Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 4
Stjórnarráð Islands og líkneski aí Hannesi Hafstein, fyrsta íslenzka ráðherranum
andi fyrir íslendinga. Til þeirra var oft stofnað til
þess að ganga frá málefni, er sérstaklega snerti hags-
muni þeirra tveggja ríkja, sem um var að ræða, en
það varð einnig svo í framkvæmd hjá Dönum, að
ef þeir gerðu tvíhliða samning við annað ríki létu
þeir íslendinga vita um slíkt ef þeir kynnu að vilja
ganga, um leið eða síðar, frá sams konar samningi.
Sem. dæmi má nefna ef Danir gengu frá samningi
við eitthvert nágrannaríki um að forðast tvískött-
un. Ef íslendingar áttu líka hagsmuna að gæta í
þessu ríki út af skattamálum var oft gengið frá
hliðstæðum samningi fyrir ísland um leið eða
skömmu síðar. Hér var ekki um sameiginlega samn-
inga að ræða fyrir ísland og Danmörku annarsveg-
ar og samningaríkið hinsvegar heldur var það föst
regla að gerður var sérsamningur fyrir ísland, eins
og lika sjálfsagt var, en þetta sýndi þriðja ríki
skýj't og greinilega fullveldi íslands og algert sjálf-
stæði þess í utanríkismálum gagnvart Danmörku
og öðrum ríkjum. Þegar Danir komu þannig fram
fyrir Islands hönd var það föst regla, hvort sem
það var utanríkisráðherrann danski eða sendiherra
eða annar fulltrúi fyrir hans hönd, að orðin „Fyrir
ísland“ voru sett fyrir ofan undirskriftina. Það
mun aðeins einu sinni hafa komið fyrir á þessu
tímabili, að íslendingar skrifuðu undir milliríkja-
samning og voru það norrænu gerðardómssamn-
ingarnir, sem undirskrifaðir voru á Þingvöllum á
Alþingishátíðinni 1930, og kostaði það mikla fyrir-
höfn að fá Dani til að fallast á að svo yrði gcrt.
Trúnaðarmaður í danska utanríkisráðuneytinu
Til þess að tryggja, að samstarfið á sviði utan-
ríkismála gæti orðið sem bezt og hagsmuna Is-
lands gætt á forsvaranlegan hátt, voru sett nokkur
frekari ákvæði í 7. grein sambandslaganna, og skal
4
FRJÁLS VERZLUN