Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 31
FRJÁL5 VERZLUN
19
SIGURJÓN JÓHANNSSON:
AFSLÁTTARKERFI
BLAÐANNA
I síðasta þætti endaði ég á því,
að afsláttarkerfi blaðanna væri ein
hringavitleysa. Það er stórt orð
Hákot, En lítum nú nánar á mál-
ið. Morgunblaðið hefur þrenns
konar verð á auglýsingum, fast
verð á smáauglýsingum, án aislatt-
ar — auglýsingar með 20% af-
slætti og auglýsingar með 30% af-
slætti, þ. e. til auglýsingastofa og
þeirra, sem auglýsa fyrir 50 þús-
und krónur eða meir á ári (göm-
ul verðmiðun, sem hvergi er skjai-
fest). Hvenær þetta kerfi hefur
komzt á, veit ég ekki, og hvaða
tilgangi það á að þjóna, veit ég
heldur ekki. Að reikna 20% af-
slátt af hverri auglýsingu kostar
talsverða vinnu og býður heim
hættu á skekkju i útreikningi.
Blöðin hafa haf á undanförnum
árum hækkað auglýsingaverð
svisvar sinnum á ári til jafnaðar,
en aldrei dottið í hug að segja:
við lækkum auglýsingaverðið og
fellumburt afsláttinn, nema til
þeirra, sem hafa mikil viðskipti
— þeir fá 10—15% afslátt. Slíkt
kerfi gildir alls staðar og ef aug-
lýsingareikningurinn er ekki
greiddur innan umsamins tíma,
fellur afslátturinn hreinlega brctt.
Þann tíma, sem ég hef fylgzt
með þessu, hefur verið endalaust
röfl og þrætur vegna þessa af-
sláttarkerfis. Góðu heilli tók sjón-
varpið réttan pól í hæðina i bvrj-
un. Þar var verðið fastákveðið í
eitt skipti fyrir öll og 10% afslátt-
ur til auglýsingastofa. Og enginn
hefur neitt við það kerfi að at-
hug'a, sem vonlegt er.
En í hverju er röflið þá fólgið?
Við skulum snúa okkur fyrst að
mjinni blöðunum. Af eðlilegum
ástæðum eiga þau i vök að verj-
ast með mun minni upplög en
Morgunblaðið, og hafa því gripið
til þess óyndisúrræðis að bjóða
auglýsingar stundum niður — og
alloft niður úr öllu valdi. Þetta
skapar innbyrðis tortryggni milli
blaðanna, og sá, sem er að aug-
lýsa, er alltaf að leita eftir betri
og betri samningum og prúttar
því endalaust. Hann hefur heyrt af
því, að keppinauturinn hafi feng-
ið 50% afslátt hjá blaði X og íer
því fram á 60% afslátt, ef hann
eigil að halda viðskiptunum á-
fram. Og trúlega fær hann sínu
framgengt. Eitt af minni blöðun-
um reyndi að koma viti 1 lilut-
ina hjá sér og kom með skynsam-
lega lausn, miðað við þann hræri-
graut sem er ríkjandi hjá blöðun-
um. Lausnin var eitthvað á þessa
leið: 30% afsláttur venjulega (á
móti 20% hjá Morgunblaðinu),
40% afsláttur til auglýsingaskrif-
stofu (á móti 30% hjá Morgun-
blaðinu), 50% afsláttur, ef aug-
lýst er 10—12 sinnum í mánuði
(smáauglýsing) og 60% afsláttur
ef auglýsing stendur daglega í
mánuð eða lengur. Hér er kominn
vísir að reglu, sem ekki þyrfti að
brjóta. En af því að öll minni
blöðin tóku þessa reglu ekki upp,
þá heldur þvargið og prúttið á
fram von úr viti, og auglýsinga-
stjórar blaðanna eiga í vök að
verjast.
Og hjálpi ykkur allir heilagir,
ef þið þurfið að útskýra þessa vit-
leysu fyrir erlendum fyrirtækjum,
sem vilja auglýsa hér.
En öll sagan er ekki sögð enn.
Rikið fær engan afslátt! Þar sem
blöðin eru gefin út af pólitískum
flokkum, þá verður jafnt að
ganga yfir alla. Ríkisfyrirtæki
greiðir sama verð fyrir auglýs-
ingu í morgunblaðinu og í hinum
blöðunum. Engum dettur í hug
að auglýsingaverð eigi að mið-
ast við upplag blaða og áhrif
þeirra eins og tíðkast hvarvetna
annars staðar í vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum. Minni blöðin
hafa þungar áhyggjur af því, að
auglýsingatekjur þeirra muni
minnka mikið, ef ríkið sæti við
sama borð og aðrir í þessum efn-
um, en ég er ekki svo viss um
að minni blöðin myndu tapa
nokkru, er til lengdar lætur, ef
auglýsingaverð þeirra væri í ein-
hverju samræmi við upplag. Blöð-
in hafa að undanförnu misst mjög
marga viðskiptavini, sem nota
auglýsingafég á öðrum vettvangi
einmitt vegna þess, að það nær
engri átt að greiða sama verð fyr-
ir auglýsingu í Morgunblaðinu og
segjum Þjóðviljanum og Alþýðu-
blaðinu. Afleiðingin er orðin sú,
að flestir verja aug'lýsingafé sínu
að langmestu leyti í Morgunblað-
inu, ef um blaðaauglýsingar er
að ræða, en myndu áreiðanlega
auka viðskiptin mikið við hin
blöðin, ef auglýsingaverðið væri í
samræmi við upplag þeirra.
Auglýsingar bankanna.
Ég hef löngum dáðst að banka-
auglýsingum hér á landi. Hver
kannast ekki við þetta djarfa
slogan: Önnumst öll venjuleg
sparisjóðsviðskipti — greiðum