.000 pundum meira en 1880 1.000 tunnum minna en 1880 30.000 pundum minnaen 1880 Beint frá Islandi til Spánar 7.400.000 pund, lil línglands 2.700.000 pund 62.000 pundum minnaen 1880 1.500 tunnum minna en 1880 12.900 pörum meira en 1880 0.000 pundum minna en 1880 1.800 pundum minna en 1880 Verðlagið var sem hér segir: Ull af Suður- og Vest- urlandi 72 — 80 aura, 9% — 10d, ull frá Norður- og Austurlandi 83 — 90 aura, 1 !%<•, miðað við dönsk eða ensk pund. Hákarlalýsi 52 — 55 kr. pr. 210 pund netto. Hausskorinn saltfiskur 70 — 80 kr., óhausskorinn 60 — 63 kr„ smáfiskur 48 — 54 kr„ ýsa 40 — 45 kr. Til Spánar 65 — 80 ríkismörk skip- pund. Harðfiskur 70 — 100 kr. pr. skippund. Kjöt 45 — 53 kr. pr. tunnu á 224 pund netto. Tólg 35 — 36 aura pr. pund. Gærur 4,10 — 6,25 pr. par. Æðar- dúnn 11 — 13 kr. pund. Hinn 29 ágúst 1879 sigldi ég til Islands í fvrsta skipti. I. P. T. Bryde hafði ráðið mig fyrir 1200 krónur á ári, og voru jietta geysihá laun á þeim tíma, jafnvel fyrir mann í yfirboðarastöðu. Ég átti nefnilega að taka við af verzlunarst.jóranum, sem hafði verið kvaddur til Kaupmannahafnar. Ég man, að ég liafði dálítinn tekjuhalla, þegar ég kom aftur til Kaupmannahafnar ári síðar, meðal annars voru kolin svo dýr á íslandi. Eg ferðaðist með „Jó- hönnu“, skútu sem hafði verið smíðuð árið 1825, ckki sérstaklega mjögsiglandi, en traust skip og vel viðhaldið. Við vorum 40 daga frá Kaupmannahöfn til Vestmannaeyja, og ég vil ekki beinlínis stað- hæfa, að vistin hafi verið Jiægileg á skipinu. Iig sigldi síðan tvisvar með þessu sama skipi, en hafði í bæði skiptin styttri ferð. Ég skal geta Jiess hér, að um það leyti er ég sigldi fyrst til íslands, tóku danskir kaupmenn að kenna sívaxandi samkeppni, ekki aðcins af hálfu íslendinga, svo sem við var að búast, Jjví að Jiað er eðlileg þróun í verzlun, að landsins börn sitji að verzluninni, heldur gætti einnig samkeppni vegna vaxandi gufuskipasiglinga erlendis frá, einkum frá Englandi og Skotlandi. Fyrirtækið R. & D. Slimon í Leith hóf reglulegar gufuskipaferðir milli Leith og íslands, sem einkum voru ætlaðar til flutning'a á hestum og sauðfé, en einnig til fólksflutninga og innflutnings á miklum varningi til íslands. — Undir stjórn Eggerts Guðmundssonar (sem var bróðir Tryggva Gunnarssonar, heiðursfélaga samtaka okk- ar) var stofnað til innkaupasamtaka, er verzluðu við England og Þýzkaland og höfðu mikla veltu. Danskur umboðssali með búpening, Hans Laurit- zen í Newcastle, kemur á fót, ásamt Jóni Vídalín, útflutningi hesta og sauðfjár, ásamt miklum vöru- innflutningi til íslands. Síðar gengur Vídalín í þjónustu fyrirtækisins Louis Zöllner í Newcastle, og skapast þarna geysimiki! viðskipti, miðað við allar aðstæður. — Einnig má í þessu sambandi geta um Copland & Berrie í Leith, sem taka J)átt í Jiess- ari samkeppni. Keppinautana drífur alls staðar að, og þegar stundir Hða fram fellur hvert danska fyrirtækið á fætur öðru úr leik, og leikslokin verða þau, að Jæssa stundina má telja víst, að enginn sé 26 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.