Frjáls verslun - 01.02.1972, Page 36
^PokalýðuM' otj jMMMÉtufólk
heÍMMM' ekkcM't hÍMtfjtMð
mmú fjeru**
Alþingishátíðarárinu og hafði
þá aðsetur á Hótel íslandi. Hann
ferðaðist einn síns liðs, en þeg-
ar lagt var af stað úr Reykja-
vík dugði honum ekkert minna
en fjörutíu og fimm hestar og
fimm leiðsögumenn. Einn klár-
inn var einungis klyfjaður
snyrtiáhöldum Stewarts, tann-
burstum og tannpasta og ein-
hverjum lifandis ósköpum af
Eau de Cologne. Svona fór
Stewart á hringferð um landið.
Hann hafði heilar tjaldbúðir
með í förum þar á meðal eitt
W.C.-tjald. Og svo keypti karl-
inn 200 metra af sterkasta Man-
illa-kaðli, til að síga niður í
Dettifoss, svo að hann næði
góðri mynd.
Þegar Stewart og förunejdi
gisti á Hvítárvöllum, lét hann
karlana vera að tína gæsaskít
heila nótt, til þess að hann stigi
ekki ofan í hann morguninn eft-
ir.
Þegar Stewart var kominn í
bæinn aftur og átti að fara að
borga, hljóðaði reikningurinn
upp á meðal húsverð. En hann
skrifaði ávísanir, sem síðar kom
í ijós, að ekki var innistæða fyr-
ir. Endaði þetta með því, að við
skrifuðum bróður hans, sem var
mikilsmetinn aðalsmaður í Bret-
landi og sögðum honum vand-
ræði okkar út af Stewart. Við
fengum bréf að vörmu spori,
þar sem okkur var tilkynnt, að
við skyldum engar áhyggjur
hafa, því að „fjölskyldan hefði
ákveðið að taka málið að sér“.
Það var líka gert. Síðar rakst
ég tvisvar á Stewart á förnum
vegi, á Pall Mall í London og
Champs Elyssée í París, og allt-
af jafnkátan.
— Seinni heimsstyrjöldin
hlýtur að hafa sett strik í reikn-
inginn fyrir ferðamálin ekki síð-
ur en sú fyrri. Hvernig var
störfum þínum háttað í stríð-
inu?
— Ég hafði um langt árabil
staðið í útgerð og þegar stríðið
var í algleymingi flutti ég mik-
ið af fiski til Bretlands, oft um
500 tonn á viku með leiguskip-
um. En fyrir tilstilli Cook tók
ég að mér að sjá um póstsend-
ingar héðan til íslendinga, sem
staddir voru í hinum herteknu
löndum Þjóðverja. Ferðaskrif-
stofa Cook var í mjög náinni
samvinnu við Rauða krossinn i
stríðinu og annaðist meðal ann-
ars slíka fyrirgreiðslu. Auk
þess varð ég umboðsmaður fyr-
ir flutningadeild brezka her-
málaráðuneytisins og hafði af
því ærinn starfa, enda voru
skipalestir hér stöðugt á ferð-
inni. og stundum lágu yfir 50
skip samtímis uppi í Hvalfirði
á leiðinni yfir Atlantshaf.
Árið 1946 verður það svo að
ráði, að við flytjumst utan,
Anna Tómasdóttir, kona mín,
með Tómas son okkar. sem þá
var fjögurra ára. Tók ég við
starfi umboðsmanns fyrir
Landssamband íslenzkra út-
vegsmanna í Bretlandi og
gegndi því til 1951. Þá kemst
enn á ný skriður á ferðamálin
og brezku skemmtiferðaskipin
venja komur sínar aftur hingað
til lands. Þetta fór hægt og
sígandi af stað.
Almenn ferðamennska hefur
líka vaxið stórlega, aðallega síð-
ustu 10 árin, því að þá fyrst
hefur skapazt nægilegt hótel-
rými til að hefja verulega mark-
aðsleit og kynningu.
— Hverjar eru horfur fyrir
næsta sumar?
— Við verðum með 20
skemmtiferðaskip og á þeim um
12000 manns. Sum þeirra koma
beint frá Spáni og ítalíu og
að er nýjung fyrir okkur.
hópferðum öðrum og einstakl-
ingsferðum verður mikil aukn-
ing. Mér reiknast til að það
verði farnar 30—40 hópferðir
með 20—30 manns i hverri. Það
er þegar orðið mjög erfitt að
fá inni fyrir þetta fólk á gisti-
húsunum úti á landi.
— Það hefur borið á gagn-
rýni á, að skemmtiferðaskipin
hafa svo stutta viðdvöl á íslandi
og meðan á henni stendur séu
farþegarnir keyrðir austur í
sveitir í stað þess að þeim sé
leyft að fara í búðir í Reykja-
vík? Er ekki hægt að breyta
þessu fyrirkomulagi?
— Við getum ekki neytt fólk-
ið til að fara í búðir að verzla.
Ég hef hvergi kynnzt þess kon-
Tómas Zoega ílettir kynningarriti um Islandsferðir, sem Ferða-
skrifstofa Zoega gefur út.
32
FV 2 1972