Frjáls verslun - 01.08.1962, Qupperneq 1
FRJÁLSVERZLUN
Útg.: Frjáls Verzlun Útgéfufélag h/f
RiUtjðn:
Birgir Kjaran
Ritnefnd.:
Birgir Kjaran, formaður
Gisli Einarsson
Gunnar Magnússon
í ÞESSU HEFTI:
JAKOB Ó. PÉTURSSON:
Akureyri — 100 óra kaupstaöur
★
Framómenn í viðskiptalífi Akureyrar —
viðtöl við ýmsa Akureyringa
★
Tónlistarstarfsemin á Akureyri
★
Leiklistin á Akureyri
★
Togaraútgerð á Akureyri
★
HARALDUR HANNESSON:
Nonnahús ó Akureyri
★
SVEINN SÆMUNDSSON:
Flugfélag Islands
stofnað á Akureyri 1937
★
EINAR KRISTJÁNSSON:
Gamli maðurinn á bak við
Stjóm útgáfujélags
FBJÁLSRAR VERZLUNAR
Birgir Kjaran, formaður
Gunnar Magnússon
Helgi Olafsson
Sigurliði Kristjánsson
Þorvarður J. Júlíusson
Slcrifstofa:
Vonarslræti 4, 1. hæð
Sími 1-00-85 — Pósthólf 1193
Víkingsprent h.f.
Prentmót h.f.
FRJÁLS
VERZLUN
22. ÁRGANGUR — 3.-4. HEFTI — 1962
Frelsi og framfarir
Það hefir þótt tilhlýðilegt að helga þetta tölublað Frjálsrar
verzlunar Akureyri og Akureyringum, því að þess var minnzt
í sumar þar nyrðra, að þá voru liðin 100 ár frá því að staður-
inn hlaut kaupstaðarréttindi.
Brugðið er upp mynd af sögu bœjarins í aðalatriðum, en
vitatúega verður að stilcla þar á stóru og sleppa mörgu, sem
sjálfsagt vœri að hafa með, ef kostur vœri á að verja meira
rúmi til að segja þessa sögu. En af lestri þeirra greina, sem
hér birtast um Akureyri og þá, sem staðinn byggja, œtti
mönnum að vera Ijósari sú þróun, sem þar hefir átt sér stað
á þessari fyrstu öld kaupstaðarins. Þá er og rætt við eða
getið ýmissa forvígismanna á sviði kaupsýslu og iðnaðar, svo
og helztu fyrirtœkja þar nyrðra.
Saga Akureyrar er hin sama og annarra bæjarfélaga hvar
sem er á landinu að því leyti, að það er fyrst og fremst dugur
og framtak einstaklingsins, sem er hvati allra framfara. Það
eru einstaklingarnir, djarfhuga menn, sem eru hvarvetna und-
irstaðan, og þegar þeir njóta frelsis til framkvæmda, þarf eng-
inn að kvíða því, að þróunin verði ekki í rétta átt.
Akureyri liefir lúnsvegar sérstöðu að einu leyti: Samvinnu-
verzlunin varð þar fljótt mjög öflug, og þegar til komu að
aulci allskonar friðindi hennar og sérréttindi umfram aðra,
kæfði hún næstum framtak einstaklingsins. En enginn getur
gengið af því dauðu, og þegar allir sitja við sama borð í við-
skiptum eins og nú, segir dugur lúns einstaka manns til sín.
Þar sem liann nýtur frelsis koma framfarirnar af sjálfu sér.