Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 30
skattlagningu yrði vinsæl, og má í því sambandi minua á deilur þær, sem staðið liafa um skattlagn- ingu samvinnufélaga. Ilins vegar kemur til greina að fara þá leið, sem venjulega hefur verið farin erlendis, en það er tak- mörkun atkvæðisréttar eða hlutabréfakaupa hvers einstaklings við útgáfu bréfanna. Er það einkum nauðsynlegt, ef hlutabréfin eru seld almenningi und- ir raunvirði. Þá hefur sú leið einnig verið farin, að heimila aðeins fólki með vissar hámarkstekjur að kaupa bréfin. Takmörkun atkvæðisréttar er eink- um nauðsynleg eftir að hlutabréfin hafa verið í umferð um nokkurt skeið, en þá má gera ráð fyrir, að eigendum þeirra hafi fremur fækkað en fjölgað. Akvæði íslenzku hlutafélagalaganna (nr. 77/1921), sem takmarka atkvæðisrétt hvers einstaks hluthafa við % hluta hlutafjár, mundu ekki vera nægileg, ef um raunveruiegt almenningshlutafélag væri að ræða. Þá niundi vera raunhæfara að takmarka atkvæðis- rétt cinstakra hlutahfa við t. d. 1/500 eða jafnvel 1/1000 hlutafjárins, en atkvæði á grundvelli uin- boða við ekki minna en 1/20 hlutafjár. Þannig mundi verða tryggt, að ekki myndaðist fámennur meirihluti, sem gæti haft öll ráð minni lilutans í hendi sér og leikið hann grátt. Síðar verður vikið að þessu vandamáli um verndun minnihluta i hluta- félögum. Annars niá ætla, að ekki sé mikil hætta á mikl- um samdrætti hlutafjár á fárra hendur í væntan- legum almenningshlutafélögum hér á landi, svo framarlega sem eignir þess eru verulegar og gengi hlutabréfa nálægt raunvirði. Endurkaupsverð nýrr- ar áburðarverksmiðju mun nú vera um 250 millj. kr., það þyrfti því geysilegt fjárinagn og miklu meira en nokkur einstaklingur hér á landi hefur til uinráða, til þess að ná meiri hluta í félagi, sem ætti slíka eign. Þetta vandamál mundi því varla verða alvarlegt í mjög stórum fyrirtækjum og eng- an veginn óleysanlegt. Nýr fj órmagnsmarkaður fyrir staríandi hlutafélög Kaupþingsskráning verðbréfa mundi gera hluta- félögum kleift, þótt þau féllu ekki undir þá skýr- greiningu að vera almenningshlutafélög, að afla sér fjármagns utan bankanna og þá bæði sem eiginfé með útgáfu hlutabréfa eða lánsfé. Á það ætti ekki að þurfa að benda, að aukin fjárhagsleg þátttaka almennings í atvinnurekstri eykur ekki fjármagn það, sem til ráðstöfunar er til fjárfestnigar, ef það er allt tekið af sparifjárinnstæðum í bönkum og sparisjóðum. Þá á sér ekki annað stað en breyting á sparnaðarformi. Þess vegna verður að keppa að því að auka sparnaðinn, þannig að almenningur verji einnig hluta af þcim tekjum sínum til verð- bréfakaupa, sem annars hefði farið til neyzlu. Það þarf með öðrum orðum að auka sparnaðarhneigð- ina. Vafalaust yrði það sparnaðarhneigðinni til tals- verðrar aukningar, ef menn ættu um fleira en eitt sparnaðarform að velja. Illutafélög gætu reynt að afla sér fjármagns með því að bjóða fjármagnseig- endum mismunandi tryggingar. Sumir niundu láta sér nægja þá áhættu, sem er í því fólgin að vera lánardrottinn, aðrir mundu kjósa meiri áhættu í von um raunvirðishækkun og/eða hærri arð og kaupa hlutabréf. Áhætta og réttindi hlutabréfaeig- enda geta verið mismunandi eftir því um hvernig hlutabréf er að ræða. Hér á landi hafa yfirleitt ekki þekkzt önnur bréf en venjuleg, almenn hluta- bréf. Hugsanlegt er að gefa út forréttindahluta- bréf, sem eiga rétt til ákveðinnar arðgreiðslu ár hvert á undan almennu hlutabréfunum, og fá hin síðarnefndu þá ekkert, ef rekstrarágóði ársins nægir ekki til að greiða arð af hinum fyrrnefndu. Áhætta sú, sem bundin er við almennu hlutabréfin, er því meiri en ellegar, ef um forréttindahlutabréf er einn- ig að ræða. Margar aðrar tegundir hlutabréfa koma til greina, sem þarflaust er að ræða hér, enda skipta þær engu máli enn sem komið er. Þó verða tvær tegundir verðbréfa teknar hér til nánari athugunar, nefni- Iega hlutabréf án atkvæðisréttar og skiptanleg skuldabréf. Langflest íslenzk hlutafélög hafa verið stofnuð með fjárframlögum fárra aðila og rekstur fyrirtækj- anna nánast verið eins og einkarekstur stofnend- anna. Oft hefur sameignarfélögum verið breytt í hlutafélög að nafninu til, þótt ekki hafi verið um aðrar breytingar að ræða. Þannig eru mörg stærstu hlutafélögin á íslandi í dag eign fárra manna, og hafa fyrirtækin flest vaxið vegna dugnaðar og at,- orku eigendanna. Þeir telja sig liins vegar enga sérstaka hagsmuni mundu hafa af því að veita fleiri mönnum eignarhlutdeild í fyrirtækinu, meðal annars vegna þess, að þeir mundu geta misst stjórn þess í hendur utanaðkomandi aðila, ef til vill keppi- nauta, sem telja sig mundu liafa hag af því að rekstur fyrirtækisins legðist niður. Iíins vegar mun mörgum fyrirtækjum hér á landi, sem nú eru skuld- um vafin, ekki veita af því að auka eigið fé sitt en 30 FBJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.