Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 9
FRJALS VERZLUN 5 SAMTÍÐARMENN TÓMAS ÖLGERÐARMAÐUR Tómas Tómasson ölgerðarmaður er samtíðarmaður F.V. að þessu sinni. SAUTJÁNDA apríl 1913 hóf ung- ur maður, Tómas Tómasson, öl- gerð í Þórshamarskjallaranum við Templarasund. Þetta framtak bar vitni um mikinn stórhug, því á þessum tíma var erlent öl allsráð- andi á Islandi og erlendu ölgerð- irnar voru allt annað en árenni- Iegar til samkeppni. Margir voru því þeir, sem álitu, að hér yrði aðeins um aprílhlaup að ræða, en með þrautseygju og hyggindum tókst Tómasi að yfirstíga alla byrjunarörðugleika og nú er fyr- irtæki hans, h.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, með . virðulegri fyrirtækjum höfuðborgarinnar og fjölbreytt framleiðsla þess renn- ur ljúflega niður hálsa lands- manna. — 0 — Nú stendur Tómas Tómasson á áttræðu. Hann fæddist 9. októ- ber 1888 að Miðhúsum í Hvols- hreppi, Rangárvallasýslu, sonur hjónanna Tómasar Jónssonar og Sigurlaugar Sigurðardóttur. Fað- irinn féll frá, þegar drengurinn var á öðru ári og brá móðirin búi, en sonur hennar fór að Velli, til Hermanns heitins Jónssonar. Þar ólst Tómas upp til ársins 1894, er Hermann dó. Frá Velli fór Tómas til Ólafs Guðmundssonar, læknis, að Stór- ólfshvoli og var þar í sex ár, en aldamótaárið fluttist hann að Garðsauka, til Ingimundar Bene- diktssonar. Hjá honum var Tómas til 17 ára aldurs, að hann gerðist vinnumaður hjá Eyjólfi Jóhanns- syni skipstjóra til eins árs. Að því loknu flutti Tómas til móður sinn- ar, sem þá var búsett á Seltjarnar- nesi. Svo sem venjan var, var Tómas látinn vinna öll algeng sveitar- störf í æsku og eftir fermingu hafði hann ferðalög til aðdráttar fyrir heimilið. Árið 1906 stundaði hann sjóróðra frá Seyðisfirði og Garði suður, en árið eftir gerðist hann starfsmaður hjá gosdrykkja- verksmiðjunni Sanitas. Reyndist hann dugmikill strfskraftur og vann sig fljótt upp í stöðu fram- leiðslustjóra og einnig stjórnaði hann atvinnurekstrinum, meðan Gísli Guðmundsson, forstjóri San- itas, var við gerlafræðinám er- lendis. — 0 — „Löngun mín til að verða sjálfs míns herra jókst stöðugt“, segir Tómas. „Þegar Gísli Guðmunds- son ákvað að draga sig út úr San- itas, missti ég löngunina til að vinna lengur hjá því fyrirtæki. Gísli hafði oft talað við mig um stofnun ölgerðar og fyrir áeggjan hans lagði ég út í hana, þó ég teldi mig á fæstan máta til þess færan. Ég fékk 900 krónur að láni til stofnunarinnar, því ekkert fé átti ég sjálfur, giftur maðurinn og orð- inn faðir. Fyrir þessa peninga keypti ég vélakostinn og svo fór ég af stað með framleiðsluna“. Fyrirtæki sitt kenndi Tómas við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.