Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 45

Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 45
FRJALS VERZLUN 25 unar. í ágústlok var svo fullgeng- ið frá nýja tengiveginum hingað; hann heitir Dalbrekka. En áður en sá vegur var tilbú- inn, frétti ég af tilviljun um mögu- leika á að fá pláss að Ármúla 5 í Reykjavik. Ég vissi ekki þá og veit reyndar ekki enn, hvernig þessar vegaframkvæmdir á Kópa- vogshálsinum eiga eftir að þxó- ast; þetta er jú fjögurra ára áætl- un. Með þetta í huga og svo hitt, að Reykjavik er stór hlutur i okk- ar sölu, sló ég til og við opnuðum útibúið í Reykjavik. Mér er eng- in launung á því, að ég hygg mjög gott til þess að vera kominn þetta nær stórum hóp hugsanlegra við- skiptavina, og að sjálfsögðu höld- um við áfram hér í Kópavogi af íullum krafti." Þegar Óskar er hér korninn; bú- inn að rifja upp sögu síns fyrir- tækis, leggur hann frá sér verk- efnið og við setjumst inn i kaffi- stofu til að fá okkur morgunsop- ann. „Við framleiðum húsgögn nær eingöngu á erlendum framleiðslu- rétti,“ heldur Óskar áfram,“ og sem stendur aðeins dönsk hús- gögn. — Sykur? — Hins vegar er áhugi minn opinn fyrir þvi að hvetja islenzka húsgagnaarkitekta til að skapa okkur verðug verk- efni. — En .... — Já, ég hef oft verið spurður að því, hvers vegna ég framleiði ekki meira eftir íslenzka arki- tekta. — Já, hvers vegna? — Ástæðan er fyrst og fremst sú, að flestir þeirra vilja, að við gerum framleiðslusamninginn strax; að við veðjum á teikning- una. En auðvitað á arkitektinn fyrst að vinna sína hugmynd og koma svo til okkar. Lítist okkur vel á, framleiðum við prufu- stykki og reynist það jákvætt, þá fyrst getum við setzt að samn- ingaborðinu. — En eigum við þá nógu góða húsgagnaarkitekta? Það er engu líkara, en ég hafi sett Óskar út af laginu með þess- ari spurningu. Hann hrærir vand- lega í bollanum. En ég kemst fljót- lega að því, að þetta er ekki svo beinskeytt spurning; hún er að- eins heimskuleg í augum Óskars. — Sýning húsgagnaarkitekta fyrir skömrnu. — Hann þagnar og horfir á mig. Veit ég, hvað hann er að tala um? — Þessi sýn- ing sannaði, að þrátt fyrir það, að íslenzkir húsgagnaarkitektar hafa nær eingöngu fengizt við innrétt- ingateikningar, þá búa þeir líka yfir ýmsum húsgþgnahugmynd- um, sem með góðri samvinnu arki- tekts og framleiðanda gætu orðið góðar vörur á markaðinum. Óskar segir þetta hægt; hann horfir á mig skrifa eftir sér. Ég íinn það og ákveð að jafna mig í skjóli klassískrar spurningar. — Hvað með útflutning á hús- gögnum? Óskar færist allur i' aukana. — Undirstaða þess, að uin út- flutning á húsg'ögnum geti veiið að ræða, er, að þar verði á ferðinni íslcnzk húsgögn; að þar ráði is- lenzkur húsgagnaarkitektúr ríkj- um. Hvað snertir gæði framleiðsl- unnar, stöndum við fyllilega jafn- fætis öðrum, en það dugir bara ekki til. íslendingar hafa gert tilraun txl að selja húsgögn í Bandarikjun- um. En þar var aðeins brosað að því bi'ölti, því húsgögnin voru annaðhvort léleg stæling á skand- inaviskum húsgögnum eða hrein- ar eftirlíkingar. Hins vegar var ekkert at athuga við vinnuna á þessum húsgögnum. Kannski má þó segja, að verðlagið hafi átt sinn þátt í þróuninni, en það, sem vant- aði fyrst og' fremst, var íslenzkur húsgagnaarkitektúr. Nú er erfitt að fylgjast með. Óskari er þetta greinilega hjart- ans mál; hann skrefar fram og aftur, nemur snögglega staðar, horfir hvasst á mig, eins og til að fuiivissa sig um athygli mina, svo heldur hann áfram. — Eigi draumurinn um útflutn- ing á húsgögnum að rætast, verður líka að koma meira til; samsteypa um innflutning á hráefni til út- flutningsframleiðslunnar og sam- vinna við framleiðsluna. Öðru visi getum við ekki staðizt erlendum húsgagnaframleiðendum snúning. Allt i einu eru komnir við- skiptavinir; ungt par, kannski ný- gift hjón, sem eru að byggja upp heimili. Og þau koma til Öskars í Dúna. Ég stend álengdar og fylg- ist með. Óskar talar — ungu hjón- in setjast i stóla, brosa og horfa Glæsilegt húsgagnasett frá Dúna, en nýbúið er að opna verzlun að Ármúla 5.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.