Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 82
FRA RITSTJORIM „Átthagafjötrarnir“ eru dýr sparnaður 1 septemberblaði Frjálsrar Verzlunar var skýrt í'rá nýju ákvæði skattalaganna, sem i stuttu máli kveður svo á um, að selji í'ólk íl)úð sína áður en þrjú ár eru liðin frá þvi það keypti hana, skuli söluhagnaðurinn skatt- lagður eins og um hreinar tekjur væri að ræða. En söluhagnaður er vitanlega öruggur, cða svo gott sem, á verðbólguthnum, eins og við lifum ó, þótt það sé nær því jafn öruggt, að ekki sé um raunverulegan hagnað að ræða. Jafnframt þvi, að skýrt var frá þessu nýja ákvæði, var í nokkrum dæmiun bent á órétt- lætið, sem fylgir i kjölfarið, þá staðreynd, að hér er í rauninni um nýtízku „átthagafjötra" að ræða. Fólk hefur almenut ckki eliii á þvi að greiða slíkan skatt, sem krafizt er með Jiessu, og það verður því að haga sér í sam- ræmi við það, án tillits til annarra persónu- legra ástæðna. Við kölluðum þctta mál „embættismanna- kerfið gegn einstaklingnum". Þetta nýja ákvæði skattalaganna var fundið upp til þess að hafa einfalda reglu við að styðjast fyrir embættismennina. Og þó er það augljóst, að reglan, sem búin var til með þessum hætti, cr hreint ekki svo afar einföld. f framkvæmd má búast við því, að ýmsir reyni að brjótast undan ákvæðinu, eins og gerðist með hlið- stæð ákvæði áður fyrr, meðan skattalögin voru meira og minna með hnífinn í baki fólks. Það er auðvitað nógu slæmt, þegar búnar eru til reglur, sem ganga í berliogg við almannahag, þótt ekki sé beinlínis sctt lagaákvæði, sem knýr mcnn til að brjóta það. Ráðamenn hafa tekið ábendingu FV um þetta el'ni furðu liljóðlega, og því er vakin athygli á því liér aftur. Þessir „átthagafjötr- ar“ hafa vafalaust verið settir að vanhugsuðu máli, en það minnkar enginn við að viður- kenna það með úrbótum. Þcssu verður að breyta fyrir fólkið i landinu, annað væri ó- sæmilegt í því lýðræðis- og lýðfrelsisríki, sem við búum í. Hættulegt vanmat á þfónustuvinnu Það hefur löngum viljað við brenna, að reynt væri að draga landsmenn í dilka eftir atvinnuvegum og atvinnugreinum, og gera meira úr einum en öðrum. Allt er þetta í hæsta máta hégómlegt, því að engum dettur það í hug í alvöru, að einn atvinnuvegur gcti þrifizt án annarra. Þjónustuatvinnuveg- ur er þannig sízl minná virði en framlciðslu- atvinnuvegur, hvorugur er nauðsynlegri en hinn, en báðir eru jafn ómissandi. Sérstaklega liefur verzlun, ásamt skyldri þjónustu, orðið fyrir barðinu ó þessum dilka- drætti. Þó er það óumdeilanlegt, að þáttur verzlunar hvað varðar kjör og afkomu fólks, er ekki ómerkari en sjávarútvegs, landbún- aðar og iðnaðar. Það er, eins og réttilega hef- ur verið bent á af hóll'u verzlunarinnar, jafn verðmæt sú krónan, sem sparast, og hin, sem græðist, og skiptir sköpum fyrir hvern laun- þega, livað liann fær l'yrir aflafé silt. Við vitum það mæta vel, að hér þrifist ekki þjóð, ef skyndilega hætti að veiðast fiskur, eða að hætt yrði að róa. En það yrði ekki róið, ef ekki íengist allt til þess, og engiiin sæi sjómönnum fyrir þurftum þeirra í landi. Og til livers væri að róa og veiða fisk, ef enginn hirti um að selja hann? Við gætum heldur ekki selt sjávarafurðirnar, ef engin önnur viðskipti væru rekin hér. Þannig má endalaust telja forsendur fyrir tilveru okkar liér á Islandi. Og fram hjá því verður ekki komizt, að verzlun og þjónusta tengja fram- leiðsluatvinnuvegina við raunverulegt líf í landinu. Um verzlunina fara flest verðmæti, með einum eða öðrum liætti, og því er það höfuðatriði, að verzlunin blómgist og geti gegnt með eðlilegum hætti hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Það hcfur allt oi' lengi þótt hliða að halda verzluninni í skefjum, vegna verðbólgunnar. En verðbólgan hefur engu að síður blásið út með methraða. Þess vegna ættu ráðamenn þjóðarinnar að endurskoða hug sinn til hlut- verks og áhrifa verzlunar og þjónustu, og leita nýrra úrræða, og nær þeim, sem í raun hafa gefizt mörgum skyldum þjóðum betur en þau, sem hér hefur verið beitt. Vanmatið á þjónustuatvinnu er bókstaflega hættulegt, og frá því verður að suúa fyrr cn síðar. 82 FV 10 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.