Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Side 26

Frjáls verslun - 01.12.1963, Side 26
yrðum bundin. í fyrsta lagi má ekki gefa út jöfn- unarhlutabréf, sem byggð eru á skattfrjálsum vara- sjóðum. Nú er stærð þessara skattfrjálsu varasjóða, miðað við upphaflegt hlutafé, mjög mismunandi eftir því, hvaða fyrirtæki á í hlut, og háð því, hve lengi það hefur starfað, hvernig rekstursafkoma þess liefur verið undanfarin ár o. s. frv. Hér njóta þau fyrirtæki, sem litla eða enga slíka varasjóði eiga, augljósra forréttinda fram vfir hin. Ef gang- verð hlutabréfa á frjálsum markaði mundi ákvarð- ast af nettó eign félaganna, sést að gengi hluta- bréfa þess félags ,sem á digra varasjóði, hlýtur að vera Iiærra en hins, sem á litlu meiri nettóeign on sem nemur innborguðu hlutafé. Ef arðgreiðsla beggja félaganna væri 10% af nafnverði hlutafjár. fengju eigendur dýrari bréfanna lægri vexti af fjár- magni sínu en hinir. Iíugmyndin að baki þessu ákvæði skattalaganna er að sjálfsögðu sú, að koma í veg fyrir, að hlutafélag úthluti raunverulegum ágóða án skattlagningar í formi jöfnunarhluta- bréfa. Erfitt getur því verið að andmæla nauðsyn þessa banns, en ef gera á þátttöku í hlutafélagi fýsilega, verður að heimila félaginu að greiða við- unandi arð án tvísköttunar. Það virðist ekki unnt með öðru móti en því, að frádráttarbær arðgreiðsla sé hækkuð. Ennfremur verða eignir þær, sem útgáfa jöfn- unarhlutabréfanna er byggð á, að hafa verið í cigu félagsins í a. m. k. þrjú ár. Þetta ákvæði er sett í samræmi við annað ákvæði, þar sem ákveðið er, að ágóði af sölu lausafjármuna skuli skattfrjáls, ef eignin hefur vcrið lcngur en þrjú ár í eigu skatt- greiðanda. Hér er aftur verið að koma í veg fyrir ágóðaúthlutun, sem annars yrði skattlögð. Þrjú ár virðist nokkuð langur tími, einkum ef verðbólgu- þróun er ör, en mikill lilnti vcrðhækkunarhagnað- arins getur verið algerlega „fiktivur“ og væri því algerlega óréttmætt að skattleggja hann. Síðasti varnaglinn tckur af allan vafa um, hvert verið er að fara mcð því að heimila skattfrjálsa útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Þar segir, að samanlagt. nafnverð jöfnunarhlutabréfanna megi ekki vera hærra en svarar til almennrar verðhækkunar frá stofnun félags, miðað við upphaflegt hlutafé. Til- gangurinn er því alls ekki að heimila hlutafélögum að greiða út á þennan hátt samansafnaðan arð, sem haldið hefur verið eftir í félaginu, heldur miklu fremur að gefa þeim kost á að taka hinn „fiktiva“ verðhækkunarágóða úr félaginu. Þetta er að sjálf- sögðu stórt skref í þá átt að viðurkenna óréttmæti skattlagningar verðhækkunartekna, en á meðan nánari ákvæði hafa ekki verið sett í reglugerð um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, eins og lögin gera ráð fyrir, er of snemmt að fullyrða nokkuð um gagn- semi þessa ákvæðis. Til dæmis kemur fram í lög- unum, að útgáfa bréfanna verður að byggjast á „raunverulegum verðmætum í sjóðum“, en nánari skýringar vantar um, hvort duldir varasjóðir skuli teljast til raunverulegra vcrðmæta. Það er einmitt í þeim, sem mikill hluti verðhækkunarágóðans felsl, en verði ekki heimilt að hækka mat eigna til sam- ræmis við orðnar verðhækkanir, virðist ákvæði þetta ekki mundu geta komið að miklu gagni. Þó ber að geta þess, að í 22. gr. laganna, H-lið, eru ákvæði, sem heimila atvinnufyrirtækjum á árun- um 1962—’63 að láta áætla endurkaupsverð fasta- fjármuna sinna og breyta bókfærðu verði á eign- um samkvæmt því. Þetta þýðir nánast, að duldir varasjóðir eru leystir upp og mundi þá fást grund- völlur fyrir útgáfu jöfnunarhlutabréfa á þeim verð- mætum. En á meðan verðlagsþróun er ennþá eins og hún hefur verið undanfarin ár, virðist nauðsyn- legt að heimila þetta endurmat aftur og reyndar ætti að leyfa það árlega. Á meðan svo er ekki, myndast óhjákvæmilega duldir varasjóðir, sem fé- lagið mætti ekki byggja útgáfu jöfnunarhluta- bréfa á. 2. Þá er ákvæði í 7. gr. E-Iið þess efnis, að ágóði af sölu lausafjármunar skuli skattskyldur, ef hann hefur verið í eign skattgreiðanda skemur en þrjú ár. Hér hefur þetta ákvæði einkum þýðingu vegna þess, að undir það falla verðhækkunartekjur af sölu verðbréfa. Á því er enginn vafi, að þetta er alltof langur tími til þess að hvetja menn beinlínis til verðbréfakaupa. Gera má ráð fyrir, að kaup á verðbréfum, og þó einkum hlutabréfum, séu alltaf byggð á von um raunverulegan verðhækkunarhagn- að, þ. e. að raunvirði bréfanna aukist. Nú eru þrjú ár hins vegar svo langur tími, að mjög erfitt getur verið að sjá fyrir, hvert raunvirði hlutabréfa verð- ur að þeim tíma liðnum, og mundi sú óvissa geta orðið þess valdandi, að menn leiddu hjá sér hluta- bréfakaup. Ef tekin verður upp kaupþingsskráning hlutabréfa, virðist augljóst, að nauðsynlegt sé að breyta þeirri reglu, að söluhagnaðurinn sé því að- eins skattfrjáls, að bréfið hafi verið í eigu skatt- greiðanda lengur cn þrjú ár. í Bandaríkjunum hefur verið farin sú leið, að leggja sérstakan verðhækkunartekjuskatt (Capital gain tax), og nemur hann hæst 25% af söluhagn- 26 FRjAÞS VERZIyUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.