Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 13
FRJÁL5 VERZLUN 11 mönnum á háttvirtu Alþingi, að verzlunin hafi búið sig sérstak- lega undir verðstöðvun með verðhækkunum. Ættu þó allir að vita, að verzlunin býr við ströng verðlagshöft, þannig að hún getur ekki skammtað sér eitt né neitt, hvorki fyrir eða eftir verðstöðvun. Og var þetta reyndar staðfest af verðiags- stjóra. En hitt er svo annað mál, sem réttilega hefur verið vakin athygli á, að ríkið og fyrirtæki þess fengu heimild til þess fyr ir verðstöðvun, að hækka vörur sínar og þjónustu, vegna al- mennra kostnaðarhækkana, sem orðnar voru. Var þó sagt, að það hefði verið minna en óskað var. Verzlunin fékk ekki að taka sínar kostnaðarhækk- anir inn í álagninguna, nema launahæltkanir að nokkru. Ann- að verður hún nú að bera, þrátt fyrir að hún berðist í bökkum þegar fyrir verðstöðvun og raunar löngu fyrr. Verzluninni er sem sagt gert að bera það, sem ríkinu og fyrirtækjum þess er talið algerlega um megn að bera. Er það þakkarvert álit, þótt betra væri að það væri raunhæft. Vafalaust er það raunhæft við eðlilegar aðstæð- ur en ekki eins og nú er komið málum. Það mun sýna sig, því miður. „Kaupmaður, sem vinn- ur 14—16 stundir hvern cinsta sólarhring Er einfalt mál óskiljanlegt ? Margt hefur verið skrafað og skrifað um verðlagsmálin hér á landi, og kemur þó allt fyrir ekki, engu fæst um þokað til úrbóta. Það sem mér finnst undarlegast, er hvað mönnum gengur erfiðlega að skilja óhag- kvæmni þeirrar álagningarað- ferðar, sem beitt er. Hér giid- ir í nær öllum tilfellum há marksálagning í prósentum af ákveðnum álagningargrunni. Og það hvetur verzlunina til að hafa grunninn, sem hæstan, enda leyfa aðstæður aðeins mjög takmarkaða samkeppni. Þannig dugir það neytendum skammt, þótt verzlunin fái að- eins sín fyrirskipuðu prósent. Verzlunin hefur alls ekki endi- lega keypt inn á hagkvæmasta verði og t. d. mjög ólíklegt að hún hafi fengið magnafslátt. þar sem ekkert eigið fjármagn eða lánsfé er fyrir hendi til að kaupa inn mikið magn í einu. Staðreyndin er sú, að verðlags- höftin og framkvæmd þeirra halda ekki aðeins verzluninni í úlfakreppu, heldur halda bein- línis verðlaginu uppi svo miklu munar. Þetta mætti nefna um mörg dæmi til sönnunar. Svo fáránlega haga þeir sér, sem þessu fá ráðið. Niðurstaðan er tap og aftur tap, hvar sem borið er niður, þjóðfélagið allt tapar á þessari dæmalausu heimsku. Og seint skal ég trúa því, að menn sjái það ekki. Hér er eitt ömurlegasta dæmið um það, hvernig stjórnmálaforysta þjóð- arinnar bregst þjóðinni í blindu sjónarspili. Þar gildi auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. PéKá. A HOTEL SAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.