Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 3
fela henni framkvæmdir og danska stjórnin var jafnskyld til þess að taka þessar framkvæmdir að sér og gilti það jafnt hvort sem það var í samræmi við stefnu Danmerkur í slíkum málum eða ekki. Það mátti hugsa sér t. d. þátttöku í alþjóðaráð- stefnu þar sem danski fulltrúinn skyldi lialda fram ólíkum skoðunum eftir því hvort hann var að tala þar fyrir hönd íslendinga eða sinnar eigin þjóðar. Ég gat þess áðan, að ísland hefði aldrei átt að- ild að Þjóðabandalaginu en að Danmörk hefði ver- ið eitt meðlimaríkja þess. Danmörk var eitt þeirra ríkja sem tóku þátt í refsiaðgerðunum gegn Ítalíu vegna Abyssiníustríðsins, en ísland stóð að sjálf- sögðu utan við þær aðgerðir allar. Vorið 1986 gerði ísla.nd viðskiptasamning við ítali og voru meðal annars í þeim samningi ákvæði, sem Danir hefðu með engu móti getað gengið að vegna þátttöku sinnar í refsiaðgerðunum. A hinn bóginn er líka rétt að geta þess, að um- bjóðandanum lslandi mundi ekki hafa verið talið heimilt að lögleiða hvað sem vera skyldi um utan- ríkismál sín og krefjast þess svo að umboðsmaður- inn Danmörk framkvæmdi það gagnvart erlendum þriðja aðila. Slíku mundu hafa verið eðlileg tak- mörk sett um það sem samkvæmt almennum skiln- ingi mátti teljast til eiginlegra utanríkismála. Hefði verið farið út fyrir slík takmörk nnindi danska rík- isstjórnin hafa getað neitað að taka að sér slíkan erindisrekstur. Samkvæmt þjóðréttarreglum mundi t. d. alveg tvímælalaust hafa fallið undir meðferð utanríkismála samkvæmt 7. grein sambandslaganna að annast um gerð viðskiptasamnings fyrir íslands hönd, en vafasamar mundi það hafa verið talið hvort. hægt hefði verið að skylda danskt sendiráð til þcss að taka að sér sölu íslenzkra afurða því slíkt var varla talið í verkahring sendiráða, þótt skoðanir manna um þess háttar hafi raunar tölu- vert breytzt á undanförnum áratugum. Samningar við önnxur lönd í 4. málsgrein 7. greinar sambandslaganna eru ákvæði um samninga við önnur ríki. Þar segir svo í niðurlaginu: „Ríkjasamningar þeir, sem Danmörk gerir eftir að sambandslög þessi hafa náð staðfest- ingu, skuldbinda ekki ísland, nema samþykki réttra íslenzkra stjórnvalda komi til.“ Hér er um allþýð- ingarmikið atriði að ræða. Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina var mikið um alþjóðaráðstefnur og árlega gengið frá fjölda alþjóðasamninga auk tvíhliða samninga, þ. e. samninga milli tveggja ríkja innbyrðis. Þá hófst þetta tímabil um samn- inga og fundahöld milli þjóða sem segja má að komizt hafi í algleyming nú á síðustu árum og sem ísland hefur ekki farið varhluta af. Danmörk tók iðulega þátt í alþjóðaráðstefnum þá sem fyrr og gerðist aðili að fjöldamörgum samningum á þvi tímabili, sem hér er um að ræða. Það var þvi nauð- synlegt að setja ákvæði um það hversu þessum málum skyldi skipað milli íslendinga og Dana. Þar sem ísland nú var búið að öðlast fullveldi og þar með öll yfirráð yfir sínum málum jafnt utan- ríkismálum sem innanríkis var auðvitað ekki um það að ræða að ísland yrði bundið af samningum Dana. Því var þetta ákvæði, sem ég gat um sett í sambandslögin. Er það orðað þannig, að ríkjasamn- ingar, sem Danir gerðu, skuldbindu ekki ísland nema samþykki íslenzkra stjórnarvalda kæmi til. Það er augljóst, að Danir, sem fylgdust vel með á alþjóðavettvangi, gátu vel gerzt aðilar að alþjóða- samningum, sem hagur gat líka verið fyrir ísland að eiga aðild að. Þarna gátu íslendingar mjög vel haft gagn af reynslu Dana, enda fór svo í fram- kvæmd, að danska utanríkisþjónustan var mjög vakandi í því að gæta hagsmuna íslendinga á þessu sviði. Þegar Danir tóku þátt í alþjóðaráð- stefnum létu þeir íslendinga vita um hvaða málefni þar skyldu rædd og spurðust fyrir um hvort íslend- íngar hefðu áhuga á því að fylgjast með því sem gert yrði. Væri þessu svarað játandi fengu svo ís- lendingar öll málsskjöl og önnur nauðsynleg gögn og upplýsingar í hendur og gátu síðan ákveðið hvort þeir vildu ganga að hugsanlegum samningi þegar hann lá endanlega fyrir. Hin réttu íslenzku stjórnarvöld sem áttu að veita samþykki sitt til skuldbindingar íslands að alþjóða- samningi voru samkvæmt 17. grein þáverandi stjórnarskrár íslands, konungurinn, þ. e. Konung- ur Jslands en ekki Konungur Danmerkur. I>etta þýddi það, að íslenzkur ráðherra en ekki danskur varð að takast á hendur ábyrgðina á skuldbind- ingunni. I>ar sem reglan er sú að samningar þessir eru undirskrifaðir samkvæmt sérstöku umboði þýddi þetta það, að umboðið þurfti að vera veitt utanríkisráðherra Dana eða fulltrúa hans, sem und- irskrifaði samninginn, af Konungi íslands í ábyrgð íslenzks ráðherra. Um tvíhliða samninga er hið sama að segja að því er formhliðina snertir, að til þeirra þurfti að sjálfsögðu samskonar umboð af hálfu íslendinga til handa Dönum, ef þeir áttu að verða skuldbind- FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.