Frjáls verslun - 01.08.1962, Síða 13
það ein veglegasta matvöru-, kjöt- og nýlenduvöru-
verzlun bæjarins Tvær stórar byggingavöruverzl-
anir eru nú reknar í nýjum húsakynnum úti á Odd-
eyrinni, Byggingavöruverzlun Akureyrar (forstjóri
Helgi Pálsson) og Byggingavöruverzlun Tómasar
Björnssonar (forstj. Arni Árnason). Annars eru þær
flestar staðsettar í hnapp í miðjum bænum, í Bót-
inni, sem kallað er. Raunar eru sunrar verzlanir
þó kornnar með útbú í úthverfum bæjarins.
Þrjár heildverzlanir
— En þetta eru allt smásöluverzlanir, sem taldar
hafa verið. Hvað eru svo heildsölur margar?
— Hér eru reknar þrjár heildverzlanir, sem allar
flytja inn beint frá útlöndum og hafa með höndum
dreifingu fvrir íslenzkar verksmiðjur. Þær eru I.
Brynjólfsson & Kvaran, Tómas Steingrímsson &
Co. og Heildverzlun Valgarðs Stefánssonar. Það
sem mest háir þeim hér, er hve samgöngur milli
Akureyrar og útlanda eru stirðar og vörur berast
seint alla leið hingað. Það væri freistandi að minn-
ast á iðngreinarnar og verksmiðjurnar, sem hér eru
komnar á fót, dafna og geta sér gott orð, en það
verða víst aðrir til að rekja það. Akureyri er rnikil
samgöngumiðstöð og iðnaðarbær, og Iijálpast það
að til að gera hana mikinn verzlunarbæ, enda stutt
að sækja verzlun til hans frá hagsælum sveitahéruð-
um í öllum áttum.
Á leið til frjálsrar verzlunar
— Finnst ykkur ekki hafa rofað heldur til í verzl-
un á íslandi hin síðustu ár?
— Verzlunarmönnum hefir lengi blöskrað það,
hve þrengt hefir verið að þeim á liðnum tímum
öðrum stéttunr fremur. Nú fagna þeir auknu frelsi
í verzluninni og einbeita kröftum sínum til auk-
innar og bættrar þjónustu við almenning. Því
er ekki að neita, að þegar við, sem starfað höfum
að verzlun síðustu áratugina, komum saman til að
ræða málefni okkar, bcrst talið oft að þeim tímum,
Jregar höftin héldu verzluninni þrælatökum. Þá voru
biðraðirnar hversdagsleg sjón við búðardyr urn land
allt, en svarti markaðurinn dafnaði og blómgaðist.
Þá gat hver skussi, sem komst yfir vörur, verzlað,
Jjví að þá seldist bókstaflega allt. Það þurfti enga
reynslu til að selja á svörtum markaði. Öllum var
raun að horfa upp á ranglæti og margur að því
kominn að missa móðinn. En íslendingum er seigla
í blóð borin og flestir verzlunarmenn þraukuðu af
hin erfiðu ár. Nú hafa menn aftur öðlazt trú á
framtíðina. Nú hafa kaupmenn á boðstólum á ný
allskonar vörur í fjölbreyttu úrvali. Vonandi verð-
ur ])ess ekki langt að bíða, að vcrzlunin verði al-
veg frjáls og mönnum engin hindrun sett gegn því,
að fyrirtæki séu rekin á fullkomlega eðlilegan hátt.
Eg endurtek, að hjá okkur á Akureyri þurfa sam-
göngur frá útlöndum að batna, það er ófært að bíða
langtímum saman eftir vörunni, jafnvel cftir að
hún er komin til landsins — búið að skila henni
á land í Reykjavík. Við þurfum að stefna að því að
fá hana beint og án tafar. Við vitum, að unnið er
að þessu. Eins þarf að gera tollskrána einfaldari
og réttlátari — burtséð frá öllum markaðsbanda-
lögum. Verzluninni er það lífsnauðsyn, að létt sé af
allri óþarfri skriffinnsku og óraunhæfu verðlagseftir-
liti. Ljósasta dæmið um það, hversu fljótt kom í
ljós, hvers einstaklingsframtakið var megnugt, eftir
að losna fór unr höftin illræmdu, er bygging Amaro-
búðarinnar hér á Akureyri. Þetta glæsilega verzl-
unarhús mundi sóma sér í hvaða erlendri stórborg
sem væri. Það er glæsilegur ávöxtur hins frjálsa
framtaks einstaklingsins og gefur fyrirheit um, að
við séum á leið til alfrjálsrar verzlunar á Islandi.
Indriði Helgason
Fyrsta
raftækjaverzlunin
— fyrir 40 árum
Elektro Co. heitir elzta fyrirtæki sinnar tegundar
á Akureyri, raftækjaverzlun og vinnustofa, sem
Indriði Ilelgason rafvirkjameistari stofnaði í félagi
við annan mann sumarið 1922, en hefir lengst rekið
einn í eigin húsakynnum að Ráðhústorgi 1. Þar
hitti ég Indriða í skrifstofu hans skömmu fyrir há-
degi og spjallaði við liann stundarkorn.
— Þú ert náttúrlega eldri í faginu en þessi verzl-
un að árumP
— Já, það eru nú komin ríflega fimmtíu ár síðan
ég byrjaði í faginu, já, það var einmitt 1911, scm
ég kom heim með Halldóri Guðmundssyni (föður
Gísla verkfræðings og hugvitsmaður er hann eins
og faðirinn). Ég fór með honum til Eskifjarðar,
og þar fórum við að leggja rafleiðslur í liús. Þegar
FR.TÁLS VERZLUN
1S