Frjáls verslun - 01.10.1970, Síða 33
FRJALS VERZLUN'
31
Dodge Dart
CHRYSLER: Ekki vantar úr-
valið af CHRYSLER frekar en
öðrum bandariskum bílum.
Umboðið, Vökull hf., býður og
útvegar talsvert yfir 100 teg-
undir. Sumar tegundir CHRY-
SLER hafa notið vinsælda hér
á landi, og m. a. hafa leigubíl-
stjórar keypt mikið af þeim.
Ein tegundin er Dodge Dart
í ýmsum útgáfum. Það er 5-6
manna bíll með ýmist 6 eða 8
strokka vél frá 125 til 275 hest-
afla. Hann kostar frá 490 þús.
kr.
Peugeot 304
PEUGEOT: 304 er ein tegund
þessara vinsælu frönsku bíla,
sem talsvert he-fur verið keypt
af 'hingað til lands á undan-
förnum árum, m. a. í leiguakst-
ur. 304 er 5 manna bíll með 4ra
strokka 70 hestafla vél og 4
ganghraða áfram. Verðið er um
335 þús. kr. Það er Hafrafell
hf., sem hefur umboð fyrir
PEUGEOT, og hefur á boðstól-
um nokkrar tegundir fólks- og
stationbíla.
VW 1302
VOLKSWAGEN: VW er löngu þekkt
og vinsælt merki hér á landi fyrir fólks-
og stationbíla og sendiferðabíla. „Alltaf
fjölgar Volkswagen“, segja þeir hjá um-
boðinu, Heklu hf., og má taka undir
það, því bæði hafa klassískar tegundir
VW náð fótfestu og sífellt koma nýjar
tegundir. Meðal þeirra
tegunda, sem ekki
hafa enn sést hér á
landi, eru fólksbíllinn
VW 411 og jeppinn
VW 181. Um skeið
hafa fólksbílarnir VW
1200 og VW 1300 ver-
ið vinsælastir hér á
landi, og nú eru það
VW 1302 og VW
1302S, sem hafa bæzt
við, en munurinn á
þeim er mest vélarafl-
ið. VW 1302 5 manna
með 4ra strokka 52
hestafla vél og 4 gang-
hraða áfram. Hann
kostar frá 225 þús. kr.
VOLVO: VOLVO-bílarnir frá
Svíþjóð eru í traustu áliti hér
á landi. Á undanförnum árum
hafa þeir tekið gagngerðum
breytingum, þ. e. a. s. fólks- og
sation-tegundirnar, og nú er
komin ein ný lína gegnumgang-
andi. Umboðið, Veltir hf., legg-
ur aðaláherzlu á sölu Volvo P-
144 DeLuxe, sem er 5 manna
fólksbíll með 4ra strokka 90
hestafla vél og 4 ganghraða á-
fram. Hann kostar tæpar 416
þús. kr. Auk fólks- og station-
bílanna selur Veltir hf. hvers
konar flutningabíla.
Volvo P 144 De Luxe
LEYLAND: Frá LEYLAND í
Englandi koma margar tegund-
ir bíla, fólksbíla og flutninga-
bíla. Meðal þeirra sem umboð-
ið, Almenna verzlunafél. hf.,
leggur áherzlu á að selja eru
Triump Stag og Triump 2000
MK2. Útgáfurnar eru ýmsar.
Triump Stag er 4-5 manna
sportlegur bíll með 8 strokka
145 hestafla vél og 4 gang-
hraða. Hnn kostar um 400 þús.
kr.
Triumph Stag