Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 17
FRJAL5 VERZLUN 9 En Tómas hefur gripið víðar niður. „Einu sinni lenti ég í því, að gerast hlut.hafi í togaraútgerð", segir hann. „Þetta var í lok fyrra stríðsins og félagið hét Hilmir. Við áttum einn togara en útgerðin gekk illa og félagið varð gjald- þrota. Þá tókum við okkur til 19 ábyrgðarmenn félagsins og söfnuð- um nýju hlutafé og með sam- stilltu átaki okkar og liðveizlu góðra manna var stofnað nýtt fé- lag, hlutafélagið Njáll, um rekst- ur togarans. Lenti ég í fyrstu stjórn þess. Þetta lánaðist, en þeg- ar félagið var komið á traustan grundvöll vorum við tveir úr stjórninni, Guðmundur Ólafsson í Nýjabæ og ég, orðnir þreyttir á útgerð og seldum okkar hluta í félaginu. Síðan hef ég hvergi kom- ið nálægt útgerð“. „Einu sinni lenti ég líka í því, að kaupa Þingeyrar ásamt fleiri mönnum“, heldur Tómas áfram. „Þingeyrar voru þá stórbýli og fé- lagar mínir í kaupunum voru: Pétur Magnússon, fyrrum ráð- herra, Júlíus Guðmundsson, Helgi Bergs og Guðmundur Kristjáns- son. Þingeyrar áttu þá veiðirétt í Víðidalsá og Þingeyrarkvíslum og létum við stunda laxveiðar í án- um og fluttum laxinn út til Eng- lands. Jörðina leigðum við til á- búðar. í byrjun seinna stríðsins seld- um við svo jörðina aftur. Þá hafði verið myndað stangaveiðifélag um Víðidalsá og sáum við okkur ekki fært að halda laxabúskapnum áfram“. — Ert þú laxveiðimaður, Tóm- as? --Já, ég hef löngum haft gam- an af laxveiðum og má segja, að þær séu eina sportið, sem ég hef stundað um æfina. — 0 — Tómas Tómasson hefur auk alls, sem að framan er getið, látið mikið' að sér kveða í félagsmálum. Hann hefur verið félagi í Félagi ís- lenzkra stórkaupmanna frá upp- hafi og féhirðir þess í 19 ár. Á þessu ári var Tómas kjörinn heið- ursfélagi Félags íslenzkra stór- kaupmanna. Tómas var einn af stofnendum Iðnrekendafélags íslands og átti sæti í fyrstu stjórn þess félags. Hann er félagi í Iðnaðarmannafé- laginu og var eitt ár varaformað- ur þess og um langt árabil var hann formaður styrktarsjóðs iðn- aðarmanna. Dýraverndunarfélag íslands hefur einnig fengið að njóta starfs- krafta Tómasar, en hann hefur verið félagi í því allt frá stofnun; gegndi gjaldkerastöðu þess á tíma- bili og hefur nú í mörg ár verið varaformaður félagsins. Ræðismaður Eistlands á íslandi var Tómas frá árinu 1935 og þar til Rússar lögðu Eistland undir sig. Tómas Tómasson hefur verið sæmdur stórriddarakrossi íslenzku Fálkaorðunnar. — 0 — Tómas Tómasson er tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Hjartardóttir og eignuðust þau fjögur börn. Þrjú barnanna dóu ung, en elzta dóttirin, Valgerður, giftist Bjarna Benediktssyni, nú forsætisráðherra. Valgerður and- aðist eftir skamma sambúð. Síðari kona Tómasar er Agnes Jónsdóttir Bryndal og hafa þau eignazt þrjú börn; eitt dó i æsku, en tveir synir, Tómas Agnar og Jóhannes Heimir, eru nú upp komnir og starfa við fyrirtæki föð- ur sins. — ð — Það er orðið áliðið dags, þegar við Tómas erum hér komnir í sam- tali okkar. Úti blása vindar, en í stofunni er loftið blandið keim tveggja tíma, sem á einni starfs- ævi eru orðnir skarpar andstæður í okkar þjóðfélagi. Tómas hallar sér aftur á bak í stólnum. Á skammri dagsstundu hefur líf hans og starf til þessa flögrað hjá, þó aðeins það, sem mestu máli skiptir. Án efa rifjast nú upp fyrir honum ýms atriði, sem kannski aldrei verða fest á blað, en eru þó án efa þess virði. Þannig kveður sagan upp sinn dóm. Og Tómas segir mér frá merk- um draumum, sem hann hefur dreymt um ævina. Allir hafa þeir boðað honum tíðindi, góð eða ill eftir aðstæðum. „Ég er trúaður maður“, segir Tómas. ,,Mín trú grundvallast á því, að ég hef fund- ið handleiðslu Guðs í öllu mínu lífi“. Gerkerin. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur framleitt úrvals bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.