Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 42
22
FRJÁLS VERZLUN
Ef ræða þarf einkamál, er hægt
að taka upp sérstakt símtól (á
eldri tækjunum) eða lyfta taltæk-
inu sjálfu, og þá virkar það eins
og venjulegur sími, sem enginn
annar heyrir í. 7) Ef aðstoðar-
menn yðar þurfa að vera mikið á
ferðinni, er hægt að láta þá hafa
lítinn móttakara. Aðalstöðin getur
svo hringt hann upp, og þegar
móttakarinn gefur frá sér són veit
viðkomandi, að hann á að hraða
sér að næsta síma og hafa sam-
band við skrifstofuna. 8) Með
þessu móti má kalla á hóp manna.
9) Ef það þykir henta, er hægt
að láta mennina hafa litlar tal-
stöðvar, og þá komast þeir í tal-
samband undir eins. 10) Ef háv-
aði er óæskilegur, er hægt að kalia
fólk saman með því að setja upp
ljósmerki á vinnustað þess. 11)
Ef eitt fyrirtæki hefur margar
byggingar á sínum vegum, er hægt
að fá sjálfvirkt samband milli
þeirra. 12) Hægt er að hafa full-
tíðnisamband (VHF) við menn
gegnum bílútvörp. 13) Ef forstjór-
inn þarf að ræða í snatri við fjóra,
fimm eða fleiri menn og hefur
ekki tíma til að kalla þá saman
inn til sín, getur hann fengið sam-
band við þá alla í einu og þeir geta
haldið fund gegnum taltækin. 14)
Ef forstjórinn hefur ekki tíma til
að sinna viðtölum leggur hann tal-
tækið lárétt. Ef reynt er að kalla
hann upp, gefur tækið honum
merki um það en gefur ekki sam-
band. Sá sem er að kalla upp,
heyrir langan óslitinn tón, sem
gefur til kynna að forstjórinn sinni
ekki viðtölum í bili. Forstjórinn
getur líka hallað tækinu þannig,
að einkaritarinn fái upphringing-
arnar sjálfkrafa. 15) Það eru oft
erfiðleikar í sambandi við vélrit-
un bréfa eða skjala hjá stórum
fyrirtækjum. Þetta vandamál leys-
ir Ring-Master auðveldlega. Hægt
er að ná sambandi við sérstaka
vélritunardeild og tala þar inn á
segulband það, sem vélrita þarf.
Vélritunarstúlkurnar rita það svo
niður eftir bandinu. 16) Neyðar-
rofi. Ef eitthvað óvænt kemur fyr-
ir má ýta á neyðarrofa og hann
slítur þá öll sambönd og sá, sem
það gerir, hefur þá beint samband
við alla bygginguna í einu.
Þetta eru nokkrir kostirnir við
Ring-Master Triphone, aðrir koma
ekki í ljós, fyrr en tækið er komið
í notkun. Hljómburðurinn er t. d.
svo vandlega „reguleraður", að
engin hætta er á, að hann verði
nokkurn tíma óþægilegur. Mögu-
leikarnir eru líka ótakmarkaðir.
Það er augljóst mál, að þau eru
ekki mörg fyrirtækin hér á ís-
landi, sem þurfa jafn umfangsmik-
ið sambandskerfi og það, sem er
lýst hér að ofan. En taltækin eru
líka til í svo mörgum og mismun-
andi stórum útgáfum, að alir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Hinn
venjulegi sími, með innanhússlín-
um, er löngu orðinn úreltur. Inn-
an'hússsími sparar bæði tíma og
taugaspennu og bæði tími og
heilsa eru peningar, en það er
nokkuð, sem enginn hefur efni á
að kasta burt á íslandi í dag.
• Gólfteppi
• Gólfdúkar —
• Vesturþýzkar úrvalsvörur á kagstæðu verði
• Afgreiðum frá eigin Eager, einnig beint
frá verksmiðju
Btiiik;RiMiil»i»&:
VÍÐIR FINNBDGASDN
HEILDVERZLUN
PÓSTHDLF 1DB4 SÍMI 23115
3-eJlK>£i-l-