Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 16
VID SJÓINN Úr listaverkabók Gunnlaugs Blöndals. Ein fegursta bókin, sem út kom í vetur, er Gunn- laugs bók Blöndals, sýnishorn málaraferils lians og þrjár ritgerðir um hann eftir skálcl og listamenn. Þetta er sjötta eða sjöunda bókin í hinum veg- lega flokki lístaverkabóka Helgafells, hefur verið lengi í prentun, og einkum er gerð hennar glœsileg að því er tekur til litprentunar, sem sannar, hve þeirri grein hefur fleygt fram hér á landi hin síð- ustu ár. Það er engin minnkun að því fyrir ís- lenzka bókagerð að senda bók þessa út um lönd og álfur. Gunnlaugur Blöndal varð víðfrægastur íslenzkra listamanna í lifanda lífi, og því var sjálf- sagt að prenta greinarnar í bókinni á ýmsum Frá Siglufirði tungumálum, þær eru á íslenzku, dönsku, ensku, jiýzku og frönsku. Bókin kom út rúmu ári eftir að listamaðurinn lézt, en sjálfur hafði hann nokkra hönd í bagga, valdi flestar myndirnar, er þar skvldu birtast og lifði að sjá hina afbragðsgóðu liprentun margra þeirra. Endurbirt er gömul ritgerð um listamann- Reykjavíkurhöfn Frá Vestmannaeyjum fHJALS VEBZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.