Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 63
FRJALS VERZLUN 35 kunnátta og hæfileiki til þess að laga sig að aðstæðum tæknialdar- innar, sem hefur lyft henni á stig mestu iðnaöarþjóða heims. Jap- anir hafa ekki látið aldagamlan hugsunarhátt fornra lífsvenja verða sér fjötur um fót eins og svo margar aðrar þjóðir Asíu, sem margar hverjar búa enn við lífsvenjur nýlendutímans, enda þótt hann sé löngu liðinn, að því er flestar þeirra snertir og þær hlotið sjálfstæði. Spariféð undirstaða fjárfestingar. Japanir hafa reynzt snillingar í því að kunna að notfæra sér nýja tækni, eins og minnzt var á héi að framan. En það er ekki hvad sízt að þakka óvenjulegum sparn- aði þjóðarinnar, hve iðnaðarmátt- ur hennar hefur aukizt. Enda þótt mörg japönsk stórfyrirtæki ráði yfir miklu eigin fjármagm, eru þau i rikum mæli háð banka- kerfinu, að því er snertir lán til fjárfestingar og vaxtar. Þetta fé leggur hinn almenni borgari í Jap- an að mestu til með spa-rifé sínu, sem hann leggur í banka. En það er einmitt hér, sem erf- iðleikar kunna að verða í vegi framundan. Verðbólga hefur skot- ið upp kollinum í verulegum mæli á undanförnum árum og verið allt að 6% á ári, þannig að vextir af sparifé hafa ekki náð að vega þar upp á móti. Ástæðan fyri: mikilli sparifjármyndun í Japan er einkum sú, að félagslega er landið ekki eins þróað og flest önnur iðnaðarríki og það veldur því, að einstaklingurinn leggur miklu meiri áherzlu á að safna íé til elliáranna en víðast hvar ann- ars staðar. En það er ekki unnt — jafnvel í Japan — að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að hinn venjulegi neytandi með tilliti til þess skarðs, sem verðbólgan hegg- ur í sparifá hans, taki einn góðan veðurdag upp á því að eyða span- fé sínu. Og þegar sá dagur rís upp, er hætt við, að ýmsir þættir þess grundvailar, sem japanskt efnahagslif byggist á, reynist úr- eltir. En slíkt vandamál tilheyrir framtíðinni samt sem áður og jafnt útlendingar sem Japanir, er hugsa um slíkt, verða jafnan að minnast þess, að Japan er „öðru vísi“ og að ef til vill verði unnt að leysa það vandamál með að- ferðum, sem eiga við í Japan en ekki í öðrum löndum. Efnahagsáætlanaráð landsins spáir því í fyrstu fimm ára áætlun sinni varðandi efnahagslega og þjóðfélagslega þróun landsins, að á tímabilinu 1967—1971 verði hagvöxturinn 8% á ári fyrii allt tímabilið. Ljóst er þó, að rciikið er undir því komið, hvernig þró- unin verður annars staðar í heim- inum í heild á næstu árum. Eins og að framan greinir, verður Jap- an að flytja inn næstum öll hrá- efni sín til iðnaðar og landið er því mjög háð því, í hvaða mæli önnur lönd eru megnug að kaupa af því útflutningsvörur þess. Hagvöxturinn 10% að undanförnu. Það er að miklu leyti að þakka afar mikilii aukningu innflutn- ings Bandaríkjamanna, að efna- hagslíf Japans hefur búið við hag- vöxt undanfarin ár, sem numið hefur um 10% árlega. Þetta er líka ein helzta ástæðan fyrir því, hve greiðslujöfnuður landsins hefur verið hagstæður síðustu ár, en útflutningurinn til Bandarikj- anna hefur aukizt um 30%. Því að- eins að ný heimskreppa kynni að skella á, virðist það mark, sem hagvextinurn hefur verið sett á næstu árum, ekki vera raunhæft, en þar er gert ráð fyrir 8% hag- vexti árlega i stað 10% undanfar- in ár. Ef þessi hagvaxtartala helzt í 9 ár, mun heildarþjóðarfranr- leiðsla Japans hafa tvöfaldazt. Að líkindum mun sá dagur renna upp, að hinn almenni borgari í Japan kýs lieldur að fá batnandi lífskjör „greidd“ með meiri íií- tíma, en til þess að svo verði, þarf mikii breyting að verða á hugsunarhætti almennings. Svo virðist, sem sú samflétta þjóðfé- iagsástæðna, sem var undirstaða þess feiknarlega vaxtar og út- þenslu efnahagslífsins, sem átti sér stað á enduruppbyggingar- tímabilinu eftir stríðið, hafi haft áhrif á efnahags þróun landsins mikiu lengur en búast mátti við ug hafi enn áhrif á þessa þróun. LAIMDSBAIMKI ÍSLAIMDS AUSTURSTRÆTI 11 ÚTIBU I REYKJAVlK: REYKJAVÍK — SÍMI 17780 AUSTURBÆJARÚTIBÚ, Laugavegi 77, sími 21300. ÁRBÆJARÚTIBÚ, Rofabœ 7, simi 84400. LANGHOLTSÚTIBÚ, Langholtsvegi 43, sími 38090. MÚLAÚTIBÚ, Lágmúla 9, sími 83300. VEGAMÓTAÚTIBÚ, Laugavegi 15, sími 12258. VESTURBÆJARÚTIBÚ, Háskólabiói v/Hagatorg, simi 11624. UTIBU ÚTI Á LANDI: Akranesi Akureyri Eskiiirði Grindavík Húsavík Hvolsvelli ísafirði Sandgerði Selíossi AFGREIÐSLUR: Keflavík Raufarhöfn Þorlákshöfn — Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.