Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 19

Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 19
IMúverandi gengisskipan hefur gengið sér til húðar Haukur Helgason hagírœðingur skrifar um gjaldeyriskreppuna og gengiskerfið. Heimurinn steyptist í gjald- eyriskreppu á miðju sumri. Um skeið var hætta á viðskipta- stríði, þar sem Bandaríkja- menn gripu til þess ráðs að setja 10% innflutningstoll á mikinn hluta innflutnings síns. Þeirri hættu var bægt frá, og um jólin náðist samkomulag um gengisbreytingar, sem voru á þann veg, að ekki ætti að vera hætta á gjaldeyriskreppu um nokkurt skeið. Það er hins vegar skoðun alls þorra hag- fræðinga, að núverandi kerfi gengismála hafi runnið sitt skeið á enda, ekki þýði til lengdar að lappa upp á það, heldur þurfi að brcyta kerfinu í grundvallaratriðum. SKULDUÐU ÞRJÁ MILLJARÐA DOLLLARA ERLENDIS Gjaldeyriskreppan í sumar þurfti ekki að koma neinum á óvart. Slíkar kreppur hafa dunið yfir annað veifið á undanförnum árum. Sumir gjaldmiðlar voru of hátt skráð- ir, gengi annarra var of lágt. Það var einkum Bandaríkja- dollar, sem vandræðunum olli, en hann hafði um langt skeið verið of hátt skráður, og þurft hefði að fella gengi hans fyrir löngu til að forðast jafnvægis- leysi. Bandarísk stjórnvöld vildu ekki fella gengið. Við- skiptajöfnuður Bandaríkjanna var óhagstæður, og hallinn óx. Auk þess leitaði bandarískt fjármagn úr landi, þar sem vextir voru hærri erlendis og betri arður af fjármagni. Bandaríska Federal Reserve kerfið (samsvarandi Seðla- banka) skuldaði um miðjan ágúst síðast liðinn þrjá millj- arða dollara, sem það hafði tekið að láni hjá seðlabönkum í Bretlandi, Sviss, Belgíu og Vestur-Þýzkalandi og Bank for International Settlements. — Mestur hluti þessa fjár var tek- inn að láni á síðasta sumri. Menn þekkja áhrif þess, að gengi einhvers gjaldmiðils er of hátt skráð. Það þýðir, að verðlag á útflutningsafurðum þess ríkis verður of hátt, mið- að við verðlag á innfluttum vörum frá öðrum ríkjum. Gengi Bandaríkjadollars var nægilega langt yfir því, sem eðlilegt hefði verið, til að skerða verulega samkeppnis- hæfni bandarískra útflutnings- afurða. Því fluttu Bandaríkja- menn of lítið út og of mikið inn, og sá halli á viðskipta- jöfnuði og fjárstreymi, sem af því leiddi, skapaði jafnvægis- leysi í alþjóðlegum viðskipt- um og á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum. Spákaupmenn komu mjög við sögu. „SPÁKAUPMENN“ OPIN- BERA AÐEINS VEILUR KERFISINS „Spákaupmenn“ eru ekki eitthvert illþýði, sem blekkir saklausar sálir og hefur af þeim fé með því að „spila“ á gjaldeyrismörkuðum. Spákaup- menn fóru á stúfana í sum- ar, þegar sá orðrómur barst út, að hagfræðilegar stofnan- ir í Vestur-Þýzkalandi væru í þann veginn að birta skýrslu, þar sem mælt væri með hækk- un á gengi vestur-þýzka marks- ins. Spákaupmenn tóku að flytja fjármagn yfir í vestur- þýzk mörk til að hagnast á hækkun þess. Þar sem dollar- inn var viðurkenndur „veik- ur“, voru auðvitað mest brögð að yfirfærslum á dollurum í mörk, í stuttu máli spákaup- menn skiptu dollurum í mörk. Hverjir voru þessir spákaup- menn? Mikill fjöldi þeirra var bandarískur, fyrirtæki, bank- ar og einstaklingar. Þeir stofn- uðu sér í litla hættu. Ef geng- ið breyttist ekki, þá yrðu þeir svo sem ekkert ver staddir en þeir voru áður. Auðvitað voru þeir ekki allir bandarískir. Þeir gátu verið frá Líbanon eða Túnis, eða hvaðan sem vera skyldi. Aðalatriðið er, að athæfi þeirra er ekki vitund ólöglegt. Þvert á móti er geng- iskerfi heimsins með þeim hætti, að gera verður ráð fyr- ir sífelldri starfsemi spákaup- manna. Það er til lítils fyrir stjórn- málaforingja að beina reiði sinni gegn spákaupmönnum. Starfsemi spákaupmanna í sumar gerði ekki annað en að opinbera þær veilur, sem allir vissu, að voru í gengismálum, fyrst og fremst af því, að gengi Bandaríkjadollars var alltof hátt. Starfsemi þeirra flýtti aðeins endalokum svika- myllu stjórnmálamanna, til- færslur þeirra á fjármagni stöfuðu af misræminu í skrán- ingu gjaldmiðla og ýttu um tíma undir flóttann frá dollar yfir til annarra gjaldmiðla. Hefði ekki verið um rótar- FV 2 1972 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.