Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 55
FRJÁLB VERZLUN 31 IÐNAÐUR NÓI ~ HREINN ~ SIRÍUS Fyrir fjörutíu og átta árum var stofnað í Reykjavík sameignarfé- lag, sem hlaut nafnið 'Nói. Það barst ekki mikið á í fyrstu og var ekki mjög þekkt, enda umsetn- ingin ekki mikil og starfsmenn ekki nema þrír. En fyrirtækið dafnaði og óx hröðum skrefum og í dag eru þeir líklega ekki margir íslendingarnir, sem ekki kannast við Nóa brjóstsykur og hafa neytt hans með ánægju. Stofnendur Nóa s/f voru þeir Gísli Guðmunds- son gerlafræðingur, Eiríkur Beck, Loftur Guðmundsson, konungleg- ur hirðljósmyndari, Hallur Þor- leifsson kaupmaður og Þorgils Ingvarsson bankafulltrúi. Eiríkur Beck var forstjóri til ársins 1955, en þá tók við Hallgrímur Björns- son, efnaverkfræðingur, sem hef- ur gegnt því starfi síðan. Hall- grímur er ekki einungis forstjóri fyrir Nóa, heldur og Hreini og Siríusi en stofnhluthafendur Nóa keyptu þau fyrirtæki og slógu þeim saman öllum þrem. Árið 1934 fluttu fyrirtækin í húsnæði að Bar- ónsstíg 2, þar sem þau hafa haft starfsemi sína síðan. Fyrstu árin voru fyrst og fremst framleiddar súkkulaðivörur hjá Siríusi, brjóstsykur og karamell- ur hjá Nóa og hjá Hreini voru það kerti, hreinlætisvörur og ýmsar efnagerðarvörur eins og t. d. vagn- áburður og 'skósverta. í dag er borðað meira af Siríus súkkulaði en nokkru öðru ís- lenzku súkkulaði og Nói og Hreinn hafa einnig vaxið mikið. En sam- keppnin er hörð og aðstaðan erf- ið. Það eru 12 sælgætisframleið- endur félagar í F. í. I. og auk þess eru nokkrir minni framleiðendur, sem ekki eru í þessum samtökum. Innflutningur á útlendu sæl- gæti er mjög takmarkaður þann- ig, að íslenzku fyrirtækin ein sitja að markaðnum. Ef svo væri ekki yrðu þau ekki langlíf vegna hárra tolla á hráefnum til framleiðslunn- ar og innlends tollvörugjalds af súkkulaði og sykurvörum. Til þess að kynna okkur þessi útgjöld, hittum við Hallgrím Björnsson að máli. — Það er alveg öruggt, að við ættum ekki lífs von, ef innflutn- ingur á erlendu sælgæti væri leyfður. Við borgum stórar fjár- hæðir í toll eða innlent tollvöru- gjald, sem er 41, 60 kr. pr. kg. af átsúkkulaði og helmingi minna af suðusúkkulaði. Einnig get ég nefnt, að við verðum að greiða að auki fjórar krónur í styrktarsjóðs- gjald fyrir hvert kg. af átsúkku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.