Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 9
Rætt við Þórð Albertsson, umboðsmann á Spáni fyrir Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda „Óþarli aö fara með baccalá lil íslands” Þeir eru ótrúlega fáir Islendingar, er kynnzt hafa til hlítar löndum og þjóðum við Miðjarðarhaf, einn þeirra fáu, er þar hafa verið langdvölum er Þórður Albertsson umboðsmaður Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda. Hann hefur nú í nærri þrjátíu ár búið og starfað þar syðra, lengur cða skemur í flestum löndunum allt að botni Miðjarð- arhafsins, en lengst þó á Spáni, og síðustu fimmtán árin þar óslitið. Hingað heim hefur hann eigin- lega aðeins komið sem gestur frá því hann hélt fyrst í suðurveg fyrir hálfum fjórða áratug, og þegar hann kom heim nú á jólaföstu, hitti frétta- maður Frjálsrar verzlunar hann að máli að Hótel Borg og spurði hann undan og ofan af starfi hans í suðurlöndum, einkum um sölu á íslenzkum salt- fiski til Miðjarðarhafslanda. — í hvaða til gangi fóruð þér fyrst þangað suður? — Það var árið 1928, að ég lagði leið mína til Miðjarðarhafslandanna, fyrst til Spánar og síðan til ítal íu og dvaldist í þessum löndum og starfaði að íiskverzlun, þessi árin fyrir Kveldúlf, fram til 1932, að Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda var stofnað, síðan hef ég unnið hjá þeim. Tveim áruni á undan mér fór Hálfdán Bjarnason þangað suður í þessum erindagjörðum og hefur liaft mest- an veg og vanda af íslenzkri fiskverzlun á Ítalíu síðan 1926. Fyrst var hann sendur af Kveldúlfi, sem þá var stærsti útflytjandi á fiski héðan, til að gæta íslenzkra hagsmuna á fiskmarkaðnum í Ítalíu, þar sem útlendingar reyndu að halda niðri verðinu á íslenzkum fiski og komu fram með sifelldar skaða- bótakröfur, því að þarlendir kaupmenn hugsuðu varla um annað en sinn eigin hag. Hálfdáni tókst ágætlega frá byrjun að leysa verk sitt af hendi, komst fyrst í samband við ítalskan innflytjanda nokkurn, og skiptu þeir þannig með sér verkum, að Hálfdán sá um útvegun fisksins héðan en ítal- inn um sölu á honum þar í landi. Má kannski orða það svo ,að sá ítalski hafi verið innanríkisráðherra en Hálfdán utanríkisráðherra á þessu sviði. Þess- um málum var vel borgið í höndum Hálfdáns, sem er duglegur og heiðarlegur maður. Eftir að ég hafði fyrst verið starfandi fyrir Kveldúlf í Barcelona á Spáui, liélt ég til Genova á Ítalíu, þar sem Hálfdán hefur alla tíð haft aðsetur, og starfaði þar um hríð á skrifstofu hans og hins ítalska samstarfs- manns hans, svo að ég kynntist mætavel starfi þeirra og gat betur um það borið en margir aðrir, hve ágætt starf Ilálfdán hefur leyst af hendi fyrir lsland en oftlega af öfundarmönnum verið rægður og hafður fyrir rangri sök. Eftir hina fyrstu veru mína í Ítalíu fór ég til Grikklands og var þar um- boðsmaður Sölúsambandsins um hríð, þá aftur nokkur ár umboðsmaður með Hálfdáni í Italíu og eitt ár var ég í Egyptalandi, en síðustu fimmtán árin umboðsmaður á Spáni. Hví íara ekki ungir menn héðan að selja afurðir okkar erlendis? — Voru ekki aðrir íslendingar þar syðra á þess- um árum, starfandi að íslenzkri fisksölu? — Þótt ótrúlegt megi virðast, hafa engir aðrir en við Hálfdán haft þar búsetu öll þessi ár sem umboðsmenn frá íslandi á fiskmarkaðnum. Og þcg- ar ég lít um öxl til þessara ára, þegar afkoma ís- lcndinga virtist vera svo mikið komin undir sölu á íslenzkum saltfiski til Suðurlanda, furða ég mig á því, að við skulum ekki hafa sent unga menn út af örkinni, styrkt þá til náms í þessum löndum til að takast svo á hendur störf að fisksölumálum þar syðra, alveg eins og t. d. Norðmenn hafa gert. Það virðist nú hafa legið svo bcint við að velja unga rnenn, sem lokið hafa námi í verzlunarskól- anum hér, til að leggja leið sína suður að Miðjarð- F n J Á L S V E K Z L U N 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.