Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 27
aðinum, ef eignin hefur verið lengur en í 6 mánuði í eigu skattgreiðanda.i) Þess ber þó að gæta, að þar í landi eru skattstigar svo háir, að 25% eru mjög óveruleg tala. Hér á landi eiga menn nú orð- ið að venjast lægri skattstigum og mundi því mörg- um finnast lítil bót að þessum skatti, enda er hæsta skattprósenta af viðbótartekjum aðeins 30%. Þann- ig mundi skattur þessi verða Iilutfallslega svipað- xjr eða jafnvel hærri en meðaltekjuskattur megin- ])orra skattgreiðanda, Ef breyta á þessu ákvæði íslenzku laganna — og ]xað virðist nauðsj nlegt — koma tvær leiðir til greina. Annars vegar mætti stytta eignarhalds- tímann verulega, t. d. niður í 1 ár, en nú eru ein- mitt ráðagerðir um það í Bandaríkjunum að lengja tímabilið þar úr G mánuðum í 1 ár, og halda skatt- frelsinu. Hin leiðin væri sú, að taka upp sérstakan verðhækkunartekjuskatt án tillits til eignarhalds- tíma, eða að hafa hann ekki öllu Icngri en 6 mán- uði. Vegna þess hve skattstigar eru lágir hér á landi, yrði slíkur skattur að mestu áhrifalaus, nema hann næmi tiltölulega litlum hluta af tekjunum, t. d. 10—15%. Hugsanlegt væri þó einnig í þessu sam- bandi að reyna að aðgreina raunvirðisaukningu frá sýndaraukningu af völdum verðbólgu og skattleggja aðeins raunvirðisaukningu. Yrði þá að finna ein- hverja nothæfa vísitölu til að styðjast við. Þessi leið mundi þó vafalaust vera ófær vegna margs konar tæknilegra erfiðleika, og má ætla, að stytting eignarhaldstímans yrði eina raunhæfa úrræðið. 3. Nú er heimilt að draga frá tekjum, áður en skattur er á þær lagður, lögboðin iðgjöld af lífevri. Enn fremur skal draga frá tekjum ]ieirra skatt- greiðenda, sem eigi eru að lögum skvldir að tryggja sér eða maka sínum og börnum lífeyri, iðgjöld af slíkum lífeyri, sem sannanlega hefur verið greiddur á árinu, allt að 10% af launum eða nettótekjum skattgreiðanda, þó ekki hærri upphæð en 10 þús. kr. á ári. Enda þótt hámarksiðgjaldagreiðsla hafi verið hækkuð með nýju skattalögunum virðist enn mega gera endurbætur á þessum ákvæðum. Greiðslur líftrvggingariðgjalda er ein tegund bundins sparnaðar, og er því rík ástæða til þess að hvetja nxenn til kaupa á líftryggingum. Ein leiðin til þess er sú, að heimila ríflegan skattfrá- drátt vegna iðgjalda. Ein meginástæða þess, hve lítið er um frjálsar líftryggingar hér á landi, eru fullkomnar almannatryggingar. Onnur ástæða er sú, 1) Mayer M.: XValI Street, I.ondnn 195!), að flestir launþegar eru félagar í lífeyrissjóðum, en þeir koma að miklu leyti í stað líftrygginga. Loks hefur svo óhagstæð verðlagsþróun dregið mjög úr áhuga þeirra, sem ekki eiga annarra kosta völ, á frjálsum líftryggingum. Hugsanlegt er, að áhugi þessara síðast nefndu mundi aukast, ef teknar væru upp líftryggingar með einhvers konar vísi- tölufyrirkomulagi. Iðgjaldagreiðslur mundu þá hækka í samræmi við verðlagið, en þeir, sem taka lán hjá líftryggingarfélögunum, yrðu að endurgreiða þau með vísitöluálagi, og vaxtagreiðslur vrðti að miðast við höfuðstólinn eins og liann væri með áorðnum verðlagshækkunum á hverjum tíma. Bú- ast má við, að sá frádráttur, sem nú er heimilaður, mundi fljótlega verða of lítill til þess að skipta verulegu máli, a. m. k. ef verðlagsþróunin verður áfram með sama hætti og verið hefur. Hér er minnzt á þetta atriði, vegna þess að æski- legt er að efla líftryggingarfélög, en þau stuðla að aukinni sparifjármyndun. Víða erlendis eru líftrygg- ingafélög mjög fjársterkir aðilar og skipta miklu máli sem frambjóðendur fjármagns á verðbréfa- mörkuðum.l) Ilér á landi gegna lífeyrissjóðir nokk- uð svipuðu hlutverki, en þar fylgir sá böggull skammrifi, að meginhluti fjármagns þeirra er lán- aður beint til sjóðsfélaganna, en hefur engin áhrif á fjármagnsmarkaðinn að öðru Ieyti. 4. Síðan 1954 hafa sparifjárinnstæður í bönkum, sparisjóðum og löglegum innlánsdeildum félaga ver- ið undanþegnar framtalsskyklu og eignarskatti mcð vissum takmörkunum. Undanþegnir framtals- skyldu og tckjuskatti eru einnig allir vextir af eignarskattfrjálsum innistæðum. Hins vegar hafa verðbréf og tekjur af þeim alltaf verið skattskyld- ar. Varla þarf að draga í efa, að þotta ákvæði um undanþágu frá framtalsskyklu hefur leitt til alls konar misferla og verður ekki séð, að það hafi aukið sparifjáraukninguna svo nokkru næmi eftir að það var sett. Ef efla á verðbréfaeign landsmanna, virð- ist það réttlátt, að sparnaðaraðferðum sé ekki mis- munað í skattlagningu. Það er því eðlileg krafa. að verðbréf, a. m. k. skuldabréf, séu undanþegin eignarskatti og tekjur af þeim tekjuskattfrjálsar. Hins vegar virðist ekki rétt að fara inn á þá braut að undanþiggja verðbréf framtalsskyldu. Um það má deila, hvort rétt sé að undanþiggja hlutabréf eignarskatti. Nú er hlutafélögum heimilt að draga hlutafé sitt frá eignum sínum áður en 11 Macrae, N.: The London Cnpital Market, London 1957. PRJÁLS YERZLTTN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.