Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 8
samkvæmt sambandslögunum skylt að aðstoða ís- lendinga eftir beztu getu og gæta íslenzkra hags- muna eftir því sem á þurfti að halda. Ég held að það sé sameiginlegt álit þeirra, sem kynntust gæzlu Dana á utanríkismálum fslendinga, að þeir hafi rækt þessa starfsemi vel og samvizkusamlega af hendi. Mér er persónulega kunnugt um það, að Danir vildu og ætluðu sér að vinna að hagsmunum íslands eins og bezt varð á kosið og vinna sér þannig traust þeirra á þessu sviði. Hitt er svo annað mál að það gat komið fyrir að ekki varð alltaf það gagn sem skyldi af þessari starfsemi vegna skorts á þekkingu á íslenzkum málefnum og þörf- um íslendinga. Úr slíku var þó alltaf reynt að bæta eftir því sem unnt var. Vísir að íslenzkri utanríkisþjónustu Af hálfu ríkisstjórnar íslands var það forsætis- ráðherrann, sem sá um afgreiðslu utanríkismálanna. Störfin voru þá mestmegnis bréfa- og skeytavið- skipti við danska utanríkisráðuneytið og ekki sér- staklega umfangsmikil. Veturinn 1920—21 var Lár- us Jóhannesson, nú hæstaréttardómari, í Kaup- mannahöfn og kynnti sér þá m. a. nokkuð afgreiðslu utanríkismála í danska utanríkisráðuneytinu og annaðist hann þessi störf í Stjórnarráðinu um nokk- urt skeið eftir heimkomu sína. Síðan voru málin afgi-eidd í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, en á þeim árum voru forsætisráðherrarnir jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherrar. Þegar skipting starfa milli ráðherra var auglýst í árslok 1924, var svo ákveðið, að forsætisráðherra skyldi fara með utan- ríkismálin. Sendiráð íslands í Kaupmannahöfn skrifaðist þó á við allar skrifstofur Stjórnarráðsins, eftir því, sem málin gáfu tilefni til. Á þeim árum er Jón Þorláksson var forsætisráðherra var ráðin stúlka til þess að vinna sérstaklega að afgreiðslu bréfaskiptanna við danska utanríkisráðuneytið og eftir stjórnarskiptin 1927 þegar Tryggvi Þórhalls- son var orðinn forsætisráðherra varð fyrst til vísir að sérstakri skrifstofu í Stjórnarráðinu til afgreiðslu á utanríkismálum. Jón Grímsson, nú bankafulltrúi, annaðist skrifstofustörfin fyrst í stað. Þau urðu nú brátt fleiri og fjölbreyttari og þegar undirbún- ingur undir Alþingishátíðina 1930 hófst fyrir alvöru, kom brátt að því, að nauðsynlegt varð að stofna til sérstaks starfs vegna utanríkismálanna. Forsætis- ráðherra fékk þá Stefán Þorvarðsson, sem hafði í nokkur ár starfað hjá danska utanríkisráðuneyt- inu, til þess að taka að sér þessj störf, og tók hann við þeim haustíð 1929. Hann hafði fyrst framan af eina stúlku til aðstoðar og stóð svo fram til 1937, er bætt var við starfsfólki. Skrifstofan var nefnd utanríkisináladeild Stjórnarráðsins og hélt því nafni þar til utanríkismálaráðuneytið var stofnað með bráðabirgðalögum sumarið 1940. Þegar sambandslögin gengu í gildi var uggur í mörgum út af ýmsum ákvæðum þeirra og var með- ferð utanríkismálanna eitt af því, sem álitið var að mundi gefast illa í Höndum Dana. Revnslan sýndi þó, að þessi ótti var ástæðulaus. íslendingar hefðu að ýmsu leyti átt erfitt með að annast sjálfir utanríkismálin, ef þeir hefðu átt þess kost 1918, en á næstu áratugum urðu miklar breytingar á öllum sviðum utanríkismála, ekki sízt í viðskiptamálum eftir að heimskreppan skall á 1930. Þá reyndi mjög á íslendinga sjálfa, og þegar þar að kom fyrir rás viðburðanna, að íslendingar urðu að taka þessi mál í sínar eigin hendur voru þeir orðnir vel undir slíkt búnir. En þótt við viðurkennum og metum að verðleikum, að Danir hafi á þessum árum leyst skyldustörf sín mjög vel af hendi, er þó gott að minnast þess, að í utanríkismálum sem öðru gildir hið fornkveðna, að sjálfs er höndin hollust. (Heimildir, sem stuðzt hefur verið við í sambandi við samn- ingu þessa erindis, eru þessar: Einar Arnórsson: pjóðréttarsam- band Islands og Danmerkur, Rvík 1923; Knud Berlin: Den dansk-islandske Forbundsfond, tredie genneinsete udgave, Kbh. 1933; Agnar Kl. Jónsson: Hin ytri skipun íslenzkra utanríkis- mála 1918—1944, Skirnir 1945.) ★ Brigitte Bardot mun ekki krefjast þess, að ákæru verði beint gegn 33 ára gömlum ítala, sem lögreglan hneppti í gæzluvarðhald eftir að hann brauzt inn í hótelherbergi hennar í Flórenz til þess að lesa upp fyrir hana kvæðí. (Daily Mail) ★ Þetta er ritað á legstein í negrakirkjugarði í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum: Hér hvílir faðir tuttugu og níu barna. Hann vildi eignast fleiri, en hafði ekki tíma til þess. ★ Fulltrúi vátryggingafélags: „Viljið þér þjóftryggja allt innbú skrifstofunnar?“ Forstjórinn: „Allt nema klukkuna. Það fylgjast allir með henni.“ 8 FBJÁps yEBZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.