Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.12.1968, Qupperneq 18
1 □ HVAÐ ER VERZLUNAR ÁLAGNING ? Að undanförnu hefir í ræðu og riti verið mikið talað um verzl- unarálagningu og gætir mikils misskilnings og oftlega hreinnar vanþekkingar á hugtakinu verzl- unarálagning. Af þessum ástæð- um á almenningur erfitt með að gera sér grein fyrir, hvað raun- verulega er um að ræða. Sú skoðun fjölmargra ræðu- manna og blaða á þessu hugtaki, ef svo mætti að orði komast, hefir orðið mjög útbreidd meðal al- mennings, að verzlunarálagning sé upphæð, sem renni beint í vasa heildsalans, kaupmannsins eða kaupfélagsins, sem hreinn gróði. Það er mikill misskilningur, að svo sé. Þó er rétt að gera sér ljóst, að ýms blöð og margir ræðu- menn hafa túlkað hugtak þetta ranglega, og má því ætla, að það taki nokkurn tíma fyrir almenn- ing að öðlast réttan skilning á þessu hugtaki. Er það von vor, að þessar stuttu skýringar er hér á eftir fara, megi verða til þess, að hið sanna komi í Ijós. þó ekki sé hægt að gera málinu full skil í eins fáum orðum og gert verður hér. Verzlunarálagning er fyrst og fremst til þess að standa straum af rekstrarkostnaði verzlunarfyr- irtækjanna, en sá kostnaður felst í mörgum gjaldaliðum, sem nú skulu upp taldi eins og t. d.: laun starfsfólks — húsaleiga — ljós og hiti, banka- og vaxtakostnaður, ræsting, síma og póstkostnaður þ. m. t. skeytakostnaður, auglýsingar, umbúðir, prentun og ritföng, kostnaður við sendi- og vöru- bifreiðir, tryggingariðgjöld vegna vöru, húsmuna o. fl. Þó þessi upptalning sé nokkuð löng, er fjarri því, að allt sé upp talið. Verzlunarfyrirtæki þurfa t. d. að greiða há gjöld til opinberra þarfa, bæði borgar og ríkis. Segja má, að það þurfi allir að gera, en hér gegnir þó nokkuð öðru máli, heldur en við á um venjulega laun- þega, og nægir í því sambandi að benda á, að raunverulega eru verzlunarfyrirtæki tvísköttuð, þegar um er að ræða gjöld þeirra til sveitafélaga. í fyrsta lagi er um venjulegt útsvar að ræða, sem fer eftir fram- tali þess er við á, en við það bæt- ist svo aðstöðugjald, sem kemur mjög hart niður á öllum verzlun- arrekstri. Nú skyldi maður ætla, að öll kurl væru komin til grafar, en svo er nú ekki. Verzlunarálagn- ingin þarf einnig að bera uppi fyrningu húsa og áhalda, rýrnun á vörubirgðum, tap á útistandandi skuldum og svo síðast en ekki sízt töp af völdum gengisbreytinga. Við hinu síðastnefnda hefir ver- ið sagt, að þeir verzlunaraðilar, sem notfæri sér erlend vörukaupa- lán, verði að taka afleiðingunum FRJALS VERZLUN af gengistapi sjálfir. Málið er nú ekki svo einfalt. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lánsfjár- markaðurinn innanlands hefir ver- ið mjög þröngur og hefir þessum verzlunarfyrirtækjum beinlínis verið ráðlagt af því opinbera að taka þessi lán m. a. til kaupa á ýmiskonar matvörum, byggingar- vörum o. fl. V erzlunarálagning á íslandi mun vera sú allra lægsta, sem þekkist á byggðu bóli. Verzlunar- álagningin hefir nú á einu ári ver- ið lækkuð þrisvar sinnum og nú fyrir nokkrum dögum um 20— 25%. Hefur álagningin því alls á einu ári verið lækkuð um 33— 50%. Þetta hefur verið viðurkennt af opinberum aðila sem taldi, að eftir fyrstu álagningarlækkunina í desember 1967 gæti heilbrigð verzlun ekki starfað skv. þeim reglum nema til bráðabirgða, og í skamman tíma, hvað þá nú, eftir tvær lækkanir til viðbótar. Málum verzlunarinnar er nú þannig komið, að leyfð álagning stendur ekki undir óhjákvæmileg- um dreyfingarkostnaði vörunnar, sem getur ekki þýtt annað, en að nú þegar hlýtur að verða um mik- inn samdrátt í öllum verzlunar- rekstri að ræða, sem óhjákvæmi- lega leiðir af sér uppsagnir á starfsfólki og minnkandi þjónustu við neytendur. F. í. S.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.