Frjáls verslun - 01.08.1962, Page 17
Þetta er niðursuöuverksmiðja K. Jónssonar & Co.
allsherjar iðnsýning á Akureyri í sambandi við
100 ára afmæli kaupstaðarins. Tvær lyftur eru í
húsinu, bæði fólks- og vörulyfta. Arkitekt. innan-
liúss var Konráð Árnason, og lnisgögn og innrétting
öll er smíðuð úr teak og liarðplasti í trésmíða-
verkstæði Ágústs Jónssonar. Sagði Stefán að lok-
um, að þeir hefðu fyrst farið saman til útlanda,
hann og Skarphéðinn, einkum um Þýzkaland til
að skoða og kynna sér nýjustu verzlunarhús á fjöl-
mörgum stöðum, áður en hafizt var handa um
undirbúning Amaró-hússins.
Ég spyr síðan Skarphéðin, hvernig standi á nafn-
inu Amaró, og þá vill hann helzt. ekki svara því,
hafa það fyrir pínulítið leyndarmál út af fyrir sig.
Síðan spyr ég hann um byrjun fyrirtækisins og sögu
í stórum dráttum.
— Það var 1941, að við Valgarð Stefánsson stór-
kaupmaður stofnuðum Klæðagerðina Amaró hf., en
1950 seldi Valgarð mér sinn hluta. í fimm ár var
framleiddur aðeins kvennærfatnaður úr innfluttu
prjónaefni. En í stríðslok sendi ég mann til Eng-
lands til að kynna sér framleiðslu á ,,lnterlock“
(tvíprjónuðum) fatnaði. Keyptar voru prjónavélar,
og síðan er eingöngu flutt inn garnið og dúkurinn
prjónaður hér og sparast við það rnikill gjakleyrir.
Rétt um það leyti var byggt verksmiðjuhús við
Lögbergsgötu, þar sem framleiðslan hefir farið fram
síðan. í maí 1947 keyptum við gamla ltyels-húsið
í Hafnarstræti 101 og byrjuðum smásöluverzlun.
— Hvort fellur þér betur, verzlun eða verksmiðju-
rekstur?
— Það er svo sem ágætt hvað með öðru, sé ekki
reynt að gera manni allt til bölvunar og erfiðis. Ég
hef reynt hvort tvcggja, frelsi og ófrelsi í verzlun.
Það sér fljótt á, þegar haftafarganinu er létt af.
Um leið og verzlunin cr gefin frjáls, rís hér sem
annars staðar hvert fyrirtækið á fætur öðru. Ég
bið alls ekki um sérréttindi. Það á enginn heimtingu
á þeim. Ég er harðánægður, ef ég fæ sömu réttindi
og aðrir.
— Heldurðu áfram verzlun i gamla Ryels-húsi,
þegar þessi nýja höll er öll komin í gagnið?
— Já, Amaró-búðin verzlar með hvers konar vefn-
aðarvöru, og nú skiptist hún í deildir — karlmanna-
fataverzlun (herradeildin) verður í gamla húsinu,
kvennadeild og álnavara í nýja húsinu.
— Leikur ekki mörgum forvitni á að skoða í
gluggana hjá þér og skima hér inn á gafl?
— Það er ekki laust við það. Eins og búið er að
segja þér, eru tvær lyftur hér í húsinu, sem veitir
ekki af í sex hæða húsi. En það er sérkennilegt
við landslagið hér á Agureyri, hve brekkurnar eru
brattar. Úr brekkunni hér á bak við húsið er hægt
að ganga beint inn á 6. hæð.
FHJÁLS VERZLUN
17