Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 10
arhafi til að læra í fyrsta lagi tungumálin, kynnast landshögum og aðstæðum þar og komast í kunn- ingsskap við þá, sem kaupa eiga fiskinn af okkur. Þar þýðir ekkert annað en vera öllum hnútum kunnugur svo hægt sé að fyrirbyggja, að snúið sé á okkur í þeim viðskiptum, því ég gæti trúað að þarlendir verzlunarmenn séu harðskeyttari en víða annars staðar og það þarf að þekkja þá til að geta staðizt þeim snúning, annars snúa þeir umsvifa- laust á okkur, það þýðir ekki að loka augunum fyrir því ,að þeir eru engin lömb að leika við. IJað hlýlur að þykja mjög undarlegt, þegar tímar líða, að ungir menn verzlunarmenntaðir hér heima skuli öll þessi ár hafa langflestir snúið sér að verzlun hér heima, innflutningi eða smásölu, í stað þess að ein- liverjir hefðu nú átt að velja sér ævistarf á þessum vettvangi, að selja afurðir okkar úti í hinum stóra heimi. Keppinautar okkar, Norðmenn, hafa sent og styrkt unga menn til allra þessara markaðslanda og eiga orðið fjölda marga hæfa umboðsmenn og fiskkaupmenn í öllum helztu borgum. Og það er meira að segja svo, að við höfum orðið að leita á þeirra náðir vegna skorts á íslenzkum viðskipta- mönnum í þessum löndum. En það segir sig sjálft, að við getum ekki alltaf treyst erlendum umboðs- mönnum, sem við neyðumst til að leita til, það er ekki eðlilegt, að þeir starfi með jafngóðu hugar- fari og ef þeir væru íslenzkir. Fæstir þeirra hafa nokkra ást á íslandi og hugsa því um það fyrst og fremst að skara eld að sinni köku. En ég vil ítreka það, sem ég sagði áðan um Hálfdán Bjarna- son, sem varð fyrstur íslendinga til að nema lönd þar syðra á þessu sviði, mér er fullkunnugt um, hve ágætt verk hann hefur unnið þar í þágu ís- lands, og má það furðulegt heita, að margir hér heima hafa látið sér sæma að vanþakka flest sem hann hefur gert og rægja hann og leggja allt út á verri veg, sem hann aðhefst. Ég vona að komi sá tími, að honum verði fullur sómi sýndur af þeim hér heima, sem skylt er að meta verk hans sem vert er. Babb í bátinn — Þér minntuzt á J)að áðan að þér voruð fyrir mörgum árum umboðsmaður einnig í Grikklandi og Egyptalandi. Hvernig gengur með sölu þangað nú seinni árin? — Ég fór til Grikklands fyrst 1932, en áður höfðum við ekki selt fisk þangað milliliðalaust. Ilinsvegar höfðu grískir fiskkaupinenn í Marseille Bátar á Spánarströnd (í Suður-Frakklandi) keypt nokkurt magn af ís- lenzkum fiski handa heimalandi sínu. Þegar við komumst á snoðír um þetta, var ég sendur þangað austur til að koma á beinu sambandi, og það tókst ágætlega, síðan hafa Grikkir keypt stóra farma af íslenzkum fiski og líkað ágætlega við okkar vöru. Árið 193ö var ég sendur til Egyptalands og var þar vetrarlangt. Egyptar höfðu keypt íslenzkan fisk af grískum kaupmönnum. En það er nokkrum elfiðleikum bundið að eiga viðskipti af þessu tagi við Egypta. Þeir éta mest af fiski á sinni föstu (sem nefnist Ramaten á þeirra máli), en hún er á mjög breytilegum tíma frá ári til árs, er stundum á hásumri, þegar erfiðast er fyrir okkur að koma fiski alla leið þangað á þeim árstíma. Þar er ekki um annað að ræða en geyma fiskinn í i'rysti- húsum vegna hitans, og Jiví hentar Egyptuin bezt að fá fisk frá Grikklandi, hafa Pyreus fyrir afskip- unarhöfn, vegna vegalcngdarinnar. En báðar þess- ar Jijóðir keyptu sem sagt af okkur mikið magn af fiski í nokkur ár. En nokkru fyrir stríð kom babb í bátinn. Grikkir höfðu áður keypt fisk aðallcga af Frökkum. En eftir að þeir kynntust okkar vöru vildu þeir ekki sjá franska fiskinn. Frakkar höfðu keypt feikilega mikið af vörum frá Grikklandi (grísk vín o. fl.), okkur aftur á móti hentaði ekki að kaupa þaðan nægilega mikið af vörum, sem náði þeirri upphæð, er fisksala okkar þangað nam. Helzt keyptum við þaðan rúsínur og sveskj- ur, nokkuð af tóbaki, þeir frainleiða t. d. Jiessar frægu sígarettur Papastratos. En Grikkir heimtuðu, að við keyptum meira af þeim, þar eð Frakkar voru orðnir æfir út af því, að við værum að hrifsa af Jieim fiskmarkaðinn til Grikklands. Þetta var orðið alvarlegt mál í milliríkjaviðskiptum Frakk- 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.