Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 45
FRJALS VERZLUN 25 unar. í ágústlok var svo fullgeng- ið frá nýja tengiveginum hingað; hann heitir Dalbrekka. En áður en sá vegur var tilbú- inn, frétti ég af tilviljun um mögu- leika á að fá pláss að Ármúla 5 í Reykjavik. Ég vissi ekki þá og veit reyndar ekki enn, hvernig þessar vegaframkvæmdir á Kópa- vogshálsinum eiga eftir að þxó- ast; þetta er jú fjögurra ára áætl- un. Með þetta í huga og svo hitt, að Reykjavik er stór hlutur i okk- ar sölu, sló ég til og við opnuðum útibúið í Reykjavik. Mér er eng- in launung á því, að ég hygg mjög gott til þess að vera kominn þetta nær stórum hóp hugsanlegra við- skiptavina, og að sjálfsögðu höld- um við áfram hér í Kópavogi af íullum krafti." Þegar Óskar er hér korninn; bú- inn að rifja upp sögu síns fyrir- tækis, leggur hann frá sér verk- efnið og við setjumst inn i kaffi- stofu til að fá okkur morgunsop- ann. „Við framleiðum húsgögn nær eingöngu á erlendum framleiðslu- rétti,“ heldur Óskar áfram,“ og sem stendur aðeins dönsk hús- gögn. — Sykur? — Hins vegar er áhugi minn opinn fyrir þvi að hvetja islenzka húsgagnaarkitekta til að skapa okkur verðug verk- efni. — En .... — Já, ég hef oft verið spurður að því, hvers vegna ég framleiði ekki meira eftir íslenzka arki- tekta. — Já, hvers vegna? — Ástæðan er fyrst og fremst sú, að flestir þeirra vilja, að við gerum framleiðslusamninginn strax; að við veðjum á teikning- una. En auðvitað á arkitektinn fyrst að vinna sína hugmynd og koma svo til okkar. Lítist okkur vel á, framleiðum við prufu- stykki og reynist það jákvætt, þá fyrst getum við setzt að samn- ingaborðinu. — En eigum við þá nógu góða húsgagnaarkitekta? Það er engu líkara, en ég hafi sett Óskar út af laginu með þess- ari spurningu. Hann hrærir vand- lega í bollanum. En ég kemst fljót- lega að því, að þetta er ekki svo beinskeytt spurning; hún er að- eins heimskuleg í augum Óskars. — Sýning húsgagnaarkitekta fyrir skömrnu. — Hann þagnar og horfir á mig. Veit ég, hvað hann er að tala um? — Þessi sýn- ing sannaði, að þrátt fyrir það, að íslenzkir húsgagnaarkitektar hafa nær eingöngu fengizt við innrétt- ingateikningar, þá búa þeir líka yfir ýmsum húsgþgnahugmynd- um, sem með góðri samvinnu arki- tekts og framleiðanda gætu orðið góðar vörur á markaðinum. Óskar segir þetta hægt; hann horfir á mig skrifa eftir sér. Ég íinn það og ákveð að jafna mig í skjóli klassískrar spurningar. — Hvað með útflutning á hús- gögnum? Óskar færist allur i' aukana. — Undirstaða þess, að uin út- flutning á húsg'ögnum geti veiið að ræða, er, að þar verði á ferðinni íslcnzk húsgögn; að þar ráði is- lenzkur húsgagnaarkitektúr ríkj- um. Hvað snertir gæði framleiðsl- unnar, stöndum við fyllilega jafn- fætis öðrum, en það dugir bara ekki til. íslendingar hafa gert tilraun txl að selja húsgögn í Bandarikjun- um. En þar var aðeins brosað að því bi'ölti, því húsgögnin voru annaðhvort léleg stæling á skand- inaviskum húsgögnum eða hrein- ar eftirlíkingar. Hins vegar var ekkert at athuga við vinnuna á þessum húsgögnum. Kannski má þó segja, að verðlagið hafi átt sinn þátt í þróuninni, en það, sem vant- aði fyrst og' fremst, var íslenzkur húsgagnaarkitektúr. Nú er erfitt að fylgjast með. Óskari er þetta greinilega hjart- ans mál; hann skrefar fram og aftur, nemur snögglega staðar, horfir hvasst á mig, eins og til að fuiivissa sig um athygli mina, svo heldur hann áfram. — Eigi draumurinn um útflutn- ing á húsgögnum að rætast, verður líka að koma meira til; samsteypa um innflutning á hráefni til út- flutningsframleiðslunnar og sam- vinna við framleiðsluna. Öðru visi getum við ekki staðizt erlendum húsgagnaframleiðendum snúning. Allt i einu eru komnir við- skiptavinir; ungt par, kannski ný- gift hjón, sem eru að byggja upp heimili. Og þau koma til Öskars í Dúna. Ég stend álengdar og fylg- ist með. Óskar talar — ungu hjón- in setjast i stóla, brosa og horfa Glæsilegt húsgagnasett frá Dúna, en nýbúið er að opna verzlun að Ármúla 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.