Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 15
Útlönd
Efnahagsvandamálið í Bretlandi:
Háar kaupkröfur meðan
reksturinn berst í bökkum
Verkföll hafa tröllriðið
brezku atvinnulífi undanfarin
ár. Það er ekki að ástæðulausu,
að bæði stjórn Harold Wilson
og stjórn Edward Heaths hafa
reynt að setja löggjöf til að
koma í veg fyrir, að verkföll
smárra hópa stöðvuðu atvinnu-
rekstur á stórum sviðum. Eilíf
verkföll í Bretlandi hafa verið
mesti bölvaldur í efnahagsmál-
unum. Hvað eftir annað hafa
verkföll á ýmsum sviðum at-
fallið hefur rekið annað. Stjórn
Verkamannaflokksins tókst að
komast hjá jafn stórum áföll-
um og stjórn íhaldsflokksins
hefur orðið að þola. Harold
Wilson varð þó að kaupa dýru
verði þann frið, sem verkalýðs-
félögin þó veittu honum um
tíma. Hann varð að falla frá
löggjöf um vinnudeilur, sem
hann hafði kallað eitt mikil-
vægasta verkefni samtíðarinn-
ar, að sett yrði.
Svona lítur blaðið Daily Express á málin: Á 19 öldinni var krafa
verkamanna, að þeir losnuðu úr viðjum „grimmra kapitalista",
en á 20. öldinni hafa orðið endaskipti á hlutunum, og nú eru
það kapitalistar, sem krefjast þess, að þeir losni úr viðjum
„grimmra verkamanna".
vinnulífsins stíflað lífæðar
efnahagslífsins. Hæst ber verk-
fall kolanámumanna nú eftir
áramótin.
Menn minnast verkfalls póst-
manna fyrir ári, verkfalla í
bíla- og skipasmíðum og fjöl-
margra annarra. Hvert verk-
SKÆRUVERKFÖLLIN
ÞUNGBÆRUST.
Mörg þau verkföll, sem
þungbærust hafa orðið brezku
atvinnulífi, hafa verið skæru-
verkföll og „ólögleg verkföll'*,
sem ekki nutu samþykkis
stjórnar brezka alþýðusam-
bandsins. Það er gegn þess
konar verkföllum, sem brezkar
ríkisstjórnir hafa beitt sér,
stjórn Wilsons og stjórn
Heaths.
Verkalýðsfélögin hótuðu Wil-
son ,,borgarastríði“, ef hann
hrynti þessum lögum fram.
Stjórn Heaths hefur komizt
lengra, en hún mætir fyrir
vikið slíkri andstöðu verka-
lýðsforingja, að margir telja,
að þeir hafi meiri áhuga á að
steypa stjórninni en hækka
kaup umbjóðenda sinna.
Verkföllin verður að líta á
í ljósi þess. að brezkt atvinnu-
líf stendur síður en svo í
blóma um þessar mundir. At-
vinnuleysingjar í landinu eru
yfir ein milljón, sem er hið
mesta, sem verið hefur frá tím-
um kreppunnar miklu. Mörg
fyrirtæki berjast í bökkum.
BREZK FYRIRTÆKI
OF LÍTIL.
Reyndin er sú, að nútíma
tækni er á því stigi ,að stærð
brezkra fyrirtækja er orðin ó-
hagkvæm. Þau eru flest of lít-
il, og samruni er óhjákvæmi-
legur. Tímaritið Economist
ræðir um, að mörg fyrirtæki
muni þarfnast ríkisstuðnings.
Þetta á einkum við um stór
iðnfyrirtæki, en framtíð Bret-
lands sem iðnaðarveldis hvílir
á þeirra herðum. Menn minn-
ast hruns Rolls Royce, sem
ríkisstjórnin varð að forða.
Ýmis smærri fyrirtæki geta
enn komizt af. En þau stríða
við vaxandi einokunarhneigð á
mörkuðunum. Framleiðslan
þjappast saman um færri og
færri fyrirtæki, og þá jafn-
framt um færri og færri verk-
smiðjur, sem þýðir fækkun
verkafólks á svæðum, þar sem
gömlum, óarðbærum verk-
smiðjum hefur verið lokað.
FV 2 1972
15