Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.02.1972, Qupperneq 24
þess erum við umboðsmenn fyrir M.A.N. dieselvélar, en þær eru m. a. í báðum nýj- ustu rannsóknarskipum okk- ar og öllum skuttogurum sem samið hefur verið um smíði á Spáni. — Hvaðan flytjið þið helzt vörurnar? — Mest er innflutt frá Eng- iandi og Noregi, en auk þess eru nokkur viðskipti við Sví- þjóð, Danmörk, V—Þýzkaland og Bandaríkin. Meginuppistaða lagersölu okkar er til verzlána — eða beint til endursölu — en þó eru t.d. skrifstofuvörur okk- ar seldar beint til notenda. — Ég vil taka það fram hér að við höfum yfirleitt verið sér- lega heppnir með viðskipta- menn. Því að vanskil á umsömd- um greiðslum eru óalgeng hjá okkur, en þegar það kemur fyrir er í flestum tilfellum hægt að greiða úr þeim vanda án verulegra vandkvæða. — Og útflutningurinn, Sig- urður? — Hann samanstendur af fiskimjöli og lýsi. Mjölið fer aðallega til Svíþjóðar, Dan- merkur, Englands og svo ým- issa A—Evrópulanda. Sölurnar fara fram í gegnum umboðs- menn okkar í Danmörku og Englandi, nema til A—Evrópu- landa, þangað er selt beint til 'kaupanda. Lýsið fer hins vegar mest til Hollands og V—Þýzka- lands. — Hvernig náið þið í útflutn- ingsvörurnar, kaupið þið sjálf- ir? — Nei, við erum aðeins milli- liður. Við erum umboðsmenn fyrir verksmiðjur vítt og breitt um landið. og svo auðvitað fyrir erlenda aðila. Við leitum að kaupendum fyrir seljendurna og svo öfugt. Eins og öllum er kunnugt hefur framleiðsla á mjöii og lýsi minnkað töluvert á undanförnum árum eða síðan síldveiðar lögðust að mestu leyti niður. Við megum samt nokkuð vel við una, því að okkar hlutur í heildarútflutn- ingnum hefur farið vaxandi undanfarin ár. — Hvað eru starfsmenn fyrir- tækisins margir? Við erum fjórtán samtals og erum við mjög heppnir með starfsfólk. Við leggjum áherzlu á að samvinnan innan fyrirtæk- isins sé sem bezt og nánust. Við höldum vikulega fundi með sölumönnum okkar, gjaldkera og bókhaldara, og þar eru gerð- ar áætlanir um sölumál, fjár- mál og annað sem við kemur rekstrinum. Fundi þessa teljum við mjög mikilvæga og eiga þeir eflaust mikinn þátt í því hve góð samvinna ríkir innan fyrirtækisins. — Hvað getið þið sagt okk- ur um framtíðaráætlanir? — Nú, stærsti áfanginn er líklega nýtt húsnæði sem við er- um að byggja í samvinnu við 19 heildsala sem hafa stofnað hlutafélagið Heild h.f. um þessa byggingu, sem er um 6000 m2 hús að grunnfleti á tveim hæð- um við Kleppsveg. Ráðgert er að skrifstofan verði á efri hæð en vörugeymslur á þeirri neðri. Þessi samvinna á sjálfsagt að leiða til aukinnar hagræðingar á mörgum sviðum, það eru t.d. margir þjónustuliðir sem hægt er að sameinast um. Við erum mjög hreyknir yfir að vera þátt- takendur í samtökum þessum, sem sanna, að með gagnkvæmu trausti og sameiginlegu átaki er hægt að ná ótrúlegu marki, en með þessari samvinnu telj- um við brotið blað í samstarfi heildsala, til góðs. Ekki er vitað hvenær hægt verður að flytja í þetta nýja húsnæði, en von- andi getum við haldið þar upp á 50 ára afmæli fyrirtækisins á þessu ári. Nýtt fiskvinnsluhiís á Selfossi Rekstur Straumness hf. gengur vel Fiskiðjan Straumnes h.f. á Selfossi hefur nýlega tekið til starfa í nýbyggðu, eigin hús- næði. Er það 1400 fermetra stál- grindahús, sem reist var í haust á Fossheiðinni austan Eyrar- vegs. Húsi þessu er þannig skipt niður, að fiskmóttaka og aðgerð eru á 200 fermetrum í vesturenda, skrifstofur og kaffistofa, salerni, fatageymsla og þurrkklefi taka um 300 fer- metra pláss í austurenda, en um 900 fermetrar fara undir salt- fiskverkun. Þessi nýju húsa- kynni kosta um 10 milljónir króna. Fiskiðjan Straumnes h.f. get- ur tekið á móti fiski af fjórum bátum að minnsta kosti. Sem stendur eru fastir samningar um vinnslu af tveimur bátum, sem leggja upp í Þorlákshöfn, en vonir standa til að fá fisk af fleiri bátum. Straumnes h.f. hefur hingað til selt fiskinn hálfverkaðan, upp úr salti, en nú er ætlunin að fullverka eins mikinn hluta aflans og kostur er, og er út- búnaður til þess fyrir hendi. Alls afgreiddi Straumnes nú um áramótin 160 launamiða. Þess ber að gæta, að aðeins einn miði er gefinn út á hvern verktaka, hversu marga menn sem hann hefur í vinnu. Eru því einstaklingarnir, sem at- vinnu hafa haft af rekstri Straumness h.f. margfalt fleiri. Fiskiðjan Straumnes hf. er al- menningshlutafélag, sem stofn- að var á Selfossi í sepember 1970 með þátttöku um 400 hlut- hafa. í október og nóvember sama ár hófst rækjuvinnsla á vegum fyrirtækisins í bygging- um Sláturfélags Suðurlands, en í ársbyrjun 1971 var hafin mót- taka á fiski til verkunar af tveimur bátum. Alls var tekið á móti 1100 tonnum á árinu, og fór það allt í salt. Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í blaðinu Suður- landi, mun hi’einn hagnaður af rekstri Straumness h. f. hafa numið einni milljón króna ár- ið 1971. Framkvæmdastjóri Straum- ness h.f. er Stefán Jónsson en stjórnarformaður Guðmundur A. Böðvarsson, sveitarstjóri. 24 FV 2 1972
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.