Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 13
finnst það enn í dag eiga rétt á sér og mundi hreint ekki henta okkur, ef farið væri að bjóða fiskinn út. Meðan þeir þar syðra setja okkur ekki stólinn fyrir dyrnar með þetta fyrirkomulag, leyfa okkur svo að segja að ráða verðinu sjálfir, held ég við ættum ekki að verða fyrstir til að afnema slík samtök. Komast ekki að fyrir Hálfdáni — Hvernig fara Norðmenn að í þessu efni? — Þeir hafa prófað allar leiðir í þessu og girða fyrir það með margskonar eftirliti og reglum, að fiskkaupmenn ráðist á og eyðileggi hver fyrir öðr- um ineð óeðlilegri samkeppni og undirboðum. — Er íslenzkur fiskur yfirleitt í góðu áliti þar syðra? — Það er ýkjulaust, að hann stendur sig mjög vel í samkeppninni við fisk annars staðar frá, hvað gæði snertir. Það er langt síðan við fórum að merkja allar okkar fiskpakka með orðinu Island, og það eru um allt land menn úr öllum stigum kaupsýslu, frá heildsölum og niður í minnstu smásölur, sem biðja fyrst og fremst um pakka af Islands-fiski. — Hverjir eru helztu keppinautarnir á fiskmark- aðnum þar syðra? — Það eru Norðmenu og Færeyingar, máske fremur Færeyingar síðustu árin. Þeir hafa ágætan fisk upp á að bjóða og sinn eigin mann þar suður frá til að annast söluna, mjög duglegan og liæfan mann. Ilann heitir Jakob Hansen. En hann hefur sagt við mig, að það sé engin leið fyrir þá að ná fótfestu á Ítalíumarkaðnum, Hálfdán Bjarnason sé búinn að leggja hann undir sig og eigi hvert bein í öllum körlunum þar. Þetta sýnir bezt, hvers virði það er að íslendingar liafi eigin umboðsmenn til að ,;já um þessi mál og hversu ágætt starf Hálfdán hefur hefur leyst af hendi strax frá því hann fór þangað fyrst fyrír nærfellt fjörutíu árum. Það er vissulega af fáfræði og undarlegum hugsunarhætti sprottið, að okkur íslendingum þykir sjálfsagt að hampa og hossa útlendingum hátt fyrir hvað eina, en sparka í íslendingana, sem starfa á erlendum vettvangi. Ekki veit ég hvaðan þessi ónáttúra er komin. Lengi lifir frægð íslenzka fisksins — En þér þekkið nú Spánverja bezt, eða er það ekki? — Eg hef verið þar lengur en í nokkru öðru landi við Miðjarðarhafið. Við njótum þess, að þeir sem verzla með fiskinn þar í landí í fl«ag5 eru af- komendur þeirra manna, sem keyptu fisk af okkur alveg frá aldamótum. Þegar við komum inn í skrif- stofur þessara fiskkaupmanna, blasa þar við okkur myndir frá skipum og vinnustöðvum hinna íslenzku viðskiptavina og framleiðenda. Gamlar myndir af Alliance- og Kveldúlfstogurum, frá fiskreitum og verkunarstöðvum, frá verzlun Asgeirs Sigurðssonar og jafnvel frá Pétri Thorsteinsson á Bídudal, því að lengi var nú Bíldudalsfiskurinn frægur. Sums staðar verður maður að leiðrétta hugmvndir, sem afkomendurnir hafa erft frá feðrum sínum og halda enn í sömu skoðun, vilja fyrir hvern mun fá fisk frá einhverjum tilteknum stað hér á landi, þaðan sem einhver bezti fiskurinn kom fyrir allt að hálfri öld en lagzt hefur niður síðan. Svona getur frægð mikillar gæðavöru lifað lengi, eins og bragðið gangi frá einni kynslóð til annarrar. En það er nú orðið alkunna þar syðra, að fiskmatið okkar tryggir, að þeir fá góðan fisk hvaðan sem er af íslandi. Það er í góðra manna höndum, og ég vil ekki láta undir höfuð leggjast að taka fram, að Bergsteinn Bcrg- steinsson fiskmatsstjóri gerir sér allt far um að kanna allt ofan i kjölinn. Ilann hefur oft komið til Spánar og við farið saman til kaupenda til að kanna óskir þeirra, og þeri hafa ekki haft upp á neitt að klaga hvað íslenzka fiskinn snertir, því að við höfum leitazt við að útvega þeim fiskinn eins og þeir vilja hafa hann, hvítan, hreinlegan, vænan og kjötmikinn. Við þekkjum öll máltækið að það sé óþarfi að fara með „kol til Newcastle“, eða „gefa bakarabarni brauð“. Bezta auglýsing, sem við höfum um saltfiskinn okkar á Spáni, er spanskt máltæki, sem segir, að það sé „óþarfi að fara með baccalá til lslands“. ★ ,.Þa3 qefur varla verið, aS við hötum veriS skapaSir til aS standa í þessum þrældómi." FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.