Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Page 5

Frjáls verslun - 01.10.1970, Page 5
FRJÁLS VERZLUN FRJÁLS VERZLUN 10. tbl., 30. árg. 1970. Mánaðarlegt tímarit um viðskipta- og efnahags- mál — stofnað 1939. Gefið út i samvinnu við samtök verzlunar- og athafnamanna. Otgáfu annast: Frjálst framtak hf. Skrifstofa að Suðurlands- braut 12, Keykjavik. Pósthólf 1193. Símar: 82300, 82302. Framkvæmdast jóri: Jóhann Briem. Ritstjóri: Herbert Guðmundsson. Setning og prentun: Félagsprentsmiðjan hf. Myndamót: Rafgraf hf. Brot og hefting: Félagsbókbandið hf. Áskriftarverð á mán kr. 95,00. öll réttindi áskilin. Endurprentun að hluta eða öllu leyti óheimil, nema til komi sérstakt leyfi útgefanda. 3 Meðal annarra orða... Öruggar reglur um literfðir fjdr, en hvenœr verður þekk- ingin nýtt? Þær iðnaðarvörur, sem hæst ber í viðleitni okkar til að fram- leiða slíkar vörur til útflutnings, eiga uppruna sinn að rekja til landbúnaðarins - að slepptum fiskafurðum og framleiðslu stóriðjuvera. Gærur og ull fjárins eru mikilvæg hráefni. Og gæði hráefnisins skipta auðvitað höfuðlmáli. Rann- sóknir dr. Stefáns Aðalsteinssonar hafa leitt í ljós öruggar reglur um litaerfðir íslenzka fjárins. En spurningin er, hve- nær sú þekking verður nýtt almennt í gæru- og ullarfram- leiðslunni. Um rannsóknir dr. Stefáns og niðurstöður má lesa í greinargerð hans hér í blaðinu, á bls. 14. „Smáþjófamir" komnir í sjónvarpið Það er staðreynd, að mikið hefur verið hnuplað í kjörbúð- um og öðrum verzlunum hér á landi undanfarin ár, og þess eru dæmi, að vöruhnupl hafi numið allt að 3% af veltu kjörbúðanna — skipt hundruðum þúsunda í búð. Nú hafa sjónvarpskerfi og ýmis fleiri tæki verið sett „smáþjófun- um“ til höfuðs. . . bls. 20. Hafnarfjörður vex ört Hafnarfjörður er kaupstaður á sjötugs- aldri og hefur lifað tímana tvenna. Síð- ustu árin hefur mikil gróska verið í uppbyggingu bæjarins, og á álverið í Straumsvík sinn þátt í því. Um 400 íbúðir eru nú í smíðum í Hafnarfirði, og svo virðist stefna, að Hafnarfjörður taki brátt sæti fjölmennasta kaupstað- arins í landinu .. . bls. 26. Tryggingafélögin eru of mörg ... segir Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra trygg- inga hf., m. a. í fróðlegu við- tali við FV, sem er á bls. 22. Þar er bæði fjallað um Al- mennar tryggingar hf. og ýmis atriði tryggingamála, sem ofarlega eru á baugi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.