Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 32
za FRJALS VERZLUN hæstu vexti af innlánsfé! Svona hefur þetta gengið ár eftir ár með einstaka tilbrigðum þó: mynd uf barni og bauk, mynd af smápen- ingum (margt smátt gerir eitt stórt) og fJeiri feimnislegar íil- raunir til að vera aðeins lifandi. Útvegsbankinn kom öllum á óvart fyrir skömmu með því að koma með hressilega auglýsingu í sjón- varpið (leyfði sér meira að segja að sýna mann fá martröð út af víxlaáhyggjum og það þótti mér einstaklega skemmtilega gert). f aivöru talað, þá eru bankarnir eitthvað að hressast, enda eru þeir orðnir það margir, að þeir þurfa að ýta við fólki með sömu ráðum og sápuframleiðandinn eða tann- kremsframleiðandinn. En eitt hef- ur alltaf verið mér undrunarefni. Hvernig stendur á því, að ríkis- bankarnr hafa ekki tekið höndum saman við Gjaldheimtuna og gert snarpa auglýsingaherferð með það fyrir augum, að fólk leggði fyrir þann hluta af launum sín- um, sem það verður að greiða í skatt síðar. Af hverju hvetja bankar ekki fólk til að leggja fyr- ir fé til að taka síðan út í sumar- fríinu. Af hverju ekki að segja við venjulegan launamann: Ef þú ieggur fyrir 2000 krónur á mán- uði í 6 mánuði getur þú fengið 10 þúsund króna lán sjálfkrafa að þeim tíma liðnum. Byggjast ekki bankaviðskipti einmitt mikið á kaup kaups reglunni: Menn geta velt þessum ófullkomnu hug- myndum mínum fyrir sér, og ég hvet þá, sem hafa áhuga á þess- um málum, að leggja orð í belg. — Þeir geta stílað bréf sín til Frjálsr- ar verzlunar — merkt „Auglýs- ingaþáttur“. Sjónvarpsauglýsingar. Að lokum nokkur orð um sjón- varpsauglýsingar. í 3. tölublaði Frjálsrar verzlun- ar er grein, sem ber fyrirsögnina „Eru sjónvarpsauglýsingar of dýr- ar?“ Eru í greininni gefnar upp- lýsingar um kostnað við gerð sjón- varpsauglýsinga í samanburði við blaðaauglýsingar. Allmikillar óánægju og mis- skilnings hefur gætt í sambandi við þessa grein, og gefur hún til- efni til athugasemda og íhugun- í fyrsta lagi virðist sú skoðun útbreidd, að annaðhvort velji kaupsýslumaður sjónvarp eða blöð sem auglýsingavettvang, og er því rétt að athuga það mál dá- lítið nánar. Sjónvarp er að mínum dómi alit annar augiýsingavettvangur en blöðin. Við skulum hugsa okkur, að við séum að auglýsa bílinn X og höfum ákveðið að eyða í aug- lýsingar 1000 þúsund krónum yf- ir árið. Þá er fyrsta spurningin, hvernig er hægt að verja þessu fé skynsamlegast. Við höfum annars vegar blöð og tímarit og hins veg- ar sjónvarpið og fleiri auglýsinga- vettvanga s. s. ruslakassa, leigu- bílaauglýsingar, bíóauglýsingar o. fl. og reyndar einn vettvang enn, sem lítið er notaður hér, en það er „direct mail“ auglýsingaað- ferðin, sem getur, ef rétt er á haldið, gefið góða raun. Við kom- umst að þeirri niðurstöðu að eyða 40 þúsundum í sjónvarp og 60 þús- undum í blöð og annað. Þar sem við erum að auglýsa erlendan bíl, þá hefur umboðið efiaust filmu, sem við getum notað, og þá er sá kostnaðarliður úr sögunni að gera kvikmyndina hér. Við skul- um segja, að kostnaður við að klippa myndina og setja íslenzkt tal við hana nemi 5000 krónum, og þá eigum við eftir 35 þúsund í birtingar. En hvað ætlum við að segja með sjónvarpsauglýsing- unni? Þar komum við einmitt að grundvallarmismun í sjónvarps- auglýsingunni og blaðaauglýsing- unni. Við ætlum ekki að ræða um nýtízkulegan hemlaútbúnað, hestöfl, króm eða gírana í sjón- varpsauglýsingunni. Þvert á móti ætlum við að ýta undir kauplöng- un með myndinni — gera bílinn „spennandi“ í augum fólks — vekja ákveðin hughrif, sem erf- itt er að vekja, eða ómögulegt í blaðaauglýsingum. í blaðaauglýs- ingunum, sem myndu líklega korna samhliða sjónvarpsaugiýs- ingunum komum við með allar úi- listingar á gæðum bilsins, verði, afborgunarskilmálum og öðrum tölulegum og efnislegunr stað- reyndum. Fráleitt er að reyna að troða slíkum upplýsingum inn i sjónvarpsmynd, því þá verður hún ófyrirgefanlega leiðinleg og miss- ir marks. Það er t. d. algjörlega fyrir ofan minn skjlnjng, að það sé rétt aðferð að auglýsa tann- kremið Y svo ofsalega i sjón- varpi, að það fari hrollur um mann, þegar myndin er sýnd ó- breitt frá 6.—30. skipti. Að flestra áliti er ekki rétt að sýna sjón- varpskvikmynd oftar en 5—6 sinn- um á stuttum tíma, því að eftir að áhorfandi er farinn að þekkja myndina og kunna hana utan að, byrjar hann að verða ótrúleg'a leiður á henni. Öðru máli gegnir, ef myndin er sýnd sjaldan og með löngu millibili. Oft er talað um, að það sé svo dýrt að auglýsa. Vissulega er það dýrt, en tii hvers eru menn að auglýsa, og hvernig stendur á, að svo margir hér álíta, að auglýs- ingafé sé blóðpeningur? Að einhverju leyti á þessi hugs- un rætur sinar að rekja tií þess tíma, þegar ekki þurfti að auglýsa vöru — þ. e. þegar eftirspurnin var slík, að varan hvarf um leið og hún kom á markað. Léleg' vara gat selzt jafnvel og góð vara, og þá var ekki reiknað með, að ákveð- inn hundraðshluti af framleiðslu- verði vörunnar rynni til auglýs- inga eins og gert er í ailsnæg'ta- þjóðfélögum. Nú horfa málin allt öðru vísi við, og þegar margar lxk- ar vörutegundir eru á markaðn- um, þá er það sölumennskan, sem allt veltur á, og á ég þá við um- búðir, útstiilingar í verzlunum og beinar auglýsingar. í næsta þætti ætla ég að spjalla um nýlega íslenzkar auglýsing- ar, sem hafa fallið mér illa og vel í geð, bæði blaða- og sjónvarps- auglýsingar. AFEREIÐSLA: B23DD AUGLÝSINGAR : B23D1 RITSTJÓRN : B23G2 FRJALS VIERZLUIM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.