Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 21
eftir lánsfé. Og lántakendur höfðu að auki beinan hagnað af verðbólgunni, og var ]>að ekki fallið til að leiða í jafnvægisátt. Þessar sérstöku aðstæður urðu til þess, að margs konar fjárfestingar urðu arðbærar, sem annars hefðu ekki verið það. Og lágir lánsfjárvextir urðu ekki til þess að íþyngja framkvæmdum, sem annars hefðu verið á mörkum þess að vera arðbærar. Hér verður ekki farið út í það, að ræða þau atriði, sem ráða arðsemi fjárfestingar og ættu þar af leiðandi að ráða fjárfestingarákvörðunum, enda liggur það utan ramma þessarar ritgerðar. En benda má á, að verðbólga og aðgangur að lánsfé með hagstæð- um kjörum er sízt til þess fallið að draga úr fjár- festingarhneigðinni að öðru jöfnu. Vafalaust hefur verið alltof mikið um óarðbæra fjárfestingu á þessu tímabili, sem þjóðin þarf að l>orga fyrir enn uin hríð. Iíér hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna bankar færðu ckki vexti sína í jafnvægisátt. Svarið er margþætt. Bcnda má á, að hér voru lengi í gildi lög um bann við okurvöxtum (nr. 73 frá 1938), en þar var ákveðið, að vextir mættu ekki vera hærri en (5—8% eftir tryggingum. En fleira kemur til. Mikill hluti lánveitinga bankanna og annarra lána- stofnana var ákveðinn í lögum og alltaf voru að aukast kvaðirnar um hvers kyns forréttindalána- veitingar til ýmissa atvinnuvega með mjög hag- stæðum kjörum. — Kvað svo ranirnt að þessu um tíma, að Landsbankinn varð að draga úr lánveit- ingum sínum til annarra aðila til þess eins að geta fullnægt þessum ákvæðum og jukust þó útlán bank- ans nokkuð á þessu tímabilid) Vaxtahækkun þótti heldur ekki fær eins og ástandið var, og stjórn Seðlabankans taldi sig ekki geta borið ábyrgð á af- leiðingum þess alvarlega rekstursfjárskorts atvinnu- anna, scm mundi leiða af miklum samdrætti út- lána, en benti á, að hagstæðum árangri væri ekki unnt að ná nema með víðtækri stefnubreytingu í efnahagsmálum.l) Ef sala verðbréfa á að aukast frá því, sem nú er, verður annað hvort verðlag að vera stöðugt eða vextir að vcra nægilega háir til þess að vega upp rýrnun kaupmáttar höfuðstólsins. Astæða cr til að ætla, að verðlag muni halda áfram að liækka hér á landi enn um sinn, og virðist því einsýnt, að vextir af verðbréfum verða að hækka. I) Árbækur Lundsbanka íslands, 1933—1958. Hér verða vaxtahækkun ekki gerð ítarlegri skil að sinni, en nánar verður drepið á afleiðingar hennar í lokakafla ritgerðarinnar. Enn er ótalið það atriði, sem líklega skiptir ekki minnstu máli, en það eru þeir möguleikar, sem Seðlabankinn hefur til ]>ess að hafa áhrif á vexti lána til langs tíma, þar sem verðbréfamarkaður er fullkominn. Nú hefur Seðlabankinn hér vald til ]>ess að ákveða hámarksvexti, en á verðbréfamark- aði ætti að láta þessa vexti ákvarðast af frambooi og eftirspurn fjármagns. Koma verður í veg fyrir, að verðbréfamarkaðurinn geti ekki starfað eðlilega vegna ákvæða um óraunhæfa hámarksvexti, eins og verið hefur hér á landi um langt árabil. Ef ástæða væri talin vera fyrir hendi gæti Scðlabank- inn haft áhrif á vextina með kaupum eða sölum verðbréfa á markaðinum (open market operations). Hvers vegna festa menn fé í verðbréfum? Venjulega leitast menn við að spara hluta tekna sínna og leggja fé til liliðar í ýmsum tilgangi. Sumir spara til elliáranna eða til þess að geta fest kaup á ákveðnum verðmiklum fasteignum eða lausafjár- munum, eða til þess að mæta ófyrirsjáanlegum erfiðleikum, atvinnumissi vegna slysa o. s. frv. Astæður til ]>ess að spara eru fjölmargar og sparn- aður er nauðsynlegur innan vissra marka til þess að stuðla að eðlilegum vexti þjóðartekna. Hér verður gerð grein fyrir því í meginatriðum, hvernig menn geta ráðstafað frjálsum sparnaði sín- um, en áður hefur gerð grein fyrir því, hvaða mun- ur er á frjálsum og bundnum sparnaði og hvernig bundna sparnaðinum er rástafað. Þegar menn hugleiða á hvern hátt hagkvæmast sé fyrir þá að ráðstafa frjálsum sparnaði, hafa þeir einkum þrjú skilyrði í huga. í fyrsta lagi, að spari- féð sé tryggilega geymt, og er þá átt við, að það verði hvorki þjófum né áhættusömum rekstri að bráð. i öðru lagi, að það sé arðbært, og er þá fyrst og fremst leitazt við að hafa arðgjöf þess sem mesta að öðru jöfnu. 1 þriðja lagi þarf spariféð að vera í svo líkvíðri mynd, að unnt sé að ráðstafa því með skömmum fyrirvara. Auðvelt er að fullnægja einu eða tveimur þessara skilyrða, cn erfitt getur reynzt að fullnægja öllum þremur samtímis. Oft mundi vera erfitt að samræma mikið öryggi og háa arðgjöf, og verður að vega og meta hverju sinni hverju skuli fórnað til að ná betri árangri á öðrum sviðum. 21 FltJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.