Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Page 29

Frjáls verslun - 01.12.1968, Page 29
FRJALS VERZLUN 17 GOLDEN ICELAND er tvímœlalaust bezta gjöfin til œttingja og vina erlendis. Golden Iceland eftir franska rithö’fundinn Samivel er sígilt landkynningarrit á ensku, sem aS list- rœnni gerS lesmáls og mynda, ber af flestum öSrum samkynja bókmenntum. Þetta er bókin, sem mun bera hróSur íslands um allan heim. VERÐ KR. 698,00. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Annars er það okkur til sóma, hve vel er að okkur búið í þessum efnum. Fornritin þokast áfram, þótt hægt fari, og Félagsbókband- ið býður okkur öll verkin í 42 bindum á aðeins 16 þús. kr, í skinnbandi. Og Helgafell gefur enn út Grettissögu, skreytta lista- verkum. Síðast og ekki sízt verður hér getið um LANDIÐ ÞITT, það stór- merka ritverk, sem enginn íslend- ingur getur í rauninni verið án, og óþarfi er að fjölyrða frekar um hér. Hér hefur verið stiklað á stóru um efni bóka þeirra, er bók- menntaþjóðin á um að velja. En hvernig vill hún, að bækurnar séu úr garði gerðar? Um alllangt skeið hefur prent- un bóka verið hér góð, en bók- bandið fylgdi ekki þróuninni eft- ir. Á síðustu árum hefur þó orð- ið þar stórbreyting á og afkasta- getan aukizt að sama skapi. Gunnar S. Þorleifsson í Félags- bókbandinu hefur orðið: „Vand- ræðin hér skapast af mannfæð- inni. Og upplögin hafa frekar minnkað en aukizt, — fyrir 15 árum var þokkalegt upplag 3 þús. bindi, nú 2 þús. Þetta veldur því, að það er dýrt að gefa bækur út á íslandi og stöðlun er ekki til. Og það er heldur ekki von, því að hver útgefandi vill fá sitt útlit á sína bók. Hins vegar er vélakost- urinn sízt verri en á hinum Norð- urlöndunum og bókbandið nú ekki síðra en hjá öðrum þjóðum.“ Og til sönnunar máli sínu sýndi hann þeim. er þetta ritar, Fögru veröld. Það er falleg bók, — það sagði Baldvin satt. Okkur vex stundum í augum, hvað bækur eru dýrar hér. En eft- ir gengisfellinguna kemur á dag- inn, að bækur eru e. t. v. ódýrari hér en í nágrannalöndunum. A. m. k. er það svo um Nakta apann eftir Desmond Harris. Hann kostar innbundinn 45 krónur danskar. Þegar við ósköpumst yfir verði bóka, skellum við áreiðanlega oft skuldinni á bandið, enda hafa menninvarvitar haldið því fram, að bókbandið sé helmingur kostn- aðarins. Og vitaskuld er rétt að frefa gaum að því, sem þeir segja. Þeir eru sjálfkjörnir. Oít bó skiátlast menninearvitun- um í betta sinnið- Bók í „royal- stærð“ kostar um 276 þús. kr. inn- bundin í 2000 eintökum. Þar af kostar bókbandið 90 þúsund. Og þá á útgefandinn eftir að fá sitt og bóksalinn sitt. En við getum líka spurt: Vilja íslendingar að minna sé lagt í bandið sjálft? Því svarar Gunnar hiklaust neit- andi: ,.Það er einkenni fslending^

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.