Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 47
FRJALS VERZLUN
27
hvort á annað. Eigum við? „Mér
lízt bezt á þetta sófasett," segir
svo ungi maðurinn. Hann er með
gleraugu og horfir raunsæjum
augum á húsgögnin. En frúin er
ekki ánægð. Kannski fer þetta
sett ekki vel við gluggatjöldin
hennar og hún vill sjá meira. Ósk-
ar talar; hann útskýrir gerðir, á-
klæði og framleiðslumáta. Ungi
maðurinn brosir aðeins; hann hef-
ur tekið sina ákvörðun, en frúin
hlustar af athygli; hún spyr, þreif-
ar sjálf á áklæðunum, spyr meira
og smám saman þrengir hún
hringinn. Hún ætlar upp í verk-
stæðið með Óskari. „Góði komdu
meö,“ segir hún við mann sinn
og hann fer með, þótt hann sé með
sínu raunsæi búinn að velja rétta
sófasettið. Svo koma þau öll nið-
ur aftur. Óskar og unga konan eru
brosandi.
Svo höldum við Óskar samtal-
inu áfram.
— Hvernig er samkeppnin miili
ykkar húsgagnaframleiðendanna?
— í flestum tilfellum hörð —
og skemmtileg. (Óskar hlær
við). En því er ekki að neita, að
ósvífnin á sér stundum stað. Eg
veit t. d. af persónulegri reynslu,
að sumir framleiðendur víla ekki
fyrir sér að stela hugmyndum er-
lendra húsgagnaarkitekta. Og
þetta gera þeir, jafnvel þó þeir
viti, að cinhver annar hefur
einkarétt á þessum hugmyndum
og greiðir samkvæmt því visst
gjald fyrir hvert húsgagna, sem
hann framleiðir. — Nú er Óskar
sár. Hann lítur á mig. — Sjaðu
til, segir hann. Slíkt framferði —
og mig verkjar í budduna. Sam-
keppni er ágæt og lífsnauðsyn-
leg; en vísvitandi óheiðarleiki er
tabú. Á hvaða sviði sem er.
— En hvernig' geta stuldir sem
þessir átt sér stað?
— Þarna vil ég mest kenna um
skorti á samstöðu íslenzkra hús-
gagnaarkitekta með erlendum
starfsbræðrum sínum.
Auðvitað eiga þeir íslenzku að
vernda hagsmuni hinna og koma
í veg fyrir, að svona stuldir geti
átt sér stað. Og taktu eftir þessu!
Um leið og slíku eftirliti verður
komið á, þannig að það sé meira
en nafnið tómt, þá fyrst fá íslenzk-
ir liúsgagnaarkitektar raunveru-
lega að spreyta sig. — Þá verða
þeir að spreyta sig!
— Þú minntist áðan á samvinnu
húsgagnaframleiðenda. Hvernig
er andrúmsloftið gagnvart sam-
vinnu?
— Því miður ekki nógu jákvætt.
Kjailara- og bílskúrahugsunar-
hátturinn blómstrar allt of vel
ennþá, og á honum strandar öil
samvinna. Það halda allir, að það
sé grænna hinum megin við gii-ð-
inguna. Vegna þessa erum við
líka langt á eftir, hvað snertir
uppbyggingu iðnaðarins. Dæmin
sanna, að íslenzk iðnfyrirtæki
eiga ekki möguleika á nema vissri
stærð. Ef þau fara upp fyrir hana,
er þeim voðinn vís, að minnsta
kosti með tilliti til þess, hve okk-
ar markaður er smár. Þess vegna
skiptir hagræðingin svo miklu
máli.
— Hvaða áhrif hefur gengisfeii-
ingin á Dúna? (Þetta viðtal okk-
ar Óskars fer fram skömmu eftir
að stofngengi íslenzku krónunn-
ar var felit um 35,2%.)
— Þessi gengisfelling gerir
okkur erfiðara fyrir í samkeppn-
inni.Við greiðum erlendum aðil-
um peninga fyrir framleiðslurétt
og það er takmarkað, hvað hægt er
að reka svona fyrirtæki með litl-
um reksturskostnaði. Eina svarið,
sem við höfum, er aukin hagræð-
ing. Hins vegar get ég vel sagt
það hreint út, að það, sem gerir
okkur mögulegt að standast storm-
ana, er, að við seljum okkar vöru
að mestu leyti sjálfir. Annars gæt-
um við alveg pakkað niður. Svona
horfa nú málin við frá mínum
bæjardyrum séð.
— Hvað er þá framundan, Ósk-
ar?
— Við okkur biasir jólasalan.
Kannski höfum við ekki yfir neinu
að kvarta, en ég er kviðinn. Kom-
andi tímar hljóta að leggjast
þungt á mina stétt, sem aðrar.
En ég bið mér engrar miskunn-
ar. Allt, sem ég bið um, er að
mega halda minni stefnu óáreitt-
ur og til þess mun ég berjast af
fullum krafti hér eftir sem hingað
til.
Og áður en ég er kominn út úr
dyrunum, er Óskar í Dúna farinn
að skera til áklæði af fullum
krafti.
KAUPMENN!
INNKADPASTJORAR!
Allir óska
eftir að fá beztu
og seljanlegustu
vöruna.
Þess vegna
kaupa allir
Taxisclier
sokka og
sokkabuxur.
UMBOÐSMENN
AGUST ÁRMANN H.F.
Sími 22100