Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 14
AF ERLENDUM VETTVANGI Ný viðhorf í bandarískum stjórnmálum Með hinu sviplega fráfalli John F. Kennedy, for- seta Bandarikjanna, skapast algjörlega ný viðhorf í bandarískum stjörnmálum. Spurningarnar, sem nú knýja á eru: Hver verður forsetaefni demókrata? Hver verður forsetaefni repúblikana? Hver verður varaforsetaefni demókrata? Forsetaefni demókrata Lyndon B. Johnson, hinn nýi forseti Bandaríkj- anna sóttist hart eftir forsetaútnefningu demókrata árið 1960, en beið ósigur fyrir Kennedy. Nú þegar Johnson er tekinn við völdum í Hvíta húsinu, sýn- ist ekkert eðlilegra en hann fái auðveldlega þá veg- semd, sem honum hlotnaðist ekki fyrir þremur ár- um. Fráfarandi forseti hefur jafnan nokkuð forskot í kosningabaráttunni og jafn æfður stjórnmálamað- ur og Lyndon Johnson neytir vafalaust þeirrar að- stöðu til liins ýtrasta. Nokkuð hefur verið rætt um það og ritað, að bróðir hins látna forseta, Robert Francis Kennedy, muni freista þess að halda áfram störfum bróður síns með því að leita eftir forseta- útnefningunni. Það mundi hins vegar leiða til mik- illar óeiningar í demókrataflokknum og minnka líkurnar fyrir sigri hans í næstu kosningum og af þeim sökum er án efa óhætt að afskrifa þann mögu- leika. Verði Lyndon B. Johnson ekki á meiri háttar axarsköft í störfum sínum á næsta ári má því telja næsta öruggt, að hann verði í framboði fyrir demó- krata að ári. Johnson er fyrsti Suðurríkjamaður, sem sezt í forsetastól í meira en heila öld. Hans bíður það erfiða verkefni að halda fvlgi sínu í Suðurríkjunum, sem þegar er valt fyrir vegna af- stöðu hans til kynþáttamálanna, og eyða jafnframt hefðbundinni tortryggni Norðurríkjamanna í garð þeirra, sem sunnan að koma. Hvort honum tekst það mun byggjast að miklu leyti á framkomu hans á næsta ári. Til þess að ná kjöri þarf hann að tryggja sér stuðning stórborganna í norðurhluta Bandaríkjanna og það er vissulega ekki auðvelt verkefni. V ar af orsetaefni í þeirri viðleitni mun það skipta Johnson miklu máli hver verður varaforsetaefni demókrata. Það virðist gefa auga leið að það muni verða maður úr Norður- eða Austurríkjunuin. Það þarf einnig að vera frambjóðandi, sem hinn frjálslyndari armur demókrataflokksins getur sætt sig við, en sá hluti flokksins studdi Kennedy mjög dyggilega. Johnson getur hins vegar ekki búizt við óskoruðu fylgi hans. Einn rnaður sameinar þá kosti að vera bæði úr réttum landshluta, njóta trausts hinna frjálslyndu í flokknum og vera þar að auki Kennedy, sem vafalaust mun hafa mikið að segja í kosningabar- 14 FRJÁLS VEBZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.