Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 20
12
FRJALS VERZLUN
urbænum, sem þó hefur dalað við
bæjarhúsin á Meistaravöllum. Þá
hafa íbúðir í Breiðholti einnig
orðið fyrir verðlækkun, vegna
sambýlishúsa Framkvæmdaáætl-
unarinnar. Heyra fasteignasalar
gjarnan þær viðbárur, er þeir
bjóða íbúðir þar, að bæði bæjar-
húsin og hús Framkvæmdaáætl-
unarinnar fæli frá. Þá hefur frá-
gangur hverfanna einnig mikið að
segja. Fólki óar við að flytjast í
hverfi, sem langt eiga í land, hvað
skipulag og frágang varðar.
Fyrir nokkrum árum var Ár-
bæjarhverfi mjög óvinsælt og erf-
itt var að selja þar íbúðir. Það er
nú liðin tíð. Hraunbær er nú brátt
sú gata, er hefur flesta íbúa, og er
hlutfallslega mjög lítil hreyfing
á markaðinum þar. Vonandi
stendur Breiðholtshverfið til bóta
í þessu tilliti. Þar er nú lítil eftir-
spurn eftir íbúðum. íbúðabygg-
ingar hins opinbera kunna þó að
tefja fyrir því, en spurningin er
í rauninni, hvernig unnt verði í
framtíðinni að leysa það vanda-
mál, sem þær skapa, sem virðist
vera af félagslegum toga spunnið.
Segja má, að ógerlegt sé fyrir
ungt fólk, sem af eigin rammleik
vill eignast þak yfir höfuðið, að
festa kaup á íbúð, nema það sé í
lífeyrissjóði. Sé það fullgildur
meðlimur lífeyrissjóðs, kemst það
af með 150 til 200 þúsund krónur.
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir
kosta yfirleitt um eina milljón
króna upp í 1300 þúsund. Yfir-
leitt verður seljandi að lána helm-
ing kaupverðs. Sé um nýbygging-
ar að ræða, fæst lán frá Húsnæð-
ismálastjórn ríkisins, en af-
greiðslufrestur þar er nú minnst
hálft annað ár. Þá mun Spari-
sjóður Reykjavíkur og nágrennis
lána til íbúðabygginga.
Ungt fólk, sem fær sér íbúð í
dag, kaupir hana yfirleitt tilbúna,
geti það ekki unnið í henni sjálft
og þurfi að kaupa alla vinnu. Hins
vegar sé það iðnlært eða eigi ein-
hvern slíkan að, ræðst það í bygg-
ingu. Ungu fólki væri það mikil
kjarabót, fengi það aðild að bygg-
ingarsamvinnufélögum. í slíkum
félagsskap á það enn betri mögu-
leika en ella.
Lítil eftirspurn er nú eftir
verzlunar- og iðnaðarhúsnæði og
brask með lóðir er algjörlega úr
sögunni.
Segja má, að íslendingar séu
sjúkir í mati sínu á fasteignum.
Menn hafa fjárfest, svo mikið sem
þeir hafa getað, tekið lán og ætl-
ast til að geta borgað það upp
með smákrónum. Þetta hlýtur nú
að breytast, verði áframhald á
því, sem verið hefur síðustu miss-
eri. Greinilegt er, að ibúðaverð
hefur staðnað, þrátt fyrir aukinn
kostnað og gengisbreytingu í
nóvember í fyrra.
Við höfum einka-
umboð fyrir þessa
einstöku dönsku
gœðavöru.
VERÐLISTINN
v/Laugalæk - Sími: 33755
Suðurlandsbraut 6,
sími: 83755
Laugavegi 31 — II. hæð
Mobett
er kvalitet
der holder
/7/Z.7/////Í