Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 19
eru steinhús með kjallara. Ef byrgt er fyrir glugga og önnur op í útveggjum herbergis í slíkum kjall- ara, með sandpokum eða einhverju álíka efnis- miklu (t. d. steyptum bitum eða hellum), má yfir- leitt búa til byrgi, sem draga u. þ. b. eitt hundrað- falt úr stvrkleika gammageislunar frá geislavirku úrfalli á jörðinni úti við. Ahnannavarnir okkar myndu því einkum byggj- ast á því að hafa þannig útbúnað við hús í landinu, að það mætti breyta einstökum kjallaraherbergjum þeirra í byrgi með stuttum fyrirvara, og hafa jafn- an tiltækar nægar vistir til tveggja vikna fyrir þann fjölda manna er þar gætu rúmast (en miðað er við 1 y» m2 gólfflatar á mann). Auk þess þurfa geislamælir, viðtæki með rafhlöðum, hreinlætistæki og heilbrigðistæki o. s. frv. að vera í byrginu. Kostnaðurinn við slíkan útbúnað ætti ekki að verða meiri en u. þ. b. 1.000 kr. á mann. Ef við snúum okkur aftur að dæminu um flug- farþegann, sjáum við að mörgum finnst sjálfsagt að kaupa sér ferðatryggingu áður en þeir fljúga. Sýnir það, að þeir álíta hættuna á því að farast í flugslysi hvergi nærri hverfandi. Þar sem sú hætta er minni en hættan á því að farast í kjarnorku- styrjöld mætti ætla, að menn hikuðu ekki við að eyða nokkru stærri upphæð en ferðatryggingu nem- ur, sér og sínum til aukins öryggis ef til kjarnorku- styrjaldar drægi. Friðsamleg notkun kjarnorku Þá er að snúa sér að seinni möguleikanum, en hann fjallar um áhrif kjarnorkunnar á íslenzku þjóðina, ef friður helzt. Margir fiskifræðingar álíta, að innan skamms munum við fullnýta miðin, þannig að magn það. sem fiskast árlega, aukist ekki verulega úr því. Aukning á bátafjölda myndi því einungis hafa í för með sér minni afla á hvern bát, en litla eða enga aukningu heildaraflans. Að vísu mætti enn um sinn auka verðmæti aflans með því að vinna hann betur en gert hefur verið, en það myndi ekki duga nema að takmörkuðu leyti, sem aðaltekju- lind sívaxandi fólksfjölda í landinu (en við munum tvöfaldast að höfðatölu á næstu 40 árum). Því hefur verið mikið rætt og ritað nokkur síðastliðin ár nm nauðsyn stóriðju hér á landi, er hagnýtti orku- lindir okkar til framleiðslu á ýmsum útflutnings- vörum. Vegna þess, að flytja þyrfti inn hráefnin í flest- um tilfellum, og flytja út vöruna á markað, auk þess sem greiða þyrfti tolla af henni, verður fjár- hagslegur grundvöllur fyrir framleiðslunni að byggj- ast á því, að hér sé ódýrari orka fyrir hendi, en annarsstaðar. Enn sem komið er, er raforka frá kjarnorkuver- um ckki samkeppnisfær við raforku frá orkuver- um, sem nota olíu eða kol, en hún er aftur dýrari en raforka frá vatnsorkuverum. Þó er álitið, að um 1970 geti raforka frá kjarnorkuverum verið orðin samkeppnisfær við raforku frá orkuverum, sem nota olíu eða kol. Hinsvegar er ólíklegt að raforka frá kjarnorkuverum verði nokkurntíma ódýrari en raforka frá vatnsorkuverum. Nú hafa ennfremur verið gerðar áætlanir um mjög stór (20.000.000 KW) kjarnorkuver, sem myndu eima sjó til þess að bæta úr vatnsskorti víða í heiminum. Slík kjarnorkuver myndu einnig framleiða rafmagn, og þar sem þau myndu selja bæði vatnið og rafmagnið, yrði rafmagnsverðið mun lægra en ella. Verð á rafmagni frá þessháttar orku- verum gæti nálgazt það að vera jafnódýrt og raf- magn frá vatnsorkuverum. Vegna alls þessa, gæti svo farið, að við misstum fjárhagslegan grundvöll fyrir orkufrekri stóriðju hér á landi (ef til vill eftir 20 ár), ef við ekki hefj- umst bráðlega handa um framkvæmdir á þessu sviði. En ef stóriðjan kemst á laggirnar áður en þetta yrði, væri auðveldara að halda henni áfram þá, en það væri að koma henni á fót. Þetta sýnir að það er engu að síður nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir því, hver áhrif kjarnorkunnar á okkur geta orðið í friði, sem í ófriði. í báðum tilfellum þurfum við að taka tillit til þessara áhrifa og haga áætlunum okkar eftir því. * Hvað er það fyrsta sem Austur-Berlínarbúi mundi gera ef hann frétti að leiðin inn í Vestur- Berlín yrði opin í tvo tíma? Klifra upp í tré til þess að troðast ekki undir. * Forstjóri einn, sem var þekktur fyrir að vera töluvert uppá kvenhöndina, sagði kunningja sín- um frá því að kona sín væri nýbúin að ráða fyrir sig nýjan einkaritara. Einmitt það, svaraði hinn, og er hún ljóshærð eða dökkhærð? Hvorugt, svaraði forstjórinn heldur súr á svip. „Hann er sköllóttur", FRJÁX/S YERZPPN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.