Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 15
áttunni. Þessi maður er Robert F. Kennedy, dóms- málaráðherra. Á því leikur enginn vafi að sterkasta framboð demókrata í nóvember 1964 yrði Lyndon Johnson — Robert Kennedy. Robert Kennedy er aðeins 38 ára að aldri, en hefur þegar getið sér mjög gott orð í bandariskum stjórnmálum. Hann stjórnaði kosningabaráttu bróð- ur síns af mikilli einbeittni og hörku og eftir sigur þeirra í nóvember 1960 varð hann dómsmálaráð- herra og að auki hægri hönd forsetans í öllum meiri háttar málum, innan lands sem utan. Hann var á þessum árum talinn annar valdamesti mað- ur landsins. Hann hefur reynzt mjög stjórnsamur ráðlierra og honum hefur orðið afar vel ágengt í baráttu sinni gegn skipulögðum glæpahringum í Bandaríkjunum, gegn ofvexti auðhringa og síðan en ekki sízt hefur hann borið hitann og þungann, ásamt bróður sínum þessi þrjú ár, af baráttunni gegn misrétti við blökkumenn. Hann verður því vissulega ekki sakaður urn hæfileikaskort né það að vegur hans hafi hingað til eingöngu verið að þakka hinum látna forseta. Með Robert Kennedy sem varaforsetaefni mundi Ijóminn af Kennedy-nafninu leika um framboðs- lista demókrata og vafalaust verða honum til mikils framdráttar. Þeir erfiðleikar munu hins vegar á slíku frani- boði, að hingað til hefur þeim ekki komið sérlega vel saman Robert Kennedy og hinum nýja for- seta. Stafar það fyrst og fremst frá kosningabar- áttunni 1960, er Johnson lét ýmis miður vinsam- leg orð falla um John F. Kennedy og virðist dóms- málaráðherrann hafa átt erfitt með að fyrirgefa þau. A. m. k. gætti þess í vaxandi mæli i bandarísk- um blöðum síðustu vikurnar fyrir lát Kennedys, að Robert bróðir hans væri því mjög hlynntur að Johnson yrði ekki varaforsetaefni á ný i kosning- unum 1964, En það mun væntanlega koma í ljós fljótlega á næsta ári hvernig samkomulagið verður milli dómsmálaráðherrans og hins nýja forseta. Verði það ekki sem skyldi, má búast við því að Robert Kennedy segi af sér og leiti sér pólitísks frama á öðrum vettvangi, t. d. sem ríkisstjóri í Massachussett. Forsetaefni repúblikana Aður en Kennedy lézt var fullvíst talið að Barry Goldwater, öldungadeildarmaður yrði forsetaefni repúblikana. Nú má telja það í hæsta máta ólík- legt. Styrkur Goldwaters byggðist aðallega á fylgi hans í Suður- og Suðvesturríkjunum. Þegar Suður- ríkjamaður er setztur að í Hvíta húsinu kemur þetta repúblikönum ekki eins að haldi, en hins vegar aukast líkurnar fyrir mann sem möguleika hefur á að afla flokknum víðtæks fylgis í stórborg- unum í norðri. Tveir menn koma þar aðallega til greina: Nelson Rockefeller, sem þegar hefur hafið kosningabaráttu sína og Richard M. Nixon sem féll naumlega fyrir Kennedy 1960. Mér þykir líklegast að niðurstaðan verði sú, að Nixon verði aftur í kjöri fyrir repúblikana. Sú skoðun byggist í fyrsta lagi á þeirri staðreynd, að Nixon hefur sýnt hæfni sína til þess að afla sér atkvæða, hann fékk aðeins 100.000 atkvæðum færra en Kennedy 1960. í öðru lagi byggist þessi skoðun á því að repúblikanar telji sér nauðsynlegt, eftir þann sviplega atburð sem varð, er Kennedy var myrtur, að tefla fram reyndum leiðtoga, sem kemur fram af ábyrgðartilfinningu og er fær um að sam- eina þjóðina að baki sér eftir svo hryggilegan við- burð. Atta ára starf sem varaforseti Bandaríkjanna gerir Richard Nixon að einum reyndasta leiðtoga, sem Bandaríkjamenn eiga á að skipa í dag. Á þeim tímum sem við nú lifum á hafa bæði Bandaríkja- menn og allar frjálsar þjóðir þörf fyrir slíka menn í Hvíta húsinu í Washington. Á sama hátt og Robert Kennedy gæti orðið Johnson mikill styrkur í Norðurríkjusum má og segja að hagkvæmast mundi verða fyrir repúblikana að tefla fram listanum Nixon — Goldwater og mundi þá Goldwater ætlað það hlutverk að afla listanum fylgis í Suðurríkjunum. Á þessu stigi málsins eru þessar hugleiðingar að sjálfsögðu lítið meira en vangaveltur. En fljótlega upp úr áramótum mun hin nýja staða í bandarískr um stjórnmálum fara að skýrast og ef að Iíkum Jætur verða þing flokkanna háð á miðju næsta sumri, þar sem lokaákvarðanir verða teknar. S. G. ★ Ef ung stúlka vill vera í friði fyrir karlmönnum hef ég aðeins eitt ráð að gefa henni: ganga í ullar- sokkum. (Walter Winchell) ★ Allar konur verða eins og mæður þeirra. Það er þeirra tragedía. Enginn maður verður það. Það er ha,n$ tragedía, (Oscar Wilde) FUJ.ÍLS VEHZLTTN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.