Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 31
minnka lánsféð að sama skapi. Vaxtagreiðslur mundu verða minni, og ef svo færi, að vextir yrðu látnir ákvarðast af framboði og eftirspurn fjár- magns á kaupþingi, mundu vafalaust mörg fyrir- tæki leitast við að auka eigið fé sitt fremur en lánsfé. Eigendur fyrirtækja gætu komið í veg fyrir hugs- anlegan valdamissi með því að gefa út sérstök hlutabréf til sölu á opnum markaði, sem yrðu án atkvæðisréttar. Auðvitað mundu slík hlutabréf ekki seljast. nema réttur eigenda þeirra yrði með ein- hverju móti tryggður. Tryggja yrði þeim ákveðna arðgreiðslu, sem ekki væri lægri en vextir af löng- um lánum fyrirtækisins. Annars væri sú hætta fyrir hendi, að stofnendur fyrirtækisins öfluðu sér þannig ódýrra lána til langs tíma. Ef raunvirði fyrirtækisins yxi mjög, gætu þeir haldið gengi bréfanna niðri með lítilii arðgreiðslu en síðan keypt þau fyrir lágt verð, jafnvel undir nafnverði. Það er þetta, sem nauð- synlegt er að korna í veg fyrir. Hlutabref án atkvæðisréttar tíðkast mjög í Bandaríkjunum, og er reynt að gera þau seljanleg með því að setja ýmsa fyrirvara í samþykktir fé- lagsins.l) Ein leiðin, sem farin hefur verið, er sú að veita þessum bréfum óafturkallanlegan atkvæð- isrétt, ef arðgreiðsla fellur niður í nokkurn tíma, t. d. 2—3 ár. Þetta ákvæði veitir stjórnendum fyrir- tækisins talsvert aðhald, en útilokar þó engan veg- inn hugsanlegt misferli. Þá má ætla, að arðgreiðslu- stefna, sem beinlínis miðar að því að halda gengi bréfanna niðri, mundi hafa svo slæm áhrif á álit félagsins út á við, að það yrði til þess að stjórnend- ur þess forðuðust liana. Skylt þessu vandamáli um rétt hlutabréfa án atkvæðisréttar er vandamál minni hluta, sem hefur atkvæðisrétt, sem er í rauninni einskis virði vegna ofríkis meiri hlutans. Með því að láta kjósa stjórn félagsins hlutfallskosningum, mundi venjulega vera unnt fyrir minni hlutann að fá fulltrúa í stjórn- inni.2) En fulltrúi minni hlutans gæti veikt nauð- synlega samstöðu stjórnarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir, að fulltrúi minni hluta mundi ekki geta komið mörgum hagsmunamálum sínum fram, því að meiri hluti stjórnarinnar ræður öllum gerðum hennar. Itéttur minni hlutans yrði því alls ekki 1) Prochnow H. (Ed.): American Financial InsliUitions, New York 1052. 2) Borum O.: Punkter vedrörende minoritetsbeskyttelsen i aktieselskaber, Tímarit lögfræðinga 1058. tryggður með þessu móti. Stundum er sérstaklega tilteknum minni hluta heimilt að velja annan end- urskoðanda félagsins, og hefur sú leið verið farin í hlutafélagalöggjöf sumra Norðurlandaþjóða. Á þennan hátt mundi rninni hlutinn tryggður gegn hugsanlegum misferlum af hálfu meiri hluta, en það kemur ekki í veg fyrir ýmsar löglegar aðgerðir meiri hlutans, sem rýrt gætu hag minni hlutans, þegat yfir lengri tíma væri litið. í mörgum fylkjum Bandaríkjanna tíðkast sér- stakt fyrirkomulag við stjórnarkosningar i hluta- félögum, sem kallað er „cumulative voting", en þar getur hver einstakur hluthafi notað öll atkvæði sín til að kjósa sama manninn, cn þarf ekki að dreifa þeim á marga, og getur þannig aukið möguleika á kosningu hans. Þetta fyrirkomulag er þó yfirleitt talið mjög ófullnægjandi. Þá hefur sú leið verið reynd, að heimila ekki breytingu á samþykktum félagsins, nema hún sé samþykkt af sérstaklega tilteknum meiri hluta eða jafnvel samhljóða. Þessi leið hefur verið valin í ís- lenzku hlutafélagalögunum. Enda þótt hún sé all- víðtæk í lögunum, kemur hún ekki í veg fyrir ýmsar aðgerðir meiri hluta, sem rýrt gætu hag minni hluta, og virðist því ekki fullnægjandi. Til viðbótar fyrrgreindri reglu þarf ákvæði, sem miðar að því að koma í veg fyrir, að meirihluti ákveði ófullnægjandi arðgreiðslur og haldi þannig gengi bréfanna niðri. L sænskum lögum segir, að 1/10 hluti atkvæða geti krafizt þess, að ákveðinn liluti þess hagnaðar, sem til ráðstöfunar er, verði greiddur hluthöfum. Til þess þó að koma í veg fyrir, að minni hlutinn hindri eðlilega viðleitni stjórnenda í þá átt að treysta fjárhag félagsins með því að lialda eftir ágóða í fyrirtækinu, er krafa miuni hlutans takmörkuð við: 1. í mesta lagi 1/5 hluta ráðstöfunarbærs ágóða (þar með talinn arðjöfnunarsjóður, ef til er), 2. í mesta lagi helming ágóða ársins, 3. í mesta lagi 5% af öllum eignum hlutafélagsins. Slík ákvæði tryggja að sjálfsögðu rélt minnihluta, en eru þó þung í vöfum. Loks kemur til greina að taka upp altækt ákvæði í hlutafélagalögin, sem verndar minni hluta gegn hugsanlegu ofríki nieiri hluta. — Eins og áður var bent á, krefjast íslenzku hlutafélagalögin samþykkt- ar allra hluthafanna, ef breyta á ákvæðum félaga- samþykktanna um jafnrétti hluthafa þeirra á milli (31. gr. hlfl.). Þetta ákvæði er þó bundið við breyt- ingar á samþykktum félagsins, en meiri hlutinn FUJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.