Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 18
Þóltt kartöflurækt Skagamanna hafi lengi verið þjóðfræg. er
það þó fyrst og fremst fiskurinn, sem hefir orðið staðnum lyfti-
stöng, og þegar skip koma í höfn er um að gera að koma afl-
anum sem fljótast á land, svo að skipið geti farið sem fyrst út
aftur til fanga.
meðal allra upplýstra þjóða; því leggjtt menn járn-
brautir, grafa skurði skipgenga, þar sem því verður
við komið, með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, til
þess að vöruaflinn geti streymt með sem mestum
hraða á markaðinn og þaðan aptur út um allan
heim.“
Svo undarlega bregður við eftir fenginn sigur,
að enginn kaupmaður sezt að á Akranesi fvrr en
árið 1872. Sá fyrsti, er þar setur verzlun á stofn,
er Þorsteinn Guðmundsson, og hann er og fyrsti
maðurinn á Akranesi, sem eignast þilskip. Það var
árið 1876, og hefst þá skútuöldin á Skaga, sú er
margfræg hefir orðið af vísunni landskunnu um
kútter Harald.
Þegar verzlunarstaður er löggiltur á Skipaskaga,
er ekkert timburhús þar, því síður steinhús, en
híbýli manna cinungis torfkofar og sjálfsagt miðl-
ungi rcisulegir margir hverjir. Árið 1871 er þar
reist fyrsta íveruhúsið úr timbri. Það átti Hall-
grímur Jónsson í Guði’únarkoti (Miðteig), einn
mesti framfaramaður og rismesti persónulciki á
Skipaskaga á öldinni, sem leið. 1879 var fyrir
hans tilstuðlan reistur barnaskóli á Akranesi. Var
hann hlaðinn úr steini og múrhúðaður. Var hús
það notað til kennslu fram til 19-16, er það brann,
en nýr skóli hafði verið reistur 1912. Lengi vel
var skólinn gamli einnig aðalsamkomustaður og
fundahús Akurnesinga. Þar voru m. a. framboðs-
fundir haldnir, og þar mun sá maður, er lengst
allra hefir á Alþingi setið, Pétur Ottesen, hafa
flutt fyrstu framboðsræðu sína. — Ekki verður
svo skilizt við byggingasögu Akraness á 19. öld, að
ekki sé drepið á það, að í Görðum á Akranesi, sem
að vísu tilheyrðu Innri-Akrancshreppi þá, en voru
síðar lagðir undir bæjarland Akranesskaupstaðar,
reis af grunni fyrsta sementssteypuhús á íslandi
og að líkindum á Norðurlöndum. Það var reist af
séra Jóni Benediktssyni, en hann var síðasti Akra-
nespresturinn, er í Görðum sat. Var húsið reist á
árunum 1876—1881, og stendur það enn og hýsir
nú Byggðarsafn Akraness.
Segja má, að frá 1880 hafi verið samfellt fram-
faratímabil á Akranesi, þó að framfarirnar séu að
vísu fremur hægar fyrst framan af. Um aldamótin
síðustu eru íbúar á Akranesi (Skipaskaga) orðnir
767. Skömmu síðar eða 1906 er fyrsti vélbáturinn
keyptur til Akraness, og fjölgaði þeim fljótt. Er
fyrsti vélbáturinn kemur hingað, er enginn lagður
vegur til á Akranesi, utan smáspotti, þar sem nú
cr neðri hluti Vesturgötu. Nú munu lagðar götur
á Akranesi vera 45 og samanlögð lengd þeirra 14
km. Nokkrar eru steinstcyptar. Fyrsta steinbryggja
er gerð 1915 af Bjarna Olafssyni, skipstjóra. Hafn-
argerð er hafin 1930, og má segja, að nú séu hafnar-
málin í allgóðu lagi. í byrjun síðari heimsstyrjald-
arinnar eru íbúar á Akranesi orðnir nærri 2000, og
27. júní 1941 eru gefin út lög um kaupstaðarrétt-
indi handa Akranesi. Á þeim rúmum tveim ára-
lugum, sem liðnir eru síðan, hefir kaupstaðurinn
blómgazt og eflzt á flestum sviðum. Auk sjávar-
útvegs hefir iðnaður risið á legg, og menningarmál-
um verið meiri gaumur gefinn með ári hverju.
18
FRJÁLS VERZLUN