Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 11
lands og Grikklands. Frakkar höfðu í hótunum, og þetta varð til þess, að fisksala okkar til Grikk- lands lagðist að mestu niður. Þá fór ég aftur til Ítalíu. Eftir stríðið hófu svo Grikkir aftur að kaupa af okkur fisk fyrir frjálsan gjaldeyri og hafa síðan keypt héðan talsvert magn. í þjónustu UNRRA — En hvar voruð þér meðan á stríðinu stóð? — Þau ár var ég í Bandaríkjunum og seldi þar lýsi fyrir Lýsissamlagið. En árið fyrir stríðslok gekk ég í þjónustu UNRRA (aðstoðar- og cndur- reisnarstofnun Sameinuðu þjóðanna), og var sendur til Grikklands í árslok 1944 til að aðstoða við end- urreisn á fiskiðnaði þar í landi, útvega þeim fiski- skip og veiðarfæri. Borgarastyrjöld stóð þá yfir, cr ég kom þangað en tók brátt enda. Þar var ég eitt ár. Fór síðan til Italíu og þaðan í erindum fyrii' UNRRA til Júgóslavíu og Albaníu í sama til- gangi og ég hafði verið í Grikklandi en fór þarna hratt yfir, lét þá telja fram það, er þá vanhagaði um og skrifaði það til aðalstöðva UNRRA í Wash- ington og síðan var þessum löndum útvegað það sem þurfti til uppbyggingar fiskveiðanna. Ég vann fyrir IJNRRA fram á árið 1948, þegar sú stofnun var lögð niður. — Og hvað tók þá við næst? — Þá gekk ég aftur í þjónustu Sölusambandsins og fór síðan til Spánar, þar sem ég hef verið síðan. Landið var þá enn í sárum eftir tvær styrjaldir, fyrst borgarastyrjöld og svo kom heimsstyrjöldin á hana ofan. Ekki vantaði það, að Spánverja lang- aði í fiskinn okkar, en það var fyrirsjáanlegt, að það myndu verða greiðsluörðugleikar og yrðu því að vera vöruskipti. Þá komu þeir þangað suður Guido Bernhöft frá Verzlunarráði fslands og Jón Björnsson frá Sambandinu til að athuga vörukaup ])aðan. Það gekk vel, síðan hófust viðskipti við Spán 1950, hafa verið mikil og góð síðan og nú síðustu árin hafa Spánverjar keypt af okkur fiskinn og greitt í hörðum gjaldeyri. Vilja verka fiskinn sjálfir — Hvað um verkun fisksins handa Suðurlanda- búum? — Já, það fer að breytast upp úr 1950, áður höfðu þeir keypt saltfisk fullverkaðan af okkur. En þeir sjá, að þeir geta verkað hann sjálfir og fengið hann ódýrari þannig, því að vinnulaun þar syðra eru ekki nema brot af því, sem hér gerist, og vinnu- aflið er aðallega kvenfólk, sem svo aftur er miklu verr launað en karlar. Þetta munar hvorki meira né minna fyrir þá, en að fyrir þurrkaðan og verk- aðan saltfisk verða þeir að greiða okkur 175 ster- lingspund fyrir tonnið, en óverkaðan saltfisk borga þeir okkur ekki nema 120 pund fyrir tonnið. En munurinn á þessu verði er svo miklu meiri en verk- unarkostnaði nemur, að þeir fá ólíkt betri útkomu. Svo þurrka þeir fiskinn ekki eins mikið og við gerð- um, skilja meira vatn eftir í honum og fyrir bragð- ið fá þeir meiri vikt sjálfir. Við verðum að fara eft.ir vissum fiskeftirlitsreglum, en þeir eru ekki bundnir af slíku. Þeir fá betri viktarútkomu, borga miklu lægri vinnulaun, og þannig verður þetta héðan í frá, þeir eru hagsýnni en svo að þeir snúi aftur með þetta, úr því þeir einu sinni hafa komið í verk að byggja sjálfir þurrkunarstöðvar. — Af hverju neyta þessar þjóðir meira af salt- fiski en tíðkast annars staðar? — Sumir halda, að það sé vegna fátæktar, salt- fiskur sé fátæklingamatur, en það er ekki skýring- in. Saltfiskur þar syðra þykir herramannsmatur, en bæði fátækir og ríkir neyta hans árið um kring a. m. k. einu sinni í viku. Svo kemur fastan hjá þessum kaþólsku þjóðum, og þá er fiskur aðalfæð- an, ekki má bragða kjöt í fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Saltfiskur geymist betur en öðruvísi verk- aður fiskur og því verður hann tiltækari í þessum heitu löndum, sveitafólkið getur keypt hann og geymt í stórum pökkum, og hann er reyndar ódýr- ari en nýr fiskur (sem er dýr) og kjöt, þó að hann þyki almennt mjög ljúffcng fæða, enda matreiða þeir hann líka mjög vel og á marga vegu og alls ekki með bræddu smjöri eins og við gerum. t stað- inn nota þeir olífuolíu. Svo nota þeir allskonar garðávexti með, tómata, lauksósu, meira að segja Trjálundur viS MiSjarðarhaf FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.