Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.08.1962, Qupperneq 36
Fyrsta flug- vél F. í. (sem þá hét Flugfélag Akureyrar) TF-ÖRN á Akureyrar- polli. skipulagt. Hlutafé þess var aukið og heimili þess flutt til Reykjavíkur. Nafni félagsins var þá breytt í Flugfélag íslands hf. Nokkru áður hafði verið hafizt handa um að kaupa aðra flugvél. Iiún var af sömu gerð og hin fyrri, kom til landsins 1940 og hlaut nafnið „Haf- örn“. Fyrri flugvélinni, „Erninum“, hafði þá verið breytt í landflugvél. Eftir hernám Islands vorið 1940 hafði brezka setuliðið hafizt handa um flug- vallargerð í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Setuliðið lagði bann við flugferðum, en eftir nokkurt þóf fékkst leyfi til innanlandsflugferða, þó undir mjög nákvæmu eftirliti. Sumarið 1941 hófust fyrstu reglu- legu áætlunarflugferðir innanlands, milli Reykjavík- ur og Akureyrar. Starfsemi félagsins var nú í örum vexti og um áramót 1941 og 1942 var ákveðið að félagið keypti nýja og stærri flugvél. Sú flugvél kom til landsins vorið 1942. Það var fyrsta tveggja hreyfla flugvél, sem íslendingar eignuðust og tók átta farþega. Um sumarið hófust fastar áætlunar- ferðir milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Snemma árs 1944 keyjiti Flugfélag íslands tvær tveggja hreyfla De Havilland flugvélar frá Bret- landi og um haustið eignaðist það sinn fyrsta Kata- línaflugbát. Hann var keyptur í Bandaríkjunum og fór íslenzk áhöfn vestur til þess að sækja hann. Flugstjóri heim var Örn Ó. Johnson, aðstoðarflug- maður Smári Karlsson og vélamaður Sigurður Ing- ólfsson, en auk þeirra tveir Bandaríkjamenn. Þetta var sögulegur viðburður, því þarna flaug íslenzk flugvél og íslenzk áhöfn í fyrsta skipti yfir Atlants- haf. Nokkrum vikum eftir stríðslok í Evrópu, sum- arið 194.5, ákvað Flugfélag íslands að gera tilraun til millilandaflugs. Flugbáturinn, sem fyrr er get- ið og í daglegu tali var nefndur „Pétur gamli“, var valinn til fararinnar. Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason, aðstoðarflugmaður Smári Karlsson, véla- maður Sigurður Ingólfsson og loftskeytamaður Jó- hann Gíslason. Auk þess voru tveir menn úr brezka flughernum í áhöfninni. Farþegar voru fjór- ir, sr. Robert Jaek og stórkaupmennirnir Hans Þórð- arson, Jón Jóhannesson og Jón Einarsson. „Pétur gamli“ lagði upp frá Skerjafirðinum í Reykjavík að rnorgni hins 11. júlí 1945 og flaug til Largs Bay í Skotlandi á rúmum sex klukkustund- um. Flugvélin kom til Reykjavíkur daginn eftir og var vel fagnað. Hinu fyrsta millilandaflugi Islend- inga var farsællega lokið. Síðar um sumarið fór sama flugvél tvær ferðir, þá til Largs Bay í Skotlandi og til Kaupmanna- hafnar, og „Pétur gamli“ var ein fyrsta farþegaflug- 36 FRJALS VKRZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.