Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 25
margvíslegum skakkaföllum á þessu tímabili, þann- ig að vísitöluálagið á bréfunum hefur ekki náð að bæta rýrnun kaupmáttarins. Með því að taka upp vísitölutryggingu, sem næði bæði til vaxta og endurgreiðslu, mætti vafalaust vekja trú manna aftur á þessum sparnaðarhætti. Þó verður útreikningur vísitölunnar að fara fram með öðrum hætti en hingað til. Og verði gerðar breytingar á sjálfum reikningsgrundvelli hennar, ætt.i lánið að sjálfsögðu að verða uppsegjanlegt af hálfu lánveitanda, þar sem forsendur lánveitingar- innar mundu þá breytast. Helzt yrði reiknings- grundvöllur vísitölunnar að vera ákveðinn í sjálfum lánssamningnum til þess að koma í veg fyrir óæski- leg afskipti þriðja aðila. Samkyæmt lögum nr. 4 frá 1960 um efnahagsmál, er óheimilt að stofna til skuldar í íslenzkum krón- um með ákvæðum þess efnis, að hún eða vextir af henni breytist í samræmi við gengi erlends gjald- eyris, nema um sé að ræða endurlánað erlent láns- fé. Þetta ákvæði útilokar þann möguleika að nota gengi erlends gjaldeyris sem grundvöll vísitölu fyr- ir greiðslu vaxta og höfuðstóls af láni. Það ætti þó varla að koma að sök, því að me»tan hluta síð- ustu tveggja áratuga hefur gengisskrámngu erlends gjaldeyris verið þannig háttað, að lánveitandi yrði litlu betur settur en áður, þrátt fyrir þess konar ákvæði. Miklu eðlilegra væri að miða t. d. við vöru- og þjónustulið grundvallarvísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík, sem Hagstofan reiknar út mán- aðarlega. Annars má segja, að sjálf vísitalan skipti ekki mestu máli, heldur að hún gefi sem réttasta mynd af almennri verðlagsþróun í landinu. Vísitölubinding lána mundi hafa hagstæð áhrif á þróun verðlags. Hækkandi verðlag mundi hækka raunverulega lánsvexti og draga þannig úr fjár- festingu og heildareftirspurnin mundi minnka þann- ig að draga mundi úr verðhækku.num. Á hinn bóg- inn mundi lækkandi verðlag lækka lánsvextina, íiuka fjárfestinguna og heildareftirspurnina, sem aftur mundi draga úr verðlækkunum innanlands. Ákvæði um vísitölubindingu mundi því auka mjög á jafnvægi í efnahagslífinu. f greín, sem birtist í 3. hefti Fjármálatíðinda 1957, skýrir von Fieandt, aðalbankastjóri Finn- landsbanka frá reynslu Finna af vísitöluákvæðum í lánssamningum. Mælti hann eindregið með þess- ari aðferð, og kvaðst þess fullviss, að aðrar þjóðir mundu hafa hag af svipuðum ráðstöfunum til að sigrast á verðbólgu, Er ekki nokkur vafi á því, að þróun efnahagsmála hefði orðið með nokkuð öðr- um hætti hérlendis en raun varð á, ef íslenzkir ráðamenn hefðu borið gæfu til að sinna ummælum finnska aðalbankastjórans. Ákvæði um vísitölutryggingu mundi auka sparn- aðarviljann, en um leið draga úr fjárfestingarhneigð, og þannig minnka það bil, sem hérlendis var um margra ára skeið brúað með verðþensluaukandi útlánum banka. Breytingar á skattalögunum Því hefur löngum verið haldið fram, að skatta- lögin hafi komið í veg fyrir virka fjárhagslega þátt- töku almennings í atvinnurekstri. Og ákvæði skatta- laganna hafa alls ekki hvatt menn til að binda fé sitt í verðbréfum, nema síður væri. Þetta átti við þau skattalög, sem giltu fram á síðasta ár (nr. 46/ 1954) og, því miður, einnig að miklu leyti um þau nýju lög, sem sett voru þá (nr. 70/1962). Enn eru nokkrar breytingar nauðsynlegar, sem efla mundu verðbréfaviðskipti, og verður ekki séð, að þær mundu hafa neinar stórkostlegar breytingar til hins verra á öðrum sviðum. Hér á eftir verða þessar breytingar raktar og gerð grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir verðbréfamarkaðinn. 1. Samkvæmt nýju skattalögunum er hlutafélög- um heimilt að draga frá tekjum sínum útborgaðan arð, allt að 10% af hlutafé. — Þetta ákvæði er sett til þess að koma í veg fyrir tvísköttun arð- greiðslunnar, en hún er skattlögð hjá þeim, sem við henni tekur. Enginn ágreiningur þarf að vera um það ,að þessi 10% eru talsverð lág tala. Áður var þessi frádráttur miðaður við 5%, síðan hækk- aður í 8% og enn hefur hann verið aukinn. Rétt er þó að benda á, að ákvæðið um útgáfu jöfnunar- hlutabréfanna er talsverð leiðrétting, og svo ná- tengd þessu vandamáli um arðgreiðslu, að rétt þyk- ir að ræða það hér nú þegar. Ef hlutafélag á 1. milljón kr. nettóeignir og hluta- féð er 500 þús. kr., má það greiða hluthöfunum 50 þús. kr. arð, sem kemur til frádráttar skatt- skyldum tekjum félagsins. En þetta þýðir í raun- inni, að hluthafarnir fái ekki nema 5% arð af raun- verulegri eign sinni. Nú mundi þetta leiða til þess að gengi bréfanna á frjálsum markaði yrði miklu lægra en „innra“ virði þeirra, a. m. k. ef almennir markaðsvextir eru talsvert hærri en 5%. Því verður auðvitað haldið fram, að þetta megi auðveldlega lagfæra með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, og er það rétt að vissu marki. En sú útgáfa er nokkrum skil- FRJÁpS VERZpUN 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.