Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 55

Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 55
FRJÁLB VERZLUN 31 IÐNAÐUR NÓI ~ HREINN ~ SIRÍUS Fyrir fjörutíu og átta árum var stofnað í Reykjavík sameignarfé- lag, sem hlaut nafnið 'Nói. Það barst ekki mikið á í fyrstu og var ekki mjög þekkt, enda umsetn- ingin ekki mikil og starfsmenn ekki nema þrír. En fyrirtækið dafnaði og óx hröðum skrefum og í dag eru þeir líklega ekki margir íslendingarnir, sem ekki kannast við Nóa brjóstsykur og hafa neytt hans með ánægju. Stofnendur Nóa s/f voru þeir Gísli Guðmunds- son gerlafræðingur, Eiríkur Beck, Loftur Guðmundsson, konungleg- ur hirðljósmyndari, Hallur Þor- leifsson kaupmaður og Þorgils Ingvarsson bankafulltrúi. Eiríkur Beck var forstjóri til ársins 1955, en þá tók við Hallgrímur Björns- son, efnaverkfræðingur, sem hef- ur gegnt því starfi síðan. Hall- grímur er ekki einungis forstjóri fyrir Nóa, heldur og Hreini og Siríusi en stofnhluthafendur Nóa keyptu þau fyrirtæki og slógu þeim saman öllum þrem. Árið 1934 fluttu fyrirtækin í húsnæði að Bar- ónsstíg 2, þar sem þau hafa haft starfsemi sína síðan. Fyrstu árin voru fyrst og fremst framleiddar súkkulaðivörur hjá Siríusi, brjóstsykur og karamell- ur hjá Nóa og hjá Hreini voru það kerti, hreinlætisvörur og ýmsar efnagerðarvörur eins og t. d. vagn- áburður og 'skósverta. í dag er borðað meira af Siríus súkkulaði en nokkru öðru ís- lenzku súkkulaði og Nói og Hreinn hafa einnig vaxið mikið. En sam- keppnin er hörð og aðstaðan erf- ið. Það eru 12 sælgætisframleið- endur félagar í F. í. I. og auk þess eru nokkrir minni framleiðendur, sem ekki eru í þessum samtökum. Innflutningur á útlendu sæl- gæti er mjög takmarkaður þann- ig, að íslenzku fyrirtækin ein sitja að markaðnum. Ef svo væri ekki yrðu þau ekki langlíf vegna hárra tolla á hráefnum til framleiðslunn- ar og innlends tollvörugjalds af súkkulaði og sykurvörum. Til þess að kynna okkur þessi útgjöld, hittum við Hallgrím Björnsson að máli. — Það er alveg öruggt, að við ættum ekki lífs von, ef innflutn- ingur á erlendu sælgæti væri leyfður. Við borgum stórar fjár- hæðir í toll eða innlent tollvöru- gjald, sem er 41, 60 kr. pr. kg. af átsúkkulaði og helmingi minna af suðusúkkulaði. Einnig get ég nefnt, að við verðum að greiða að auki fjórar krónur í styrktarsjóðs- gjald fyrir hvert kg. af átsúkku-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.