Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Side 28

Frjáls verslun - 01.04.1962, Side 28
Auk hins opinbera gætu atvinnufyrirtæki aflað sér fjármagns með því að selja verðbréf sín á þessum markaði. Það verður að teljast óhjákvæmilegt skilyrði þess, að almcnningshlutafélög geti fest rætur hér á landi, að hluthafar eigi þess kost að selja bréf sín á al- mennum markaði eftir ákveðnum reglum, ef þeim er handbærs fjár vant til annarra hluta, jafnframt J)ví sem nýir hluthafar koma til sögunnar. Þessi viðskipti yrðu hins vegar að fara fram innan ákveð- inna takmarka, eigi að vera um að ræða hluta- félög „almennings“, eins og ljóst má vera. Almenningshlutafélög í Austurríki Tilraunir þær, sem að undanförnu hafa verið gerðar með almenningshlutafélög í Austurríki og Vestur-Þýzkalandi, eru á margan hátt mjög for- vitnilegar, og væri sjálfsagt að hafa af þeim nokkra hliðsjón, ef farið væri inn á svipaðar leiðir hér á landi, J)ótt óþarft væri að líkja eftir þeim í liví- vetna. Af þeim sökum mun ég hér á eftir gera nokkra grein fyrir þessum tilraunum, þó að stikla verði á staksteinum, bæði vegna rúmleysis og til þess, að frásögnin verði ekki |)urrari en óhjákvæmi- legt er. A 8. flokksjnngi Kristilega demókrataflokksins vestur-þýzka (CDU), sem haldið var í Hamborg í maí 1957, var samþykkt ályktun þess efnis, að réttarformi bifreiðaverksmiðjanna „Volksvvagen- werk GmbH“ í Wolfsburg, sem J)ingið taldi eign lýðveldisins, skyldi breytt og stofnað um J)ær hluta- félag. I því sambandi skyldi leitazt við að dreifa hlutafénu á sem flestra hendur. Frumkvöðull Jvess- arar samþykktar mun hafa verið dr. Ludwig Er- hard, cfnahagsmálaráðherra, en tvímælalaust hefur verið stuðzt við reynslu Austurríkismanna í þess- um efnum. Austurríski þjóðflokkurinn hafði fyrir þingkosn- ingar í maí 1956 lýst yfir því, að hann hygðist beita sér fyrir tilraunum með útgáfu almennings- hlutabréfa. I Austurríki hefur um alllangt skeið setið að völdum samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, Þjóðflokksins og jafnaðarmanna (SPÖ), og féllust hinir síðarnefndu á það, að nokkrar til- raunir skyldu gerðar með almenningshlutabréf, að J)ví er virðist helzt fyrir þær sakir, að unnt var að tengja framvindu málsins launahækkun ríkisstarfs- manna, er flokkurinn studdi. Samkvæmt lögum frá 18. desember 1956 skyldi stofna hlutafélag um tvo stórbanka, „Credit-Anstalt-Bankverein“ (CABV) og „Österreichische Lánderbank“ (ÖLB), sem áður höfðu verið ríkisbankar, og selja alj)ýðu manna hlutabréf fyrir 40 af hundraði hlutafjár samkvæmt ákveðnum reglum. Að verulegum hluta var um að ræða forréttindahlutabréf með forgangsarði, en án atkvæðisréttar, svo að hið opinbera hefur yfir að ráða 6/7 allra atkvæða og 60% hlutafjár. Þar sem áhugi almennings reyndist meiri en vonir höfðu staðið til, töldu þjóðflokksmenn tilraunina hafa gefið góða raun og mæltu fyrir J)ví, að lengra yrði haldið á sömu braut. Varð að samkomulagi stjórn- arflokkanna að stofna „almenningshlutafélög“ um nokkur fyrirtæki, sem sérstaklega stóð á um. Var hér um að ræða allmörg fyrirtæki, stór og smá, sem i stríðslok höfðu verið í eigu Þjóðverja, en samkvæmt friðarsamningum Austurríkis og Sovét- ríkjanna skyldi austurríska lýðveldið eignast þau. Ákveðið hafði verið þegar í upphafi að selja þau einkaaðiljum, en andvirðinu skyldi varið til greiðslu stríðsskaðabóta til Sovétríkjanna, en nú varð það að ráði að gefa út almenningshlutabréf fyrir ákveðn- um hluta fjármagnsins samkvæmt nánari reglum. Fjórtán fyrirtæki voru scld með þessum hætti. Áhugi almennings reyndist að jafnaði mikill, og voru J)ess dæmi, að eftirspurn væri margfalt fram- boð (t. d. reyndist eftirspurn eftir bréfum í „Chem- osan Union A. G.“ fimmtánfalt framboðið). Að jafnaði var hlutur „almenningshluthafanna“ innan við 50 af hundraði hlutafjár í félögunum, en meiri hluti í höndum fjársterkari aðila, og var beinlínis til þess ætlazt við sölu fyrirtækjanna vegna rekstr- aráhættunnar. Aðeins eitt J)essara félaga verðskuld- ar, svo að óyggjandi sé, nafngiftina „almennings- hlutafélag“, en það er súkkulaði- og sykurverk- smiðjan „Tivoli A. G.“, þar sem hlutur „almenn- ings“ var 100% (þar af kom rúmur fjórðungur í hlut starfsfólks fyrirtækisins). — Þær viðtökur, sem nýmæli Jætta hlaut í Austurríki, gáfu formælendum þessarar stefnu í Vestur-Þýzkalandi bvr undir báða vængi. Fyrstu tilraunir í Vestur-Þýzkalandi í samræmi við ályktun flokksþings kristilcgra demókrata fluttu fulltrúar þeirra og þýzka flokksins (DP) á sambandsþinginu í Bonn hinn 22. rnaí 1957 frumvarp um réttarstöðu Volkswagenverksmiðj- anna og sölu þeirra til einkaaðila. Framkvæmdir drógust þó mjög á langinn, enda þurfti ríkisstjórnin í tvö horn að líta. Annars vegar gcrði fvlkið Nieder- 28 FR.IÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.