Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 6
laun úr ríkissjóði íslands. Þetta ákvæði um ráðu- nauta var notað tvisvar sinnum: Árið 1934 var Vil- hjálmur Finsen, ritstjóri í Osló, skipaður ráðunaut- ur víð danska sendiráðið í Osló og gegndi hann því starfi þar til hann varð að yfirgefa Noreg er Þjóð- verjar hertóku hann, og árið 1935 varð dr. Helgi P. Briem skipaður ráðunautur við sendiráð Dana í Madrid, en frá Spáni varð hann að víkja árið eftir, þegar borgarastyrjöldin hófst þar. Árði 1937 var dr. Helgi gerður að ráðunaut við danska sendi- ráðið í Berlín og þar var hann þangað til heims- styrjöldin hófst tveimur árum síðar. Nokkrum árum áður en tekið var að skipa þessa ráðunauta eða nánar tiltekið árið 1925 var skipað- ur sérstakur erindreki eða fiskifnlltrúi fyrir Spán og Ítalíu. Skipun þessa manns var sérstaks eðlis og kom ekki undir neitt ákvæði sambandslaganna. Hann var þó stjórnarerindreki og sýnir þetta dæmi, að Danir létu slíka skipun afskiptalausa þrátt fyrir ákvæði sambandslaganna. Erindrekinn var alger- lega íslenzkur starfsmaður og starfaði ekki á neinn hát.t á vegum dönsku utanríkisþjónustunnar. Sá sem fyrst var skipaður í þetta starf var Gunnar Egilsson þáverandi forstjóri Brunabótafélags ís- lands .Þegar hann andaðist 1927 tók Helgi Guð- mundsson, síðar bankastjóri, við starfinu, og síðan tók dr. Helgi P. Briem við þessu starfi frá 1932. Hann var svo gerður að ráðunaut við danska sendi- ráðið í Madrid 1935, eins og ég sagði áðan. Þessi breyting á stöðu lians mun hafa verið gerð til þess að stvrkja aðstöðu hans í sambandi við störf hans. Aðalstörf fiskifulltrúa voru að kvnna sér og fylgj- ast með fiskimarkaðsmálum í Miðjarðarhafslönd- unum og greiða fyrir sölu íslenzks fisks þar. Fisk- fulltrúi starfaði að nokkru leyti i samvinnu við dönsku sendiráðin í Madrid og Róm, þótt hann væri ekki háður þeim eins og fyrr er sagt. Ég gat þess áðan að ríkisstjórn íslands hefði verið heimilt að senda úr landi sendimenn á sinn kostnað, til þess að semja um sérstök íslenzk mál- efni. Þessi heimild var mjög mikið notuð í sam- bandi við tollamál og viðskiptamál. T. d. var Sveinn Björnsson, fljótt eftir að hann var orðinn sendiherra í Kaupmannahöfn árið 1920, sendur til sérstakra samninga til Noregs, Svíþjóðar, Spánar og fleiri landa; sömuleiðis mætti hann á alþjóðaráð- stefnum; má um þetta Iesa í endurminningum hans, en þar eru bæði fróðlegar og skemmtilegar frásagnir af þessum erindisrekstri hans. Síðar voru fulltrú- ar sendir bæði til Bretlands og Þýzkalands svo til Sambandslaganefndin ó fundi sumarið 1918. Nefndarmenn sitjandi, frá vinstri: I. C. Christensen, Einar Amórsson, Jóhannes Jó- hannesson, Þorsteinn M. Jonsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, C. Hage, Arup og Borgbjerg. Nefndarritarar standandi, frá vinstri: Þor* steinn Þorsteinsspn og Gísli ísieifsson (fyrir Island), Funder 09 Magnús Jónsson (fyrir Danmörku) FRJÁILS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.