Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 22
Hér á landi er algengast, að almenningur leggi sparifé sitt inn á almennar sparisjóðsbækur, og hef- ur það þann kost frá sjónarmiði sparandans, að féð er tryggilega geymt, a. m. k. hvað varðar þjófn- aðar- og rekstursáhættu, arðgjöf þess er nokkur og litlar hömlur á fyrirvaralausri ráðstöfun þess. Þessi sparnaðaraðferð hefur þó haft þann ókost hériendis um margra ára skeið, að skilyrðinu um arðgjöf hefur í rauninni aldrei verið fullnægt nema að nafninu til. Hin margumrædda verðbólga hefur valdið því, að kaupmáttur höfuðstólsins hefur rýrn- að mjög og vextir hafa lengst af verið lægri en svo, að þeir nægðu til þess að vega upp þessa rýrn- un. Raunverulegir sparifjárvextir hafa því verið negatívir mestan hluta síðustu tveggja áratuga, og má furðulegt teljast, að sparifé skuli hafa aukizt svo mikið sem raun ber vitni. Samfara þessari óhagstæðu verðlagsþróun hefur tilhneigingin til að spara með öðru móti vaxið mjög. Maður, sem hegðar sér á skynsamlegan hátt, hlýtur að krefjast þess, að höfuðstóll sparifjár hans ekki aðeins haldi óbreyttu verðmæti, hcldur fremur aukist að verð- mæti. Þetta hefur því orðið til þess, að menn hafa leitazt við að festa sparnað sinn í hlutaverðmæt- um, cinkum fasteignum. Þessi þróun mála hefur einnig bitnað á verð- bréíamarkaðinum, svo sem áður hefur verið bent á, og er hún tvímælalaust meginorsök þess, að slíkur markaður er nánast ekki til hér á landi. Þau litlu verðbréfakaup, sem eiga sér stað milli manna, eru oftast hrein góðgerðarstarfsemi, sem ekkert á skylt við ráðstöfun sparifjár með arðsemissjónar- mið í huga. Þeir, sem leggja sparifé sitt inn á almennar spai'i- sjóðsbækur, eiga fulla heimtingu á því, að rýrnun kaupmáttar höfuðstólsins sé bætt þeim upp með nægilega háum vöxtum eða einhvers konar vísitölu- tryggingu, en erfitt mundi vera að koma henni við, þar sem féð væri alveg óbundið, þ. e. a. s. út- tektarbært fyrirvaralaust. Vísitölubinding er raun- hæfari, þegar um skuldabréf er að ræða, þar sem um ákveðinn lánstíma er að ræða. Verður nánar rætt um hana síðar. Víðast erlendis eru vextir af óbundnum spari- fjárinnstæðum mjög lágir, enda leitar fólk þá ann- arra leiða til þess að ávaxta sparifé sitt. Verðbréfa- vextir eru hins vegar alltaf nokkru hærri en spari- fjárvextir, enda er alltaf nokkur áhætta fólgin í verðbréfaeign. Ef verðlag er stöðugt, eða því sem næst, mundi vera langheppilegast fyrir menn að festa sparnað sinn í verðbréfum. Hér verður þó því skilyrði að vera fullnægt, að auðvelt sé að selja bréfið ef nauðsyn krefur, og þarf þá verðbréfa- markaður að vera sæmilega fullkominn. Frá sjónar- miði handhafa skuldabréfsins þarf fjármagnið því ekki að vera bundið til jafnlangs tíma og lánið, ef hann getur selt það hvenær sem er. Að öllu jöfnu eiga skuldabréf til langs tíma að gefa af sér hærri vexti en bréf til skamms tíma. Þess vegna getur hver einstakur sparandi að meira eða minna leyti ákveðið sjálfur, hve háa vexti hann vill fá af sparifé sínu, en hafa verður þó í huga, að venjulega er áhætta því meiri, sem lánið er til lengri tíma. Áhætta af eign skuldabréfa er einkum fólgin í tvennu: Annars vegar er hætta á, að skuldunautar geti ekki staðið í skilum með greiðslur vaxta eða afljorgana, en hins vegar er hætta á, að verðgildi peninga minnki svo að kaupmáttur höfuðstóls bréfs- ins rýrni. — Kaupandi skuldabréfs verður því að fá hæfilega greiðslu, sem eins konar áhættuþóknun. Vextir þeir, sem greiddir eru af bréfinu ,eru fyrst og fremst greiðsla fyrir afnotaréttinn af fjármagn- inu, en um leið má ætla, að í þeim sé fólgin þessi þóknun. En venjulega eru lánin veitt til svo langs tíma, að bæði þessi atriði geta brevtzt áður en Iánstíminn er á enda. Þess vegna er mjög algengt, að skuldabréf gangi manna á milli fyrir annað verð en nafnverð. Þá hafa breytingar á markaðsvöxtum einnig áhrif á gengi bréfanna, því að nafnvextir þeirra eru fastir. Kaup hlutabréfa eru að ýmsu leyti fýsileg, bæði á verðbólgutímum og við stöðugt verðlag. í fyrra tilvikinu hækka eignir hlutafélagsins venjulega með verðbólgunni og gengi hlutabréfsins um leið. En til þess að arðgjöf hlutabréfsins og sölumöguleikar þess minnki ekki um of, verður hlutafélagið annað hvort að gefa út jöfnunarhlutabréf ('fríhlutabréf’), eftir því sem verðbólgan hækkar verðmæti eigna þess, eða greiða sífellt hærri hundraðshluta af nafn- verði hlutafjár í arð. Um þessar leiðir er nánar rætt síðar, cinkum með tilliti til skattalaganna. Eign hlutabréfa er alltaf bundin nokkurri áhættu, hlutafélagið getur ekki aðeins orðið gjaldþrota, held- ur er gengi bréfanna oft óstöðugt og ýmsum atriðum háð, s. s. samkeppnisaðstöðu félagsins, markaðs- horfum, útlitinu í efnahagsmálum eða m. ö. o. öllu, sem skiptir máli fyrir hugmyndir manna um fram- tíðararðgjöf bréfanna. Arðgjöf hlutabréfa er heldur ekki eins örugg og skuldabréfa, því að sá mögu- 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.