Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 10

Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 10
ÖNNUMST HVERS KONAR VINNU í HUSBYGGINGUM Einnig: Lúgustútar og fisk- rennur, ásamt fleiru í skip og báta. Ymis yfirbyggingastykki í bíla. BLIKKSMIÐJA BJARNA ÓLAFS SÚÐARVOGI 34, REYKJAVÍK. SÍMI 83465. BÓLSTRUM OG KLÆÐUM UPP GÖMLU HÚSGÖGNIN • HÖFUM MARGAR GERÐIR AF ÁKLÆÐUM HÚSGAGNABÓLSTRUN ÁSGRIMS P. LÚÐVÍKSSONAR, BERGSTAÐASTRÆTI 2, REYKJAVÍK SÍMI 16807 ir lítra), 1969 var hún 58.510 tonn og 1968 59.837 tonn, sam- kvæmt skýrslum Efnahags- stofnunarinnar og Hagstofu ís- lands. Af mjólkurneyzlunni í fyrra voru 43.802 tonn keypt á almennum markaði, 12.794 tonn beint frá framleiðendum og um 60 tonn voru dósamjólk. Hjá Efnahagsstofnuninnifékk FV þær athyglisverðu upplýs- ingar, að mest af þeirri mjólk, sem bændur selja beint, er seld án uppbóta, eða um 10 þúsund tonn. Er þar að verulegu leyti um að ræða heimaneyzlu við- komandi framleiðenda, sem drekka þannig í rauninni mun dýrari mjólk en aðrir neytend- ur. Verzlun og þjónusta Lpplýsingamiðlun inn- anlands um hag og skil fyrirtækjanna Upplýsingaskrifstofa Verzl- unarráðs íslands hefur nú tek- ið upp nýja þjónustu, og veit- ir nú upplýsingar um hag og skil innlendra fyrirtækja til innlendra aðila. Verzlunarráðið hefur um áratugaskeið veitt erlendum aðilum slíkar upp- lýsingar, og starfrækt í því augnamiði sérstaka deild á skrifstofu sinni, Upplýsinga- skrifstofuna. Undirbúningur að þessari nýju þjónustu hefur staðið all lengi, og hefur Upp- lýsingaskrifstofan nú tök á að veita all ítarlegar upplýsingar um innlend fyrirtæki, teknar úr firmaskrá, skattskrá, og um eigendur, starfsemi, afdrif víxla og fleiri greiðsluskuld- bindinga, svo og umsagnir lánveitenda. Afgreiðslu á þessum upplýs- ingum er þannig háttað, að helztu atriði eru gefin upp í síma, ef nauðsynlegt er, en skýrsla send í framhaldi af því, eða strax og hún er tilbúin. Hver skýrsla kostar 350 krón- ur. Þá er unnt að senda mán- aðarlegt yfirlit um víxlavan- skil ákveðins hóps fyrirtækja, cg kostar það á ári 2500 kr. fyrir 30 fyrirtæki og 1000 kr. fyrir hver 10 fyrirtæki umfram það. Ekki er vafi á því, að hér er um mikilsverða þjónustu að ræða, og þá ekki sízt með til- liti til þess, að skapa aðhald og auka skilvísi, sem ekki hef- ur verið nægjanlega í heiðri höfð af ýmsum aðilum. Brynjólfur Bjarkan, fulltrúi á skrifstofu Verzlunarráðsins, veitir Upplýsingaskrifstofunni forstöðu: „Þetta er athyglis- verð tilraun, og vonandi kem- ur þessi þjónusta mörgum að liði." 10 FV 10 1971

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.